Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Loftþrýstingur í 38″?
This topic contains 23 replies, has 1 voice, and was last updated by Ólafur Arnar Gunnarsson 21 years, 6 months ago.
-
CreatorTopic
-
21.05.2003 at 00:50 #192597
Sælt veri fólkið.
Mig vantar smá ráðleggingar. Þær sem ég hef fengið hér áður hafa verið þess eðlis að maður kemur alltaf aftur
Var að uppfæra bíla“flotann“ og er kominn á 4Runner á 38″ (ætli maður fari þá ekki að hugleiða að ganga í klúbbinn og leika með stóru strákunum (og stelpunum)…).
Dekkin eru nýleg micro-skorin Ground Hawk (með öllum sínum kostum og göllum) og mér var sagt að hafa 26-28 pund í þeim á malbiki til að slíta þeim minna.
Ég gerði út könnunarleiðangur á loftmælinn minn en hann náði bara upp í 20 pund, þar sem 33″ undir cherokee var ekki með nema 18 pund í daglegu amstri.
Ég í Bílanaust. Þar voru til allskonar digital mælar en enginn manúal… nema einhver sem var fyrir vörubíla og var eiginlega stærri en bíllinn minn. Mér leiðist að vera batteríslaus uppi á fjöllum og nenni ekki að dröslast um með kerru undir loftmælinn. Svo ég lagði leið mína til Benna og útskýrði að mig vantaði mæli sem næði upp í 30 pund, þyrfti ekki rafstöð og kæmist fyrir í meðalstóru hanskahólfi í það minnsta. „Já þú meinar fólksbílamæli, en ekki jeppamæli,“ var viðkvæðið.
… og þá fór ég að hugsa: Er ég að gera eitthvað rangt? Er alltof mikill þrýstingur í dekkjunum? Hvað á ég að hafa mikið í þeim til að minnka slitið eins og framast er unnt?
Bíllinn vigtar samkvæmt breytingaskoðun 1940 kg, en þá er hann á 35″ dekkjum. Hefur einhver reynslu af svipuðum bíl sem getur nýst mér?
Takk fyrirfram.
Kv.
Einar -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
21.05.2003 at 03:20 #473582
Sæll Einar.
"(ætli maður fari þá ekki að hugleiða að ganga í klúbbinn og leika með stóru strákunum (og stelpunum)…)."
Auðvitað gengur þú í klúbbinn og vertu velkominn félagi.
Þetta með loft í þessum dekkjum þá myndi ég halda að 18-20 pund væri eitthavað sem passaði betur undir þennan fák.
Ég er með mödder sem er mjög líkur þínum dekkjum og undir LC90 dollu er ég venjulega með þetta 20-22 á pund á sumrin en það eru eflaust skiptar skoðannir hvað þetta varðar og væri gaman að fá uppl. hvað aðrir eru að nota og hverja skoðanir þeirra eru.
Kv.
Benni
A736
21.05.2003 at 07:48 #47358426-28 pund er næstum örugglega of hár þrýstingur sem veldur því að dekkin slitna meira í miðjunni en á köntunum. Hvaða þrýstingur er bestur fer eftir því hvort verið er að horfa á eldsneytiseyðslu, dekkjaslit eða þægindi og aksturseginleika.
Líklega verður eyðslan því minni sem meira loft er í dekkjunum, efri mörk þrýsings samkvæmt framleiðanda eru líklega 35 pund. Á dekkjunum stendur líka hvað dekkin eiga að geta borið við þennan þrýsting, oft er það um 1000-1100 kg á dekk. Nú er heildarþungi per hjól oft á bilinu 400-600 kg. Ef þrýstingur er valinn í hlutfalli við þyngd gefur það gildi á bilinu 15-20 pund.
Nú eru menn oftast að nota breiðri felgur en framleiðandinn mælir með (10"). Það leiðir liklega til aukins slits á köntunum, sem hægt er að leiðrétta með því að nota aðeins meiri þrýsting. Til að sja hvernig álagið dreyfist á banann er hægt að gera strik með krít eða límbandi og athuga síðan hvort það þurkast fyrr út á köntunum eða miðjunni.
21.05.2003 at 09:44 #473586Sæll Grani
Þetta er eins og margt annað smekksatriði í bland við rök.
Ég hef sjálfur ekið ýmsum bílum í svipaðri þyngd í gegnum árin og hef yfirleitt kosið að vera í kringum 18 pundin, en fyrst og fremst vegna þess að þar hafa bílarnir verið mjúkir og þægilegir í akstri.
Skilst hins vegar á þeim sem eru í atvinnuakstri með túrhesta á fjöllum að þeir kjósi að vera sem mest í 26-29 pundum og það sé vegna þess að reynslan hafi sýnt þeim að þar slitni dekkin minnst. Þess ber þó að gæta að flestir í þeim bransanum eru að aka um á bílum sem eru allt að 800 Kg. þyngri en 4Runner (og drífa þar af leiðandi ekkert) og hafa þar með önnur áhrif á dekkið en mun léttari bíll.Kv. Baddi drifleysingi
21.05.2003 at 09:48 #473588Of mikið, of lítið….
Á malbikinu er ég farinn að keyra með ca 25 pund í öllum mínum dekkjum. Á 2000 árgerð af Patrol á 38 veitir ekkert af einhverjum 35 pundum. Sérstaklega ef dekkin eru á breiðum felgum. Maður finnur aflmun á bílnum hvort maður hefur 18 pund, eða 25pund í.
Meiri þrýstingur -> minna dekkjaslit, betri aksturseiginleikar á malbikinu og meira afl. Aðrir eru örugglega ekki sammála mér. Á mölinni bara lækka ég svo í.
Kveðja
Rúnar
21.05.2003 at 09:50 #473590Er með Toyota DC á 38" Mudder (12" sumar, 14" vetrar). Á malbiki er ég með 27 pund í dekkjunum og minnkar það dekkjarslitið og gerir bílinn rásfastari, en aftur á móti fórnar þú fjöðrun dekkjanna. 38" hefur þann eiginleika að slitna á fyrst á köntunum og aukinn loftþrýstingur slítur frekar miðjunum og jafnast það því út yfir tíma. En áður en malbikið er yfirgefið þá fer ég niður í 14 pund og þyngist bíllinn töluvert í stýri við það og fjöðrun dekkjanna kemur til baka.
Þetta er í raun bara spurning um hvað þér finnst, það eru allir með mismunandi loftþrýsting eftir gerð/samspil dekkja, bíls og ökumanns. Þú þarft bara að finna út hvað hentar í þínu tilfelli.
Kv, ÓAG.
R-2170.
21.05.2003 at 10:55 #473592
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll ég er á toyotu d cap 35" dekkjum 12" breyðum, disel og er vanalega með um 20 pund að framan en að aftan um 15 -17 pund og mér hefur fundist það bara fínt í innanbæjarakstri ef ég fer út úr bænum í langkeyrslu þá fer ég í 25 að framan og 20 að aftan það er bara að prófa sig áfram hvað þér fynnst henta bílnum og þér ég hef allavega aldrei farið yfir 25 pund enda er þetta líka á bognum flatjárnum:)
21.05.2003 at 11:49 #473594Sælir
Ég er á Patrol 38" (Mudder) sem ég keypti í Febrúar síðastliðnum. Fyrstu vikurnar ók ég um með 22 pund í dekkjunum og var hann mjög mjúkur og góður hérna í bænum. Eftir nokkurn tíma prufaði ég þó að setja 27 pund í dekkin og ég hef ekki litið til baka síðan. Bíllinn varð mun sprækari og meðfærilegri hérna innanbæjar. Varðandi slitið þá held ég að það segi sig sjálf að minni loftþrýstingur slíti dekkjum meira. Hvort mikill þrýstingur slítur miðjunni óhóflega læt ég liggja á milli hluta…..
Ég keypti mér tvo mæla í bílanaust, 0-20 punda og 5-35 punda minnir mig. Þetta eru engir sérstakir jeppa/fólksbílamælar en 0-20 punda mælirinn gæti hugsanlega verið kallaður jeppamælir einfaldlega vegna þess að það eru jeppaeigendur sem sækjast eftir þeim.
kveðja
Agnar
R-3104
21.05.2003 at 17:04 #473596
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Er með Hilux Double Cap á 38" Mudder. Á malbiki er ég með 27 pund og 18 á malarvegum.
bv
21.05.2003 at 17:09 #473598Takk fyrir góðar pælingar og umræðu.
Ég hugsa að ég haldi þrýstingnum í 26 pundum til að byrja með en prófi mig aðeins niður á við eftir smá tíma og sé til hvernig það smakkast.
En aftur: Takk.
Kv.
Einar
21.05.2003 at 19:06 #473600Ég er á Runner á 38" semsagt eins bíl og ek alltaf í 18 pundum í bænum og 10-12 pundum á möl, ég er á 14" felgum og dekkin eru Mudder. dekkin verða orðinn 3 ára núna í Júní en það er ekki mikið eftir af þeim enda var bílnum ekið 80% allra hálendisslóða í fyrra vegna punkta söfnunar og ferlunar, þannig að ég tel að aka megi á svona dekkjum í 4 ár miðað við normal notkun í 18 pundum. Svo er bara spurning hvort mönnum finnist það góð ending eða ekki ?
Svo er jú önnur spurning ef þau entust lengur er þá ekki bara hætta á að þau færu að fúna, hvað halda menn um þann möguleika. Og Grani ef þú ekur lengi í dekkjunum svona harðpumpuðu ættir þú að fá þér nýrnabelt og við þennan hristing þá held ég að þú farir ekki heldur vel með bílinnPS þú kemur svo að sjálfsögðu í Mörkina á fimmtudagin og skráir þig í klúbbin, og þú ert sérstaklega velkominn þar sem þú valdir réttu tegundina.
Og vertu ekki með áhyggjur af Patrol köllunum, þeir sitja venjulega út í horni og diskutera viðgerðir og varahlutaverð
Jón Snæland
22.05.2003 at 18:43 #473602Hæ, ég má til með að segja þér nokkuð. Ég hef reynt margar loftþrýstingsstillingar um æfina en ætíð orðið fyrir vonbrygðum. Ég keyrði hér áður fyrr um bæinn með 22 pund í 38" dekkjunum mínum, en eftir að ég prufaði að setja 27 pund í dekkin þá hefur tilveran algerlega snúist við. Eftir það hef ég bara ekki litið til baka. Bíllinn er mun sprækari og meðfærilegri innanbæjar, dekkjarslit hefur minnkað og loftþrýstingsmælarnir mínir frá Bílanausti eru mun hamingjusamari eftir að þer fengu að þenja sig aðeins meira út……..
Kv, ÓAG.
22.05.2003 at 19:08 #473604Sælir
Er á terrano 2,4 á 35"x12,5-15
hvað á að hafa í þeim
23.05.2003 at 12:52 #473606Veistu ekki ÓAG að þegar börn eru feimin, óörugg eða óánægð (með sinn eigin bíl í þessu tilviki) þá brýst það út í stríðni. Þetta er náttúrulega skiljanleg afbrýðisemi hjá þér ÓAG þar sem þú ekur um á heyvagni á meðna ég ek um dansandi glaður um bæinn á mínum traktor en eins og öll sveitabörn vita þá draga traktorar yfirleitt heyvagna!
kv
AgnarBen
23.05.2003 at 13:55 #473608Getur örugglega haft á milli 20 til 30 pund. Allt þar á milli er nokkuð rétt.
Prófaðu bara og notaðu svo þann þrýsting sem þú kannt best við.Trix sem ég hef heyrt til að vita hvort bílinn standi rétt á dekkinu er að kríta yfir sólann, og keyra svo beint áfram nokkra metra á bílskúrsgólfi (eða þurru malbiki). Ef krítarfarið eyðist jafnt, stendur bíllinn rétt í sólann.
Persónulega kann ég best við sem hæstan þrýsting á malbikinu. Minni á möl.
Rúnar.
25.05.2003 at 18:58 #473610
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Einusinni átti ég hilux dísel á 38" og ég hafði hann alltaf í 40+ psi svo að hann kæmist eitthvað áfram, mér fannst fjöðrunnin ekkert versna, enda var hann á blaðfjöðrum allan hringinn.
25.05.2003 at 22:24 #473612Ég las þennan pistil fyrir helgina og ákvað að prufa 38" Mudder hjá mér í 27psi, en hef venjulega haft 18-20.
Þetta fannst mér prýðilegt og alveg ágætt á malbikinu.Einu hjó ég eftir, en einn hér að ofan hafði 40psi+ í sínum 38". Athugið að stóru dekkin þola fæst (ef nokkur) þennan þrýsting, en t.d. Mudder er gefinn upp fyrir max 35psi.
Kv,
Lalli
27.05.2003 at 08:44 #473614Það er alveg skiljanlegt að þú kallir jeppann þinn traktor, því það er einmitt það sem hann er! Kemst ekkert úr sporunum, drífur ekkert í snjó, er alveg hræðilega ljótur ferkantaður kassabíll og á þessum 35? geisladiskum lítur hann út eins og súrrealístk viðryni! Hvernig í ósköpunum getur þú látið sjá þig í bænum á þessum traktor? Ef ég væri þú þá myndi ég gefa einhverjum bóndanum traktorinn og leggja honum við hliðina á gömlu úreltu landbúnaðartækjunum sem hafa verið tekin úr notkun fyrir mörgum árum! Og það að kalla Toylettið mitt heyvagn, er bara ekki svara vert! Þetta er alveg prýðilegur fiskikassi og kemst miklu lengra en þú. Ertu kannski búinn að gleyma brekkunni upp að Eyjafjallajökli??? Hver var það sem hjakkaði í brekkunni í tvo tíma á meðan hrísgrjónafatið mitt fór léttilega upp!
Bíttíðasjálfur AgnarBen!
Kv, ÓAG.
27.05.2003 at 09:27 #473616ÓAG,
Þetta er nú gaman heyra. "Hjakka í tvo tíma í brekkunni upp að Eyjafjallajökli" er lýsing sem er jafn langt frá sannleikanum eins og að OJ hafi verið saklaus. Eins og glöggir menn muna þá var umferðaröngþveitið kraðak af hvítum Mussoum) í brekkunni það mikið að ég hreinlega komst ekki að og þurfti því að fara aðrar óhefðbundnari leiðir. Það er nú annað en þú gerðir, skelltir þér bara í hraðbrautarförin og brunaðir upp nánast á malbiki! Ef að þú dregur þá ályktun að slordósin þín sé þess vegna með gríðarlega yfirburði yfir minn þá ertu með veruleikafyrringarveikina frægu sem nefnist Toymanius druslus.Að stæra sig opinberlega af þessu ÓAG er nokkuð fyndið í ljósi þess að þú kemst ekki einu sinni á heyvinnsluvélinni í vinnuna á morgnanna vegna bilanna. Hvernig er að ferðast með strætó þessa dagana, er það jafn leiðinlegt og mig minnti????
kv
AB
27.05.2003 at 10:07 #473618Það er alveg greinilegt að járnahrúgan þín er mikið eðal-brotajárn, þar sem hún kemst ekki einu sinni framhjá nokkrum hvítum Mussóum! (Einhverjir af þeim svo til óbreyttir ef mig minnir rétt!) Einnig mynnir mig að þessi ?óhefðbundna leið? sem þú fórst framhjá þessu Musso-kraðaki hafi verið að skrúfa drusluna þína í sundur, ferja hana fótgangandi upp brekkuna og skrúfa hana saman aftur fyrir ofan brekkuna! Þetta var svo engin malbikuð hraðbraut fyrr en ég var búinn að þjappa brekkuna fyrir þig! Eina veikin sem er í gangi er Datsúnus Maximus traktus druslus og er víst bráð-niðurdrepandi! Ég man ekki betur en Talibanatrukkurinn minn hafi dregið einhvern hvítan Datsun þarna um daginn sem var fastur í brekku NIÐRÍMÓTI!!!!!!!!!! Ég held að það segi allt sem segja þarf um hver sé heyvagninn og hver sé traktorinn!
Trukknum mínum líður annars alveg ágætlega þakka þér fyrir, hann rétt skrapp í Spa, þ.e. í nudd, ljós og andlitsupplyftingu. Ekki nóg með að dallurinn minn hafi rúllað þér upp þarna um daginn, heldur var hann líka bilaður í þokkabót. Það segir ansi mikið um gæði Toyota vs. Datsun. Bilaðar Toyotur rúlla upp Datsúnum hvenær sem er!
Að lokum vil ég bara láta þig vita að ég ferðast ekki með strætó, heldur á þessum fína Toyota Landcruiser 80 sem er margfalt það sem þitt fjós getur nokkur tíma orðið! Þú ættir að vita allt um strætó, enda fastur gestur hjá þeim undanfarin ár. Ég hef aftur á móti ekki tekið strætó síðan ég fékk bílpróf! En ef valið stendur á milli þess að fara með þér í hvíta frystgáminn þinn, þá vil ég frekar taka strætó.
Kv, ÓAG.
27.05.2003 at 10:19 #473620Ja, hvað myndi gerast ef þú myndir einhvern tíman fara á fjöll án þess að Klósettið þitt væri bilað. Þú myndir líklega komast til tunglsins miðað við fyrri lýsingar. Annað er engan veginn svaravert…..
Ég spyr þó hvaða vitdómsbrekka skýrði Toyolettið "Hilux", ég bara hreinlega sé ekki hvaða lúxus fylgir Klósettinu, hvað þá að það sé háum gæðaflokki. Er ekki bara verið að gera grín að ykkur fiskikassaeigendum.
og hananú
Jeppakveðjur
AB
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.