This topic contains 14 replies, has 1 voice, and was last updated by Valur Sveinbjörnsson 19 years, 1 month ago.
-
Topic
-
Sælt veri fólkið. Eftir margra mánaða pásu er loksins kominn skriður á bílskúrsverkefnið. Nú er komið að því að tengja dælukerfið sem sér um loftpúðana í afturfjöðruninni. Þá vakna nokkrar spurningar.
1. Er betra að vera með lítinn kút með pressustati en að setja pressustatið á lögnina á milli dælunnar og úr-/íhleypirofanna?
2. Hvar fær maður oggulítinn loftkút á slikk?
3. Sjálfsagt fer það nú eftir púðunum, en hvað eru menn almennt að láta dæluna byggja upp mikinn þrýsting áður en pressustatið slær út?
4. Hvort er betra, Toyota eða Nissan? (Nei nei nei – þessi síðasta er bara fíflaskapur og ég verð mjög sár ef einhver svarar þessari spurningu…)
Með fyrirfram þökk fyrir svör við fyrstu þremur spurningunum.
Einar Elí
You must be logged in to reply to this topic.