This topic contains 2 replies, has 1 voice, and was last updated by sigurfari 18 years, 1 month ago.
-
Topic
-
Sælt veri fólkið.
Ég er í basli með loftkerfið fyrir loftpúðana. Í bílnum er rafmagnsloftdæla og loftkútur. Rafmagnsdælan er tengd í gegnum þrýstirofa sem kveikir þegar þrýstingur fer niður fyrir 6,5 bör og slekkur þegar þrýstingurinn er kominn í 8 bör. Svo er ég með stjórnborð inni í bíl þar sem ég get stjórnað hæðinni á hverjum púða fyrir sig. Nú er svo komið að kerfið virkar engan veginn, loftdælan fer ekki í gang þó svo að ég tengi framhjá þrýstirofanum og ég næ ekki að halda þrýsting á kerfinu. Hafa menn verið að lenda í því að loftdælurnar hafi verið að gefa sig? Ég held að þetta sé Viair dæla. Það kemur rafmagn að henni þannig að ég er farin að halda að dælan sé biluð. Ég er líka með A/C dælu í bílnum, hafa menn í einhverjum tilfellum tengt hana inn á kerfið líka?
You must be logged in to reply to this topic.