This topic contains 25 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðmundur Jónsson 18 years ago.
-
Topic
-
Hvort er það sem menn vilja undir bílana sína og afhverju?
Kostir og Gallar?
You must be logged in to reply to this topic.
FERÐAKLÚBBURINN 4X4 |
||||
Menu |
Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Loftpúðar vs Gormar
This topic contains 25 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðmundur Jónsson 18 years ago.
Hvort er það sem menn vilja undir bílana sína og afhverju?
Kostir og Gallar?
Gormar
Gallar: Ekki stillanleg hleðslujöfnun (þó er hægt að fá progressive gorma sem stífna við hleðslu líkt og fjaðrir sem lagar að hluta til þessa hleðslujöfnun), ekki jafn flott að segja að bíllinn sé á gormum (miðað við púða)
Kostir: Lítil bilanatíðni, (vinsælasta fjöðrun allra bílaframleiðenda), Ódýrt og einfalt
Loftpúðar
Gallar: Margir staðir sem geta lekið lofti í kerfi. Hætta á að skera loftpúða í klaka í ám. Dýr búnaður. Tímafrekt að setja svona kerfi í bíl. Erfitt að finna rétta dempara (samkvæmt uppl hér að ofan)
Kostir: Hleðslujöfnun, (losa sig úr festum virðist vera) Flott að segja að bíllinn sé á loftpúðum.
Já ég notast við gorma. Réttu dempararnir skipta sköpum í til dæmis svona stuttum bíl og wrangler. Ég notast við Bilstein, sjálfstillanlegir, þ.e.a.s. ventill sem bregst við með því að stífna við meiri högg og mýkjast við mýkri hreyfingar.. algjör draumur. Ég er með v8 Grand vél, og ég notaði einfaldlega grand gorma að framan sem hannaðir eru fyrir þessa þyngd og sömuleiðis dempara sem hannaðir eru fyrir þann bíl að framan. Að aftan er ég með rússneska eðalgorma (lada sport) og dempara undan nýja boddíinu af wrangler sem samsvarar þyngdinni á bílnum að aftan.
Menn eru oft að flækja fyrir sér hvernig gorma þeir eigi að velja sér og taka oft feil á því að notast við groma undan of þungum eða of léttum bílum bara vegna þess að einhver annar gerði það. Einfaldast er að taka gorma undan sambærilega þungum bíl og sömuleiðis dempara undan þeim bíl. Flestir gormabílar eru með cirka 25 cm fjöðrun original þ.e.a.s. færsla sem dempararnir leyfa. Sú fjöðrunarlengd er mjög fín fyrir fjallaakstur, 10 cm upp og 15 cm niður. Maður hefur lítið að gera við 40 cm fjöðrun, nema maður ætli að ferðast á yfir 150 kmh í ósléttum…. En eflaust munu sumir segja að það sé nauðsynlegt… bara því þeir gerðu það og þá er það rétt.
kv
Gunnar
er einhver hérna búinn að setja loftpúða að aftan í nýjann patrol og er kannski með myndaseríu af því ??? langar soldið að sjá hvernig menn gera þetta…
nú hef ég heyrt að það sé galli að púði geti rifnað í klaka og svoleiðis en þegar ég fór að kaupa púðann munn þá spurði ég hvort að þeir hafi heyrt af því en svo var ekki… hefur einhver hérna lent í þessu ? ekki hef ég heyrt af neinu tilfelli, þannig að þangap til þá mundi ég ekki flokka þetta sem galla. þetta eru líka bara strigalög sem að rifna ekki frekar en dekk (held ég).
það gerist af og til að menn eru óheppnir í einhverju íshröngli að klifra uppá einhverja ísskör uppúr á og rífa púða en hef heyrt menn aðallega tala um það að framan minna um rifa í svoleiðis aðstæðum að aftan…
Ég hef tvisvar séð ónýta eða rifna púða eftir akstur í ísingarskilyrðum þar sem ég gat ekki séð að uppsetning eða frágangur væri orsökin. það finnst mér eiginlega tvisvar sinnum of mikið.
You must be logged in to reply to this topic.