Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Loftpúðar vs Gormar
This topic contains 25 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðmundur Jónsson 18 years ago.
-
CreatorTopic
-
02.01.2007 at 23:51 #199279
AnonymousHvort er það sem menn vilja undir bílana sína og afhverju?
Kostir og Gallar?
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
03.01.2007 at 01:34 #573376
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
ég myndi velja gorma til að losna við viðhald á púðum, þú skemmir ekki gorm eins auðveldlega og þú rífur púða, en aftur á móti þá eru til tilfelli þar sem púðarnir eru nánast nauðsin og myndi ég setja svoleiðis á bíl sem ber eða dregur oft eitthvað þungt til að rassgatið á honum sé ekki að sleikja jörðina…
03.01.2007 at 08:15 #573378Sælir ég fór út í að skipta út gormum að aftan og setja púða að aftan og sé ég ekki eftir því þar sem það er mun betri fjöðrunn og bíllin er mun betri á vegi og er með stjórnunn inni í bíl og get spilað á púðana þar en að framan er ég enþá með gorma þar sem þyngd á framhluta bílsins er alltaf sú sama og mæli ég frekar með púðum
kv…Birgir
03.01.2007 at 08:51 #573380En hvað með að setja púða innan í gorminn t.d. að aftan. Eru einhver vandamál við það. Kannski að púðinn geti skemst af núningi við gorminn? Það væri ágætt að heyra ef einhver hefur prófað þetta.
03.01.2007 at 09:29 #573382Svona loftpúðar í gorma er til [url=http://www.fsip.com/riderite/:3ny9ehwc][b:3ny9ehwc]hérna[/b:3ny9ehwc][/url:3ny9ehwc]. Spurning hvort þetta virkar samt.
Kveðja
Birgir
03.01.2007 at 20:22 #573384Ég hef ekki enþá alveg fullmótað mér skoðu á hvort´ég sjálfur vil, en það er sjálfsagt mismunandi eftir tilfellum.
Hinsvegar skoðaði ég það að setja bæði og komst þá að því að maður fær bara gallana frá báðu. Svo ég mæli ekki með því.
03.01.2007 at 20:34 #573386Ívar, endilega segðu okkur frá þessum göllum. Ég var einmitt að spá í að fá mér svona kerfi í minn bíl.
Hvaða gallar eru á gormum, hvaða gallar eru á loftpúðum og hvaða gallar elta mann þegar maður er með bæði gorma og púða?
Ég er með bíl sem er með stýfur (ekki four link) bæði að framan og aftan, er eitthvað sem hindrar mig í að skipta út gormunum fyrir loftpúða?
mig vantar meiri upplýsingar
03.01.2007 at 20:52 #573388er að setja gorma að framan púða að aftan en ekki setja púða inn í gorm það virkar enginn depari með svoleiðis útbúnaði
03.01.2007 at 21:08 #573390vorum að setja bílinn hjá mér á loftpúða og fourlink, var á fjöðrum áður, VÁ þvílíkur munur… ég bara trúi ekki að nokkur maður nenni að keyra á þessu fjaðrarusli. En ég myndi ekki hugsa mig um, hef setið í hilux sem er á gormum og þótt að minn sé ekkert lengdur á milli hjóla þá er bílinn margfalt betri á púðum en á gormum, en það er bara mín skoðun fyrir utan það að það kostar lítið að prufa, 2 loftpúðar kosta jafn mikið ef ekki minna en 2 gormar undir PATROL dótið sem fer næst inná gólf hjá okkur 😀 það er alltaf hægt að leggja slöngur í þetta og hafa það þannig svo bara úrhleypinúnaðinn ÞEGAR þú sérð að þetta er málið.
en 4-link og púðar eru stálið 😀 ekki spurning, miklu míkra
03.01.2007 at 21:27 #573392Skipti gormunum út á Patrol ´92 að aftan og sá ekki eftir því. Ætlaði aðallega að nota þá sem hleðslustýringu þar sem hann var alltaf frekar rassþungur fullhlaðinn en það kom mér á óvart hvað fjöðrunin batnaði á ósléttu yfirborði, bíllinn varð mun stöðugri, skoppaði ekki eins mikið um eins og á gormunum. Þetta meikar reyndar sense þar sem gormurinn vill spyrna í sundur og saman aftur en púðinn vill bara spyrna sundur…. ef þið skiljið hvað ég meina.
kv
AB
03.01.2007 at 21:41 #573394þekki einn sem er á patrol 44" á lofti allann hringinn og hann hefur ferðast með held ég 2005 patrol björgunarsveitabíl sem er á 44" og gormum og hann finnur mun á því hvað hann getur keyrt skart (púðabílinn)án þess að finna jafn mikið fyrir því og gormabílinn… getur víst keyrt MUN hraðar.
03.01.2007 at 22:37 #573396ég held nú að í mjög mörgum tilfellum séu menn hreinlega ekki með rétta gorma undir bílunum sínum. Og svo skipta þeir í loftpúða og geta stillt þá þannig að þeir passi við massa bílsins.
Í það minnsta held ég að menn séu oft með of stífa gorma, því ef loftpúði getur gert bílinn míkri hlítur gormurinn bara að vera stífari en loftpúðinn? Þá væri eins hægt að setja gorm sem er jafn ‘stífur’ og loftpúðinn. En ég hef svo sem ekkert fyrir mér í því annað en smávægilega þekkingu á eðlisfræði.En því er ekki hægt að neita að það er vissulega sniðugt að geta stillt þetta eftir því hvað er mikið á pallinum.
En ég vil samt frekar prógressífa gorma af réttri gerð. Þó það sé annað mál hvort gormarnir á mínum bíl séu réttir. Allavega eru þeir nálægt því, en það verður skoðað betur seinna.
kv
Baldur
03.01.2007 at 22:53 #573398Ég veit um einn 44" Patrol á Akureyri sem er með púða innan í gormum að aftan (man ekki hvort það er að framan líka) og veit ég ekki til þess að hann hafi lent í vandræðum með það og hann er bara sáttur við árangurinn. Þetta var e-ð kit sem hann keypti að utan, frá Ástralíu ef ég man rétt.
Kv.
Ásgeir
04.01.2007 at 01:55 #573400Eg er með Ford 250 á 46" hann er með loftpúða að framan enn er á fjöðrunum á aftann, ég hafði hugsað mer að setja hann a gorma að aftann. Er það vitleysa eða á maður að setja hann á púða? Það er töluverður verðmunur a þessum tveimur aðgerðum.
LG
04.01.2007 at 08:19 #573402Lúther, slepptu millistiginu og farðu beint í púða, ég er með púða að aftan, það hefur oft bjargað mér úr festum þar sem ég get lyft bílnum upp þ.e. grind og tanki upp úr snjónum. Fyrir utan hleðslujöfnun, mýkt og fl. Það eina sem þarf að passa sig á er að hafa góða dempara.
kv. vals.
04.01.2007 at 10:48 #573404Ég er sammála Baldri varðandi að það sé algengt að bílar séu "skemmdir" með því að setja undir þá óþarflega stífa gorma. Ég gerði sjálfur þau mistök að kaupa OME gorma í stað þess að setja bara aðeins stærri klossa undir orginal gormana að framan. Gormur getur samt aldrei orðið nærri því eins mjúkur og loftpúði að aftan, þar sem hann þarf að ráða við breytilega hleðslu. Prógressívir gormar breyta sára litlu í þessu efni. Annars eru loftpúðar í eðli sínu prógressívir, sem er bónus.
Ein leið til þess að taka á breytilegri hleðslu er að setja hjálparpúða með gorminum, t.d. inn í gorminn. Slík fjöðrun verður alltaf stífari en gormurinn einn sér, og nær því ekki þeim yfirburðum loftpúðanna sem leiða af lægri fjöðrunarstuðli.
-Einar
04.01.2007 at 10:51 #573406Ég mæli með púðunum, en það þýðir lítið að skipta bara út þeim búnaði, þetta verður að vera í réttum málum allt saman og svo þarf demparinn að vinna gegn púðanum í sundurslaginu s.s. dempararnir sem eru fyrir eru alls ekki gerðir fyrir loftpúða
04.01.2007 at 11:04 #573408Ég hef góða reynslu af því að nota "venjulega" dempara með loftpúðum. Fræðilega séð er best að demparinn dempi bæði sundur og saman, hvort sem um er að ræða loftpúða eða stálfjöður.
Þegar búið er að hleypa vel úr, þá er talsverður hluti fjöðrunarinnar í dekkinu, því meiri sem fjöðrunin er stífari. Sú fjöðrun sem er í dekkinu er ódempuð, því er til bóta að hafa dempara stífari þegar búið er að hleypa úr, en sú stilling sem er þægilegust á fullpumpuðu.
Ég nota stillanlega Gabríel dempara, sem voru valdir eftir lengd fjöðrunarsviðs, í mýkstu stillingu. Þessi samsetning hefur virkað frábærlega, þegar sprett er úr spori uppi á jökli, með 2-3 psi í dekkjunum.
04.01.2007 at 12:52 #573410"Hastleiki" gormafjöðrunar fer, held ég, mikið meira eftir demparanum heldur en gorminum. Bíll með mjúka gorma getur alveg verið hastur, ef demparinn er stífur. Sami bíll með stífari gorma getur verið "mýkri" ef demparinn er mýkri.
Gallar við mjög mjúka gorma er lítið burðarþol (bíllinn sígur mikið við t.d. spil, og einnig þegar snjór og krapi safnast undir bílinn), og þeir verða einnig svagari í beygjum.
Ég held að menn séu mikið að vanmeta demparana, og ofmeta gormana hér. Hér virðast demparar bara oft valdir út frá lengd en ekki hvort þeir passa bílnum og gormunum.
kv
Rúnar, sem er með of mjúka framgorma með of stífum dempurum, og of stífa afturgorma með of mjúkum dempurum……ps. týpýskur dempari dempar svona cirka 2/3 í sundur á móti 1/3 saman.
04.01.2007 at 16:11 #573412Fer hastleiki ekki lika eftir því hvernig stífan hallar að framan, ef hún hallar niður og keyrt er í holu þá er hún að vinna á móti þegar stífan fjaðrar saman en ef hún hallar upp þá tekur hún betur við ójöfnum og holum???
04.01.2007 at 19:35 #573414stífu hallinn skiftir máli hvort hún lemur í holuna eða ekki þetta skiftir lika máli fyrir upp og niður hreyfingu á hásingunni hvort hún er að fjaðra afturábak eða áfram.
Eg mæli enn og aftur með púðum að aftan með KONI dempurum sem eru settir upp fyrir algengustu þyngd bilsins stillanlegir eða tvívirkir virka ekki með púðum þeir þvinga púðann of mikið í samslætti og brjóta gjarnan demparafestingar.
EG er þvi miður búinn að prófa og kom alltaf demparalaus í bæinn með fjallakveðju Ari
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.