This topic contains 8 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 21 years ago.
-
Topic
-
Sælir félagar.
Ég er í breytingahugleiðingum með Nissan DC. Ég var að ýminda mér að færa bodýið aðeins aftar og færa afturhásinguna einhvern helling og skipta blaðfjöðrunum út fyrir eitthvað annað.
Ég hef athugað með verð á gormum og loftpúðum og komist að þeirri niðurstöðu að verðið á þessum hlutum er mjög svipað. Hinsvegar þarf einhverja loftstýringu fyrir púðana en ég spyr eins og bjáni hvernig það er gert. Ef bara settur þrýstingsmælir inn í bíl og ég stýrir apparatinu sjálfur eða er þetta flókin hátæknistýring sem kostar morð fjár?
Svo vantar mig að vita hvort útbúnaðurinn í kringum þetta tvennt sé ekki svipaður. Ég veit að loftpúðarnir þurfa að vera lóðréttir en er það þá í raun krafa um 4-link til að halda öllu dótinu sem beinustu eða nægir bara að setja 2 stýfur. Eru kannski aðrir kostir 4-link að fara framhjá mér?
Síðast en ekki síst þá vantar mig að vita hvað akveður sundurslagið. Einhvernveginn held ég að demparar skemmist á því að vera nýttir til þessara hluta en hvað þá. Ég sá einhversstaðar strekkjara borða notaða sem axlabönd en er það eitthvað sem menn gera almennt.
Til útskýra pínulítið betur hvað ég ætla mér þá er pikkalóinn með burðargetu upp á tæpt tonn og ég er að horfa í að geta notað pallhýsi í stærri kantinum án þess að sitja á afturendanum.
Kv Isan
You must be logged in to reply to this topic.