This topic contains 8 replies, has 1 voice, and was last updated by Eyþór Guðnason 16 years, 5 months ago.
-
Topic
-
Langaði að fræðast aðeins og fá skoðun á þessum tveim hlutum varðandi fellihýsi. Er með Fleetwood fellihýsi núna þar sem búið er að hækka það upp með því að snúa fjöðrunum við og setja það á 15″ dekk. Út úr því fékkst ágætis árangur, liggur allavega beint aftan í 33″ Cruiser.
Svo var farið í Landmannalaugar í sumar og landmannaleið farin. Það var ekkert verið að ýkja í svörunum sem ég fékk hérna á síðunni að vegurinn frá Sigöldu er vægast sagt eins og þvottabretti. Á leiðarenda var vagninn skoðaður og kom þá í ljós að öll hnoð voru farin á einni hliðinni sem heldur plasthlífunum á, og ófáar skrúfur sem þurfti að herða upp á. Og ekki var nú hraðanum fyrir að fara þegar keyrt var þarna uppeftir!!
En allavega, þá hefur hugurinn leitað dálítið eftir þessa ferð í átt að E1 og E3 „fjalla“ fellihýsunum frá Fleetwood. Sé að þau eru á fjöðrum og dempurum. Er einhver sem hefur reynslu af þessum vögnum? Eru þau eitthvað sterkbyggðari en þessir venjulegu, þ.e. haldast hnoð og skrúfur?
Er ég betur settur með að splæsa í loftpúða undir vagninn sem ég er með núna? Virka þeir betur en dempararnir? Er einhver sem gerir það án þess að taka handlegg fyrir?
Sem sagt í aðstæðum eins og landmannaleið, hvort virka demparar eða loftpúðar betur?
Með fyrirfram þökk,
Róbert
You must be logged in to reply to this topic.