This topic contains 21 replies, has 1 voice, and was last updated by Ari Þráinsson 16 years, 4 months ago.
-
CreatorTopic
-
01.06.2009 at 16:00 #204452
Sælt veri fólkið,
Hvað loftpúða, lengd og gerð er heppilegast að nota undir létt fellihýsi?
Fellihýsið mitt vigtar ca: 700-1000kg með farangri og ég er að velta því fyrir mér skella púðum undir það til þess að fá meiri mýkt og auðvitað einnig til þess að eiga möguleika á að hækka það upp þegar farið er yfir sprænur.
Er einhver heppilegur linkur á netinu til þess að panta svona dótarí?
Hvað segja reynslubotarnir.. hvað skal varast og hvað hefur komið vel út?
Bestu kveðjur, Viðar Örn
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
01.06.2009 at 21:46 #648326
Þeir hafa verið með svona búnað í Parti við Eldshöfðann. Prófaðu að spjalla við þá. Þeir eru búnir að setja svona undir fjöldann allan af fellihýsum og þekkja þetta spjaldanna milli.
01.06.2009 at 22:17 #648328Þeir þekkja líka nokkur veski landsmanna vel… enda búnir að tæma þau
þeir eru frekar dýrir.spurning um að panta nokkra púða að utan, ég er sjálfur í svona pælingum, vantar púða undir 800 kílóa kerru. trúi því ekki að svona púði þurfi að kosta 40 þúsund kall stykkið eða eitthvað álíka vitlaust.
01.06.2009 at 23:38 #648330jú ég kýkti í Part fyrir nokkru og fékk ágæt svör og ábendingar. Það má sjá hjá Summitracing púða sem sem eru ætlaðir sem hjálparpúðar með fjöðrum á mun skaplegra verði en Partur er að bjóða. Ég velti því fyrir mér hvort slíkir púðar séu brúklegir undir fellihýsi.
kv, Viðar Örn
02.06.2009 at 12:56 #648332á Summit má sjá t.d. [url=http://store.summitracing.com/partdetail.asp?autofilter=1&part=FIP%2D9001&N=700+4294925130+4294746561+115&autoview=sku:1izcuz7e][b:1izcuz7e]ÞESSA[/b:1izcuz7e][/url:1izcuz7e] púða sem gætu hentað fínt undir kerrur/hýsi.
minnsta hæð: 11.5 cm
mesta hæð: 21.0 cm
ökuhæð: 16.5 cmmargir aðrir kæmu til greina svosem, en þetta held ég að séu 6-800 kg púðar, hús sem er tonn ætti að vera fínt á þeim.
summit: 2 púðar + shipping: 210 us$ (og svo *2 vegna tolla ofl) = 50.000 komið heim m.v. gengið í dag… og þetta er ríflega áætlað! svo myndi nást sparnaður í sendingarkostnaði ef við tækjum fleiri stykki í einu, jafnvel magnafsláttur ef við næðum að panta nokkrir saman.
nei bara hugmynd
02.06.2009 at 17:53 #648334Ég er að klára að setja púða undir vagninn hjá mér og hafði mikið pælt í því hvernig væri best að útfæra þetta án þess að það kostaði formúgu.
Skoðaði mikið í Parti og var hann með mjög heppilega púða þar en voru frekar dýrir, man ekki hvort það var í kringum 23 eða 26 þúsund stykkið.Endaði á að kaupa air-lift sett hjá Bílabúð Benna og fékk það á mjög góðu verði, og í því voru púðar, slöngur, festingar í einhvern bíl og plattar undir og ofan á púðana.
Munur á minnstu og mestu hæð er um 17 cm.
02.06.2009 at 21:19 #64833603.06.2009 at 14:52 #648338Sælir.
Hef ekki hundsvit á burðargetu og þ.h á loftpúðum en á samt 2 stk sem eru undir 10 feta hýsinu mínu. Létum breyta því hjá Breyti í fyrra og þvílíkur munur að draga þetta núna. Hefði ekki getað trúað hvað það munar um þetta. Fyrir utan hvað þetta fer betur með hýsið á malarvegum. Mæli eindregið með að loftpúðavæða fellihýsi.
Og svo eru fjaðrirnar undan hýsinu alveg þrælgóðar undir kerruna sem ber meira en kemst fyrir í henni.Kv
Pétur
03.06.2009 at 21:16 #648340Prufaðu að fara í part sem er fyrir neðan Vöku þeir eru með ímsa gerðir af loftpúðum
Partur Spyrnan Lyftarar | Fjaðrabúðin partur ehf | Eldshöfði 10 | 110 Reykjavík | Sími 567-8757 |
Kv,,,, MHN
04.06.2009 at 09:33 #648342þú ert alveg ágætur maggi

05.06.2009 at 16:39 #648344Komnar myndir í myndasafnið.
05.06.2009 at 21:50 #648346hvernig er það, eru innbyggðir samsláttarpúðar í þessa púða? er ekki vont fyrir þá að hamra saman?
05.06.2009 at 23:36 #648348Hvað gerist svo þegar vagninn misfjaðrar? Jagast ekki klemmurnar á rörinu?
Ég sá svipaða útfærslu hjá einhverjum, en með snúningsbolta öðru megin við hásingarrörið til að losa um þessar spennur. Alveg eins væri hægt að nota bara eina gúmmífóðringu í viðbót í stað þannig bolta.
Kannski ekkert mál þannig séð, en þetta stingur dálítið í augun…
06.06.2009 at 10:38 #648350Er ekki frekar ólíklegt að hann hvort eð er? Fyrst það er bara einn ás?
07.06.2009 at 17:47 #648352Nei það eru ekki samsláttarpúðar í púðunum, á eftir að setja samsláttarpúða, aðallega til að taka þungan af púðunum þegar loftinu er hleypt alveg úr þeim, annars taka lappirnar undir vagninum mesta þungann.
Ég pældi mikið í þessu með misfjöðrunina og komst að þeirri niðurstöðu eftir miklar samræður við nokkra aðila að misföðrun á einum ás væri hverfandi, færi aðalega fram á dráttarkúlunni, ef eitt hjól lyftist upp þá bara lyftist vagninn líka.
Var annars að koma heim úr ferðalagi núna og ók töluvert á grófum malarvegi og var vart hægt að finna að maður væri með svona vagn í eftirdragi, var helst í stærstu holunum sem maður sá vagninn dúa.
Ferðakveðja Jói Barða.
07.06.2009 at 22:11 #648354En hefur einhver sett aðrar fjaðrir undir fellihýsi? Einhverjar mýkri eða er það vonlaust.
Kjartan
07.06.2009 at 23:54 #648356Jú, góðar langar fjaðrir hafa verið settar undir fellihýsi með góðum árangri, alls ekki síðri fjöðrun í akstri en loftpúðar.
Held að það skipti ekki meginmáli hvort þú setur loftpúða eða fjaðrir, aðal atriðið er að vera með hjólabúnað sem þolir þann akstur sem þessi fína fjöðrun bíður upp á.
09.06.2009 at 10:30 #648358Undan hverju er best að nota fjaðrir? Er kannski betra að finna hjólastell undan bíl og skipta þannig um hjólabúnaðinn líka?
Kjartan
09.06.2009 at 15:30 #648360Það eru til hjá stál og stönsum fjaðrir sem eru 69cm á lengd og passa vel undir fellihýsi
Lenti i þvi að brjóta fjörður hjá mér og er að fara að fá mér sterkari fjaðrir hjá þeim i vikuni.
09.06.2009 at 17:39 #648362Ég myndi kíkja á partasölur og leita að notuðum fjöðrum undan t.d. góðri amerískri drossíu, svona fjöðrum sem eru um meter að lengd. Fellihýsi vegur um 700 – 1000 kg, sem er svipað og afturendi á venjulegum jeppa.
Aðalkosturinn við loftpúða undir fellihýsi og tjaldvagna er að geta auðveldlega lækkað þá sem og gert þá lárétta. Góð löng blaðfjöður á að veita alla þá fjöðrunarmýkt sem þörf er á hinsvegar.
09.06.2009 at 17:59 #648364Ég veit um dæmi þar sem menn notuðu öxul og nöf sem passa fyrir 14" felgur og síðan fjaðrir undan Willys. Örugglega hægt að kaupa tilbúinn öxul með nöfum einhvers staðar. Veit einhver hvar svoleiðis fæst ?
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
