Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Loftpúðar
This topic contains 12 replies, has 1 voice, and was last updated by Heimir Jóhannsson 22 years ago.
-
CreatorTopic
-
13.01.2003 at 16:48 #191980
Ég er að hugsa um að setja loftpúða undir Pajero-inn minn að aftan í staðinn fyrir gormana. Gaman væri að heyra í þeim sem hafa reynslu af þeim t.d. hverjir eru kostirnir og/eða ókostir ?. Er eitthvað sem þarf að varast, verður bíllinn hastari eða mýkri, hvernig er hann í hliðarhalla o.s.f.
Kveðja VS.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
13.01.2003 at 17:09 #466386
Hversu mjúkur eða hastur bíllin verður, fer eftir því hvernig hlutum er komið fyrir. Ef púðinn er settur ofan á hásinguna, eins og algengast er, fer mýktin eftir því hversu langur púði er notaður. Kosturinn við loftpúðafjöðrun er að það er hægt að stilla hana, m.a. eftir hleðslu bílsins, sem gerir mogulegt að hafa fjöðrunina mýkri en ella, sérstaklega að aftan þar sem hleðslan er breytileg.
Ef samsláttarpúðinn er innan í gorminum, þarf að finna nýjan stað fyrir hann, helst ekki innar en hann var. Það þarf að ætla púðanum nægilegt pláss svo ekkert nuddist utan í hann og koma samsláttarpúða og dempurum þannig fyrir að lengd púðans verði innan þeirra marka sem hann er hannaður fyrir. Á algengustu púðunum er minnsta lengd um 16 cm og mesta rúmir 40.
Ef ekki eru notaðar balansstengur, þá verður bíllin svagari í beyjum og hliðarhalla ef fjöðrunin er gerð mýkri Minn bíll var vel nothæfur án balansstanga þegar orginal flatjárnin voru að aftan, en með loftpúðunum fór orginal balansstöngin aftur undir.
Ég mæli með því að gengið sé þannig frá loftlögnum, að það sé þægilegt að jafna þrýsting milli púða, t.d. með krana sem hægt er að opna.
14.01.2003 at 17:16 #466388Þakka þér fyrir Einar þetta eru fínar upplýsingar. Ég er búinn að skoða aðstæðurnar undir Pajero og með smá breytingum er nægjanlegt pláss fyrir púða og samsláttarpúðarnir eru fyrir utan gormana alveg við hjólin. Stýringin verður rafræn, þ.e. rofar og þrýstimælar inni í bíl og loftlokar í húddinu. Einnig er ég með dælu og 8 lítra loftkút þannig að þetta á að vera í lagi.
Kv, Vals
14.01.2003 at 23:35 #466390Það er allt rétt og satt sem eik páraði en eitt stakk mig sem mig langaði að nefna. Einn kosturinn við lofpúðana er nákvæmlega að mögulegt er að stilla þrýstinginn í þeim mv. hleðslu bílsins nákvæmlega, halda vinnuhæð fjöðrunarkerfisins. Þrýstingurinn í púðanum hefur ekki áhrif á mýktina eins og mátti skilja á honum heldur hæðina/burðinn. Eðli púðans er að vera alltaf jafn mjúkur nokkurnvegin sama hvað þú leggur mikið á hann. Það atriði stillirðu í raun annars vegar þegar þú framvísar kredidkortinu (velur púðann) og eins geturðu haft veruleg áhrif á virknina með dempurunm. Þeir eru í raun mikilvægasta og eina "mýktarstjórntækið".
15.01.2003 at 08:48 #466392
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þú þarft líka að fá þér nýja dempara ef þú ættlar að láta þetta virka rétt.. t.d Koni demparar frá Bílanaust hafa komið vel út. Minnir að þeir séu breyttir þannig að þeir eru nánast dauðir saman en enn öflugri í sundur. Annars mundi ég persónulega ekki fá mér loftpúða, frekar fá mér progresiv gorma.
Ferðakveðja Davíð
15.01.2003 at 09:29 #466394Hvernig bíll fjaðrar fer eftir dempurum og fjöðrunar stuðli fjaðrar (gorms, loftpúða). Felstar stálfjaðrir eru með föstum stuðli en þó er hægt að gera gorma "progressiva" með því að hafa breytilegt bil á milli vindinga sem veldur því að hluti gormsins tekur ekki þátt í fjöðruninni. Stuð blöð í blaðfjöðrum hafa svipuð áhrif.
Loftpúðar eru alltaf "progressivir", stuðullinn eykst eftir því sem loftpúðinn er styttri. Þess vegna eru lengri loftpúðar mýkri en stuttir. Bíll með loftpúðum verður því mýkri sem meira loft er sett í púðana (meðan ekki er farið út fyrir vinnusviðið). Þrýstingur breytist ekki við þetta, hann fer eftir þunganum sem hvílir á púðanum. Þrýstimælir sem tengdur er við loftpúða sýnir þungann sem hvílir á púðanum, ekki hæðina. Því þarf hæðarskynjara fyrir sjálfvirka stýringu á loftpúðum.
15.01.2003 at 10:34 #466396Ég er ósamála þeirri útbreiddu skoðun að það sé ekki hægt að nota loftpúða á þess að splæsa í rándýra Koni dempara. Það er rétt að með mýkri fjöðrun þá passar að nota linari dempara. Það er líka áríðandi að lengdin á demparanum passi við mestu hæð sem loftpúðinn þolir, oftast er demparinn notaður til að takmarka sundursláttinn.
Þegar ég breitti mínum, þurfti ég að skipta um dempara vegna þessa að upphaflegu dempararnir voru ekki nógu slaglangir. Ég valdi grennstu Gabríel dempara sem voru nógu slaglangir. Þessir demparar eru stillanlegir, ég nota þá í mýkstu stillingu. Ég er mög ánægður með útkomuna, hugsanlega væri betra að vera með mýkri dempara á harðpumpuðu, en þegar búið er að hleypa úr, þarf meiri dempun vegna þess að dekkin dúa líka.
Margir fara þá leið að kaupa Koni dempara og láta taka úr þeim lokana til ap mýkja þá. Sú leið er margfalt dýrari og ég efast um að útkoman sé nokkkuð betri.
15.01.2003 at 13:17 #466398Það sem er gott við Pajero er að þeir koma orginal með stífleika stillanlegum dempurum, þannig að það er ekki vandamál. En af skrifum ykkar hérna þá líst mér vel á að setja loftpúða í hann, það gefur mikla möguleika hvað varðar hæðarstillingu vegna hleðslu og gæti örugglega komið að gagni við akstur í snjó, festum og akstri yfir vötn.
15.01.2003 at 20:46 #466400við settum loftpúða í stuttan pajeró sem að vísu val lengdur talsvert á milli öxla ca 30 cm notaðir voru 800 kg púðar og langir mjúkir demparar þetta virkaði alt mjög vel og frábært að geta stillt hæðina á bílnum ef mikið lá við. eina vandamálið var ef ekið var á fullri ferð í mikil hvörf en þá pressast púðin alveg saman eða á samslátt og gefur þá mjög öflugt sundurslag sem mínir mjúku dempara réðu ekki við svo afturendinn flaug í loft upp þeir í bílanaust eru til í að útbúa koni dempara fyrir mig sem taka bara sundur slagið sem leifir púðanum að fjaðra frjálst saman en það tel ég vera grundvallar atriði. vita þarf meðal öxluþunga þess ás sem loftpúðarnir eru settir á.
15.01.2003 at 22:40 #466402Sælir.
Ég er með 700kg. loftpúða og Rancho 9000n dempara undir mínum aldraða trukk (Hilux X-cab ’84)að aftan. Ég er mjög ánægður með þennan búnað, og skipti honum ekki út fyrir neitt. Mín trú er að það sé alls ekki nauðsinlegt að kaupa Koni dempara frekar en maður vill. Ég hef alrei litið á demparana há mér, og veit ekkert hvernig þeir eru stilltir. Bíllinn er ágætlega stöðugur á vegi, enda með flatjárn að framan. Í framtíðinni stendur til að taka flatjárnin undan, og þá fara púðar undir í staðin. Ekki spurning. En þá þarf trúlega jafnvægisstöng.
Emil
16.01.2003 at 00:40 #466404Sæll Valur "vals"
Þú ættir að skoða þann möguleika að setja granna hjálparpúða með gömlu gormunum, þetta hefur verið gert með mjög góðum árangri. Fjaðrabúðin Partur á þessa púða og kosta þeir rúmar átta þúsund stk, ég setti svona púða með flatjárninu að afta hjá mér til að geta stillt hæðina eftir lestun bílsins, ég verð að segja að þetta svín virkar. Jafnvægisstöng er óþörf og líkur óæskilum samslætti minnkar verulega, harkalegur samsláttur getur beygt sterkustu hásingar, púðinn virkar þá sem dempari í slítum látum(mjúkur samsláttarpúði).
Hann "Cobru" Björn á Grenivík setti svona púða allan hringin með gormunum á LC 80, hann setti þá innan við gormana að ég held.mbk. Mundi
16.01.2003 at 04:18 #466406Ég velti því talsvert fyrir mér að setja [url=http://www.hitchmen.com/airlift/59500.htm:1owa3zsl]hjálparpúða[/url:1owa3zsl] með flatjárnunum. Það hefði leyst hleðslu og hæðar málið en fjöðrunin hefði orðið mun stífari en orginal og ég því ekki fengið þá aksturseginleika sem ég var að sækjast eftir.
Þetta er mun auðveldari kostur á flatjárna bíl, en á bíl eins og Pajero þar sem e.t.v er einfaldlega hægt að skipta út gormum fyrir loftpuða, þá er þetta hvorki auðveldara né ódýrara.
16.01.2003 at 09:11 #466408Ég er með Koni dempara að aftan hjá mér sem ég lét breyta fyrir mig sérstaklega þegar ég setti púða að aftan. Menn hafa verið að tala um að það sé svo dýrt að breyta þessum dempörum. En vitið þið, að það er ekkert mál að breyta þessu sjálfur. Ef þú opnar svona dempara og skoðar inní hann þá sérðu að þetta er mjög einfaldur búnaður. Það er hægt að stilla sundur slagið á flestum þessum Koni dempörum með því að setja þá saman og snú þeim. En ef þú ætlar að stilla samslagið sem er orginal, er þetta bara ein skrúfa á ventli sem maður skrúfar bara bínulítið. Með því að skrúfa þetta svona 10 mín. Þá færð þú nánast dautt samslag. Þetta er svo hægt að hringla í endalaust þangað til að maður er orðinn ánægður með árangurinn. Ég verð að segja að eftir að ég setti púðana undir að aftan hjá mér varð ég ekki ánægður með bílinn fyrr en ég breytti dempörum. Ekki vera hræddir við að breyta þessum dempörum og finna muninn á bílnum. Það er allveg ljóst að það hefur allt að segja hvernig dempararnir eru stilltir fyrir þessa púða. Þetta virðist hafa skipt minna máli þegar ég var með gormana. En það að láta breyta þessu fyrir sig er bara dýrt, og ef vel á að vera, þá tekur þetta kannski heilan dag að finna réttu stillinguna sem hendar bílnum þínum. Fyrst að ég veit hvernig þetta virkar og kann að stilla þetta þá geta allir gert þetta. Því ég er bara tölvnörd sem kann ekki að halda á skiptilykli. 😉
Eina vandamálið er að láta opna demparan fyrir sig. Það þarf helst að gera það í rennibekk. Eða vera góður á jarnsögina. Það tekur ekki nema 5 mín að gera þetta í bekk. Það þarf helst að utbúa sér lykil til að opna demparan. Það getur maður sem kann ekki að sjóða eins og ég gert ef viljin er fyrir hendi. Ég er með þá svoleiðis hjá mér núna að ég er með frekar dautt sundurslag og mjög lítið samslag.
Sumir eru svo ánægðir að vera með stillanlega dempara. Og eru alltaf að hringla í þessu inní bíl. En það er bara sundurslagið sem það virkar á. Eins og t.d Ranco demparar. En mesta breytingin á loftpúðafjöðrun verður þegar þú tekur samslagið og breytir því. En afhverju þetta er svona veit ég ekki.
kv,
heijo
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.