This topic contains 5 replies, has 1 voice, and was last updated by Jón Garðar Helgason 13 years, 3 months ago.
-
Topic
-
Nú þekki ég ekki alveg 100% uppsettningu á loftpúðafjöðrun með hleðslujöfnurum og rofum inn í bíl þar sem þú stillir sjálfur hæð.
Þó ég eigi nú bíl með þessu systemi hef ég ekki lagt í að fara yfir það allt en er tilneyddur núna.Þannig er að það byrjaði alltaf að leka úr loftpúðanum vinstra megin að framan, kippti ég mér nú ekki upp við það svona til að byrja með og
ætlaði að kíkja á það við tækifæri.
Svo fyri tveimur dögum fór þetta að virka þannig að loft dældist inn í þennan sama púða stanslaust þó að ég væri með slökkt á auto stillingunni.
Svo virðist sem að eitthvað sem stýrir loftflæði inn á þann púða sé opið öllum stundum. Ég er búinn að aftengja hleðslujafnarann og það er sama sagan.Það hefur lengi seittlað út af loftkútnum en ekkert hafði það áhrif á púðasystemið svo framanlega að ég hafði slökkt á autostillingunni þá heldur hann náttúrulega lofti á púðunum þó ekki sé loft á loftkútnum.
Nú spyr ég hvað getur valdið þessu?
Er segullokinn sem stýrir lofti fyrir þann púða fastur á sér eða eitthvað svoleiðis?
You must be logged in to reply to this topic.