FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Loftpúða vesen

by Bæring J. Björgvinsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Loftpúða vesen

This topic contains 26 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Bæring J. Björgvinsson Bæring J. Björgvinsson 19 years, 5 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 22.11.2005 at 10:54 #196690
    Profile photo of Bæring J. Björgvinsson
    Bæring J. Björgvinsson
    Participant

    við lentum í því um helgina að sprengja púða í patrol. Sem var ekki stór mál. Bara skift um púðan og keira svo aftur af stað. En púðinn sem við settum í virðist vera rifinn með botninum allavegana lekur þar einhverstaðar út þótt við sjáum ekki nokkurn skapaðan hlut. Svo er búðinn sömumegin að framan að stríða okkur líka. Hann vill ekki lifta sér af samslættinum.

    Við tókum bílinn inn í skúr í gær og kíktum lauslega á þetta. Tókum kútinn úr og þar virtist ekki vera neitt vatn á ferðinni. Dælan pumpar upp í sinn þrísting. Og slær út. Það virðist ekki vera neitt að því. Ef maður hleipir alveg úr þessum skrítna púða og pumpar svo aftur í hann lyftist hann rétt svo en samt ekki af púðanum.
    Og þá neitaði hann alltíeinu að hleipa úr að aftan.
    Við settum bílinn hans Magga Skog (hvernig sem það er skrifað) inná kerfið hjá Sveinbirni. Til að sjá hvort það vantaði þrísting og það hjálpaði ekki neitt.

    Á þetta ekki að geta lyft sér þótt að hann liggi saman að aftan????

    Það er engin rakaglös eða neitt á lögnunum. Getur verið kominn raki í púðana???

    Þetta virkar eins og einhver rafmagnsilun. Er fræðilegur að liðarnir geti bilað þannig að þeir hleipi bara upp í einhvern x þrísting og hleipi ekki meira í gegnum sig.???

    Kveðja Bæring

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 26 total)
1 2 →
  • Author
    Replies
  • 22.11.2005 at 11:28 #533350
    Profile photo of Guðmundur Guðmundsson
    Guðmundur Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 90
    • Svör: 1091

    Sæll Bæring

    1) Varstu búin að taka púðan úr
    2) Setja á hann ventil
    3) Blása í hann
    4) Setja hann í vatn
    5) Athuga hvort hann leki
    6) Láta líma hann ef hann lekur með bolnum
    Gúmmivinnustofan í Grafarvogi
    7) Láta sjóða hann hjá jeppaplast ef botninn er sprungin
    8) Setja púðan í aftur :-)

    kveðja gundur





    22.11.2005 at 11:32 #533352
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Ég myndi tengja púðann beint við ventil eins og notaðir eru á dekkjum, til þess að prófa sjálfann púðann. Algengustu loftpúðarnir bera 1300 eða 800 kg við 100 psi þrýsting. Ef þú er með 800 kg púða, þá er ekki víst að það dugi til þess að lyfta bílnum af samsláttarpúðum, ef ekki kemur hjálp frá púða á sömu hlið eða enda. Það er afar ólíklegt að raki trufli loftpúða, nema þá að þeir hafi lekið í langan tíma.

    -Einar





    22.11.2005 at 14:59 #533354
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    ATH hvort það séu hæða kranar milli hásingar og grindar þeir geta verið að fúska, eins getur segulspólann líka verið að klikka.
    gangi ykkur vel
    siggi





    22.11.2005 at 15:04 #533356
    Profile photo of Valur Sveinbjörnsson
    Valur Sveinbjörnsson
    Participant
    • Umræður: 49
    • Svör: 1530

    Það er einnig mjög gott að setja allan þann þrýsting sem til er á kerfinu á púðann, fá sér brúsa með úðara og svona fingurpumpu setja í hann sápublöndu og úða á allan púðann, samskeyti, lokana og annars staða sem mögulega getur verði loftleki. Ef loftið sleppur einhvers staðar út kemur það strax í ljós því sápublandan freyðir þar sem gatið er.
    Ef þetta er 800kg. loftpúði þá er vandamálið auðskilið, þú þarft öflugri púða. Ég er með 2 stk. 1.600kg. að aftan hjá mér, ef ég nota aðeins annan til að halda bílnum upp er þrýstingurinn orðin ansi hár.

    kv. vals.





    22.11.2005 at 21:11 #533358
    Profile photo of Sveinbjörn Ingi Þorkelsso
    Sveinbjörn Ingi Þorkelsso
    Member
    • Umræður: 6
    • Svör: 142

    þetta eru 800 púðar á framann og 1300´kg að aftan.

    málið er eins og bassi segir að það fer loft á fremri púðan, bara ekki nóg til að lifta honum upp af samslætti. en áður þá gat eg lyft honum töluvert langt upp af samslætti.

    aftari púðinn sleppir lofti að neðan í botnplötunni ekki í belgnum sjálfum.

    er einhver sjens að relle sé farið? og þá hreinlega er eithvað öryggi eða eithvað sem stoppar fremripúðan af við áhveðinn þrysting? eða þarf allt kerfið að vera í lagi svo þetta virki? hvor púðinn fyrir sig?

    eða er þetta kanski bara púki í bílnum? og næst þegar maður fer í skúrinn og startar honum þá púff allt allt í lagi?? (heheh draumur)





    22.11.2005 at 22:09 #533360
    Profile photo of Vilhjálmur Freyr Jónsson
    Vilhjálmur Freyr Jónsson
    Participant
    • Umræður: 8
    • Svör: 446

    Bara skifta þessu út fyrir gorma, þeir geta ekki lekið.





    22.11.2005 at 22:24 #533362
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Gormar geta brotnað, og þeir eiga það líka til að síga með tímanum. Óbreyttir bílar bila líka minna en breyttir bílar.

    Loftpúðar gefa sameinað betur góða fjöðrun og burðargetu en gormar. Ég sé ekkert óeðlilegt við það að fram púðinn lyftist ekki, þegar aftur púðinn heldur engu lofti. Hvernig væri að laga það sem vitað er að er bilað, og sjá svo hvort stýringarnar virka?

    -Einar





    22.11.2005 at 23:38 #533364
    Profile photo of Stefán Stefánsson
    Stefán Stefánsson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 2647

    Er ekki eitthvað pressustat (þrýstingsskynjari) í kerfinu einhverstaðar sem er að svíkja. Hljómar eins og púðinn fái ekki nógan þrýsting.





    22.11.2005 at 23:46 #533366
    Profile photo of Vilhjálmur Freyr Jónsson
    Vilhjálmur Freyr Jónsson
    Participant
    • Umræður: 8
    • Svör: 446

    að gamni slepptu
    það er ekki ólíklegt að lekinn í afturpúðunum valdi næjanlegu þrystifalli til að frampúðarnir nái ekki að rísa. það er spurning um að tengja frampúðana beint við þrysting framhjá ventlunum. eða loka fyrir afturpúðana þannig að þeir hafi ekki áhrif.

    þó að ég sé meiri gormamaður þá hef ég sett loftpúða undir marga bíla og kerrur sem þurfa að breyta viktinni mikið, þá henta loftpúðar allra best





    23.11.2005 at 01:12 #533368
    Profile photo of Bæring J. Björgvinsson
    Bæring J. Björgvinsson
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 1919

    Púðar í bíl sem ég á eftir að smíða fyrir sjálfan mig.

    Ég veit ekki nákvæmlega hvað er að þessu. En mér dettur helst í hug að púðinn nái ekki að lifta sér vegna þess að púðinn að aftann liggji gjörsamlega saman. Að það sé bara það þungt að lifta bílnum að púðinn ráði ekki við það.

    Púðinn fær eithvað rétt yfir 100 psi inná sig þetta er tengt við fini dælu og ég held hún ráði bara við 114 psi. Ég var að fikta aðeins í þessu núna í kvöld og þetta er líklegasta skíringin.
    Við verðum bara að rífa púðann úr að aftan og prófa hvað gerist með heilum púða.

    Allavegana er bíllinn búinn að standa inní skúr hjá mér í rúman sólarhring og það er valla nokkur ísing eða eithvað annað að hrjá hann nema kanski brunnin relay.





    23.11.2005 at 08:10 #533370
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Loftpúðar eru ekki fyrir alla.
    Ef bíllinn væri á gormum að framan, þá myndi hann liggja á samsláttarpúðanum ef ekki er eitthvað sem heldur honum uppi að aftan, nema framgormurinn sé því stífari.

    -Einar





    23.11.2005 at 08:32 #533372
    Profile photo of Bergþór Júlíusson
    Bergþór Júlíusson
    Participant
    • Umræður: 40
    • Svör: 761

    Eik hvað ertu að fara, framgormar sem eru allt of stífir haldi bílnum uppi að aftan, skil ekki þá röksemdarfærslu.
    Annars er þetta lílið mál, bara tjakka bílinn upp að aftan á grind pumpa í og loka lögnum og sjá hvort púðinn lekur og eða hjálpa púðanum að lifta sér með sama tjakki og þá hefur þú það hvort púðinn er of lítill það er að segja ef þrýstingurinn er nógur í dælu, ath það fyrst ekki giska Bazzi minn þessar fini dælur geta verið lélegar í þrýsting þó þær blási í 25 pund.





    23.11.2005 at 09:22 #533374
    Profile photo of Bjarni Gunnarsson
    Bjarni Gunnarsson
    Participant
    • Umræður: 78
    • Svör: 1462

    Það er of lítill loftpúði að framan. Ef púðinn er "skráður" 800 kílóa þá lyftir hann 800 kílóum við 100 punda þrýsting. Ef það er ekkert loft í púðanum að aftan og kannski lítið í púðanum hinum megin að framan þá þarf hann að lyfta gott betur en 800 kílóum, sem er náttúrulega ástæðan fyrir því að bíllinn lyftist ekki upp.
    –
    Bjarni G.





    23.11.2005 at 09:26 #533376
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Ég hef ekki útskírt það sem ég var að segja nógu vel. Best að taka dæmi. Bíllinn minn er með loftpúða að aftan og gorma að framan. Ef ég hleypi alveg úr t.d hægri loftpúða að aftan, þá leggst fjöðrunin saman, bæði við vinstra afturhjólið og hægra framhjólið. Sama gerist ef eitt hjól fer t.d. ofan í læk eða jökulsprungu. Ef menn eru með mjög stífa gorma eða stífar balansstengur, þá er þó ekki víst bíllinn leggist fast á samsláttarpúðana.

    Þetta er ekkert óeðlilegt, ég er ekki sammála Val og Bjarna um að þetta þýði að 800 kg púðinn sé of lítill.

    -Einar





    23.11.2005 at 10:39 #533378
    Profile photo of Bergþór Júlíusson
    Bergþór Júlíusson
    Participant
    • Umræður: 40
    • Svör: 761

    en ertu með ballansstangir að aftan. Ég er reyndar sammála strákunum að púðinn vinstra meginn eigi ekki að leggjast samann, kanski halla á hægri hlið en ekki samann.





    23.11.2005 at 11:11 #533380
    Profile photo of Bjarni Gunnarsson
    Bjarni Gunnarsson
    Participant
    • Umræður: 78
    • Svör: 1462

    800 kílóa púði er of lítill fyrir svona bíl að framan. Gefum okkur að bíllinn sé 1400 kíló að framan tilbúinn í ferð. Þá er þrýstingurinn í púðanum orðinn ansi nálægt 100 pundum og fjöðrunin hundleiðinleg. Til að loftpúðar blómstri þá er best að þrýstingurinn í þeim sé ekki mikið meiri en 50 pund í fullhlöðnum bíl þannig fæst mýksta og skemmtilegasta fjöðrunin. Þumalputtareglan er því sú að nota 2×800 kílóa púða ef bíllinn er 800 kíló að framan/aftan 2×1300 kílóa púða ef bíllinn er 1300 kíló að framan/aftan osfrv.
    –
    Bjarni G.





    23.11.2005 at 19:40 #533382
    Profile photo of Magnús Bs
    Magnús Bs
    Participant
    • Umræður: 14
    • Svör: 80

    afsakið bara að prófa að skrá mig inn





    23.11.2005 at 21:34 #533384
    Profile photo of Bæring J. Björgvinsson
    Bæring J. Björgvinsson
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 1919

    Ég hafði loksins tíma til að leggjast aðeins undir bílinn og skoða þetta ….. málið var.

    ég veit ekki hvort að bíllinn er svona asnalega uppsettur eða hvað málið er kanski er honum breitt með það í huga að troða 44 undir hann.

    Það sem var að hrjá bílinn núna var náttúrulega það að það var sprunginn púði að aftan. þessvegna lá hann niðri að framan. Svo var líka slitin ballans stöng og brotin stífufesting úr grind (innri stífan) svo var samsláttarpúðinn og öll uppbyggingin á honum farin eithvað út í buskan. þannig að bíllinn var komin miklu neðar heldur en hann hafði verið stilltur upp fyrir. s.s miklu meira heldur en ég hafði sagt hérna að ofan. Hreinlega útafþví að ég hafði gleimt því að bíllinn var svona mikið skemmdur.

    Í kvöld gerðum við eftirfarandi
    skiftum um púðann.
    (púðinn sem við settum í uppá kjalvegi brotnaði útaf því að strákarnir tóku ekki eftir því að boltinn að neðan var 14mm þeim tókst að skrúfa púðann í sætið, en samt ekki nóg til að hann settist alveg á plattann. svo þegar sveinbjörn fór að keira þá brotnaði plastið bara.)
    þannig að við þurftum að bora sætið fyrir pinnann út. Svo löguðum við smá rafmagnsvesen í stíringunni. og pumpuðum í draslið.

    En að mínu mati þá má gefa bílnum miklu meira travel saman heldur en er núna í honum. Hann á helling eftir saman bæði að framan og að aftan án þess að rekast í nokkurn skapaðan hlut.

    Sem mér finnst bara fáranlegt. því að ef ég hefði stillt bílnum upp hefði ég gefið honum eins mikið saman slag og hægt er.
    Kanski er bílnum stillt upp svona ofarlega útafþví að púðarnir leifa ekki meiri samslátt (það hlítur að vera) eða kanski var hugmyndin að setja bílinn á 44 og þá myndi hann kanski rekast í kantana. Ég veit ekki.

    En ég myndi alveg treysta mér til að setja gorma í þennan bíl. stilla honum upp með 38-40" í huga og græða allavegana 5-15 sm meira í samslætti.

    svo spurningin er =
    Hvað geta svona púðar farið mikið saman úr akstursstöðu í samslátt?????





    23.11.2005 at 23:03 #533386
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Minnsta lengd á 800kg púðanum er 16.5 cm og sú mesta er 40.6 cm, þannig að mögulegt fjöðrunarsvið er 24 cm. Það fer svo eftir því hversu mikð loft er sett í púðann, hversu mikið er í sundur, og hversu mikið er saman. Samsláttar púðar eru nauðsynlegur hluti af vel hannaðri loftpúðafjöðrun.

    Ég er ekki með tölurnar fyrir 1300 kg púðann, en fjöðrunarsviðið á honum er fáeinum cm lengra.

    -Einar





    23.11.2005 at 23:38 #533388
    Profile photo of Hrolfur Árni Borgarsson
    Hrolfur Árni Borgarsson
    Participant
    • Umræður: 53
    • Svör: 878

    Hann er gefinn upp með 30 cm fjöðrunarsvið
    20 cm minnsta hæð
    50 cm mesta hæð
    Kveðja jeepcj7





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 26 total)
1 2 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.