FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Loftpúða eða gorma að aftan.

by Theodór Kristjánsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Loftpúða eða gorma að aftan.

This topic contains 11 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Jónas Olgeirsson Jónas Olgeirsson 22 years ago.

  • Creator
    Topic
  • 21.05.2003 at 09:57 #192600
    Profile photo of Theodór Kristjánsson
    Theodór Kristjánsson
    Participant

    Ég ætla að fara að smíða nýja fjöðrun hjá mér að aftan og vantar góð ráð. Á ég að nota loftpúðana áfram eða á ég að fá mér gorma. Ég var að spá í að herma eftir afturfjöðrun í HJ80 bílnum. Eru menn með einhverjar tillögur að útfærslu á góðri fjöðrun.

  • Creator
    Topic
Viewing 11 replies - 1 through 11 (of 11 total)
  • Author
    Replies
  • 21.05.2003 at 15:56 #473656
    Profile photo of Elvar Níelsson
    Elvar Níelsson
    Participant
    • Umræður: 16
    • Svör: 649

    Ég er að velta fyrir mér ástæðunni fyrir því að þú viljir að skipta um fjöðrunarkerfi að aftan. Þú ert með hilux ekki satt á loftpúðum? Ertu óánægður með fjöðrunina?

    Ég er ánægður með loftpúðana mína að aftan miðað við fjaðrirnar sem ég var með. Það Það kom ekki til greina að fá mér gorma þar sem ég sé enga kosti við gormafjöðrun umfram loftpúðafjöðrunina með (manual) stilltum dempurum.

    Leyfðu okkur að heyra (lesa) þín sjónarmið

    Elvar





    21.05.2003 at 16:35 #473658
    Profile photo of Valur Sveinbjörnsson
    Valur Sveinbjörnsson
    Participant
    • Umræður: 49
    • Svör: 1530

    Sæll Theodor, fyrsta spurning: ertu með loftpúða að aftan og ef svo er af hverju ertu þá að hugsa um að skipta yfir í gorma ??.
    Ég spyr vegna þess að ég er ný búinn að setja loftpúða undir hjá mér að aftan þrátt fyrir að heyra misjafnar sögur um loftpúðafjöðrun. Þar kvörtuðu menn aðalega um spark í afturendann þegar ekið væri yfir hraðahindranir: Besta lausnin sem menn höfðu, var að taka dempara frá Bílanaust, eyðileggja þá og setja þá undir. Þetta þótti svo góð lausn að þeir hjá Bílanaust eyðileggur demparana sjálfir og selja þá sem loftpúðadempara !.
    Áður en ég fór út í framkvæmdir gerði ég verkfræðilega athugun á loftpúðum sem eru hérna á markaðinum, athugaði gröf frá framleiðandum til að athuga hvernig loftpúðar vinna og á hvaða bili púðarnir vinna best, mældi aðstæður í fjöðrunarferli bílsins og niðurstaðan var sú að hækka boddýið um 6 cm. á grind, þannig gat ég hækkað plötuna sem gormurinn hvíldi á um 11,5 cm. hagræddi benspúðunum og samsláttar púðunum og setti saman.
    Niðurstaða: aldrei verið mýkri.
    Ég fór nýverið í 4 daga túr í Esjufjöll og á Öræfajökul og sessunautur minn sagði að bíllinn væri ævintýralega mjúkur, svo mörg voru þau orð.
    Það sem ég held að menn séu að klikka á er að ef bilið sem loftpúðinn er að vinna á er of lítið eykst buðaraukning púðans expónental þegar hann slær saman og menn fá þessi högg í afturendann. þessir púðar sem ég er með vinna best á ca. 12? – 13? ef bilið fer niður undir 8? koma þessi högg eins og áður segir. Einnig er mikilvægt að bilið milli hásingar og samláttapúðans sé nægjanlegt til að þar slái ekki saman, vegna þess burðaraukning á loftpúða sem vinnur á bilinu 13? ? 10? er nánast engin, en burðaraukning á gormum eykst línulega og deyfir þar með samsláttinn við samsláttarpúðana.
    Ef of lítið loft er í púðunum hjá mér fæ ég högg í afturendan á bílinn þegar samsláttarpúðarnir slást samann en þá dæli ég bara aðeins lofti í þá og hækka hann upp og held áfram að brosa.
    Vandamálið með högg í afturendann verður ekki leyst með því að eyðileggja annars ágætis dempara frá Bílanaust, heldur að athuga hvernig loftpúðar vinna og hvað það er sem veldur höggum eða öðrum óþægindum. Þessi lausn hljómar eins og maður sem hefur verk í tánni, brýtur á sér fingurinn til að deyfa verkinn í tánni !

    Kv. vals





    21.05.2003 at 17:01 #473660
    Profile photo of Theodór Kristjánsson
    Theodór Kristjánsson
    Participant
    • Umræður: 67
    • Svör: 1008

    Ég var með loftpúða að aftan en þeir voru staðsettir fyrir aftan hásingu og náðu niðurfyrir rörið. Þetta var gert til að hægt væri að hafa bílinn lágan. Þessi útfærsla var ekki að virka nógu vel, fóðringar átust upp og bíllinn vatt upp á sig við fjöðrun. Einnig fannst mér loft síga úr púðunum og var sífellt að bæta lofti í þá. Það verður þó að taka fram að ég var aldrei búin að koma mér upp alvöru loftstýrikerfi fyrir púðana. Mín hugmynd er sú að ég fái viðhaldsfrírra fjöðrunarkerfi ef ég nota gorma.





    22.05.2003 at 07:59 #473662
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Það sem Valur segir hér að ofan passar fullkomlega við mína reynslu. Ferðafélagar mínir eru flestir með gorma eða loftpúða að aftan. Þegar færið gefur kost á að fara meira en fetið, þá miðar loftpúðabílnum oftast áberandi betur áfram en gormabílunum.
    Það var lítils háttar leki úr öðrum púðanum hjá mér en það er löngu hætt. Ég er enn ekki búinn að koma því í verk að tengja púðana við loftkerfið í bílnum enda þarf ég ekki að eiga neitt við loftið nema þegar ég hleð eldsneyti og farangri í bílinn fyrir ferðir.





    22.05.2003 at 13:23 #473664
    Profile photo of Elvar Níelsson
    Elvar Níelsson
    Participant
    • Umræður: 16
    • Svör: 649

    Sælir,

    Flestir með púða kannast við að það leki smá. Það er erfitt að finna hvar lekur þegar það lekur voðalega hægt. Ég þarf að athuga púðana mína uþb. tvisvar í mánuði.
    Kostur við loftpúða er að þeir bera meira en gormar. Þ.e. ég hrúga dótinu mínu á pallinn (sem er mikið) og pumpa svo í púðana og stilli bilið undir samsláttarpúða. Bíll með gorma myndi síga niður og fjöðrunarbilið mingar með aukinni þyngd á pallinn. Þá er ekki hægt að gera neitt til að auka fjöðrunarbilið.

    Ég legg til að þú leggir niður fyrir þér hvað þú vilt fá útúr fjöðrun bílsins og hvaða eiginleikar eru æskilegir að bíllinn hafi og leitir svo að fjöðrunarkerfi sem uppfyllir eða kemst næst því að uppfylla þau skilyrði sem þú setur.

    Ég er mun ánægðari með mjúka fjöðrun bílsins að aftan þar sem ég er með loftpúða heldur en að framan þar sem ég er með gorma. En það geta eflaust verið ástæður fyrir því, t.d. að ég gæti fengið mér öðruvísi gorma og öðruvísi dempara að framan.

    Góðar stundir
    Elvar





    23.05.2003 at 04:03 #473666
    Profile photo of Birkir Arnar Jónsson
    Birkir Arnar Jónsson
    Member
    • Umræður: 30
    • Svör: 142

    Ég persónulega mindi bara fá mér hjálpar púða undir bílin og vera með gormana líka því ef maður rífur nú einn púðan ílla í krapa sem gerist oft ef maður er ekki með hlífar eða eithvað svoleiðis Bróður minn var með loftpúða í sínum bíl og var búinn að blóta og bölfa yfir þessu drasliu þegar hann setti hann á gorma.

    Bara minni viðhaldskosnaður í gormum

    Kv. Birkir AJ





    23.05.2003 at 13:30 #473668
    Profile photo of Kristján Arnór Gretarsson
    Kristján Arnór Gretarsson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 971

    Vals: Hvaða dempara hafðir þu með púðunum hjá þér ??

    kv.player1





    23.05.2003 at 14:47 #473670
    Profile photo of Bjarni Gunnarsson
    Bjarni Gunnarsson
    Participant
    • Umræður: 78
    • Svör: 1462

    Að sjálfsögðu heldurðu loftpúðunum undir að aftan. Þú þarft bara að flytja þá upp á hásinguna og lengja stífurnar, þá ertu í góðum málum. Þú verður að geta lagað hæðina á bílnum þegar þú "hleypur" með 100 kílóa spilið þitt úr skottinu og skellir því framan á bílinn 😉 Gengur ekki að hafa hann á rassgatinu eða á nefinu eftir því hvar spilið er.

    Kv.
    Bjarni G.





    23.05.2003 at 15:48 #473672
    Profile photo of Valur Sveinbjörnsson
    Valur Sveinbjörnsson
    Participant
    • Umræður: 49
    • Svör: 1530

    Ég er með orginal Pajero demparana, stillanlega á þrjá mismunandi stífleka keyrða 56.000km.. Ég hélt að myksti stífleikinn væri bestur en það er mjög mismunandi við hvaða aðstæður mismunandi stífleiki hentar. Mér finnst áhrif stífleikastillinga koma mun betur í ljós eftir að ég setti loftpúðana í bílinn þ.e. á gormunum var ég alltaf með hann á mýksta en núna er ég farinn að fikta í stillingunum miklu meira, allt eftir aðstæðum. T.d. ef jökullinn er sléttur og ég er á hraðferð þá hef ég demparana á myksta en ef jökullinn er ósléttur þá hef ég hann í mið eða á stífasta eða hræri bara í þeim til að finna það besta í hvert skipti. En kannski fer það líka eftir því í hvaða skapi ég er í það og það skiptið.

    kv. vals





    23.05.2003 at 17:32 #473674
    Profile photo of Theodór Kristjánsson
    Theodór Kristjánsson
    Participant
    • Umræður: 67
    • Svör: 1008

    Ég er með Koni að aftan.





    23.05.2003 at 22:11 #473676
    Profile photo of Jónas Olgeirsson
    Jónas Olgeirsson
    Member
    • Umræður: 6
    • Svör: 84

    sælir eg er mer 4 link og púða á aftanverðum luxinum og koní dempara. Og það sem eg get sagt er vá!!! Þvílíkur munur frá fjöðrunum… en allavega þá er eg að spá í að fá mer hleðslujafnara…….. þannig að eg geti bara í á einn takka og hann fer í retta hæð. Hundleiðinlegt að vera altaf að blása í þetta í hvert skifti sem ethvað fer á pallinn….. hefur einhver reinslu af svona einhverju? hvar er hægt að fá þetta og hvernig þetta er útbúið og hvernig þetta virkar?

    P.S
    HEHE púðarnir leka ekkert hjá mer :)





  • Author
    Replies
Viewing 11 replies - 1 through 11 (of 11 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.