Forsíða › Forums › Spjallið › Fjarskiptamál › Loftnet
This topic contains 16 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðmundur Jóhannsson 20 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
04.12.2004 at 21:55 #194993
Ég hef undanfarið séð nokkra jeppa með hvít, og að því er virðist sver, loftnet, jafnvel fleiri en eitt.
Hvað er þetta, fyrir nokkuð?
-haffi
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
05.12.2004 at 01:17 #510308
Þetta eru helvíti flott kústsköft og fást örugglega í byko
05.12.2004 at 09:30 #510310Jamm, líklega VHF bátaloftnet.
Núna þegar SSB loftnetin eru að verða útdauð þurfa menn að fá útrás yfir typpisöfundina með sverari loftnetum :)))
05.12.2004 at 19:00 #510312Þetta eru NMT bátaloftnet og eiga víst að vera betri en þessi venjulegu, en miðað við verðið á þeim munum við sem notum þau aldrei viðurkenna annað en þau séu betri, svo er líka hægt að nota þau sem fánastengur
Jón Snæland
05.12.2004 at 20:10 #510314Kústskaftið mitt er vhf loftnet.
Kosturinn við þetta loftnet er það sveiflast ekki og rekst því ekki í húsið á bílnum hjá mér.
05.12.2004 at 20:11 #510316Ég hélt alltaf að þetta væru VHF "Montprik" og held það enn.
Svo eru líka til svona prik sem notuð eru fyris STK (sjálfvirka tilkynningarskyldan) tækin í bátunum og þau eru líka GPS loftnet.
GG
05.12.2004 at 21:08 #510318Hvað kostar þessi VHF loftnet,ég er hundleiður á látunum þegar þetta mjúka drasl er að lemjast í hin loftnetin og í toppinn.
Og er hissa á að þessi mjúku loftnet séu seld í bíla,þar sem þau sveiflast svo mikið og lemjast í toppinn eða boddýið og geta valdið skemmdum.
06.12.2004 at 08:58 #510320Sælir félagar,
Ég hélt að þeir sem notuðu kústsköft væru bara þeir sem eru með plasttopp á bílnum.
Elvar
06.12.2004 at 10:49 #510322Ég hefði haldið að það væri betra fyrir undirstöðuna – þ.e. þann hluta bílsins sem loftnetið er fest – að loftnetið sé sem mýkst.
Það kemur vindálag á lofnetið á ferð og eitthvað verður að taka við því álagi – ef að lofnetið er breiðara, eins og þessi kústsköft þá er álagið bara meira. Þau lofnet sem sveigjast ekki flytja álagið beint niður á undirstöðuna og því veður hún að vera mun sterkari fyrir vikið.
Mér hefur sýnst að menn séu allt of margir að setja loftnetin inn á miðja toppa á bílunum sínum – þetta er alls ekki góð staðsetning m.t.t. álags á bílinn – loftnetið vaggar til og frá og við það hreyfist blikkið í toppnum líka og smám saman kemur þreyta í málminn og hann springur með tilheyrandi lekavandamálum. Og ef menn setja þessi sveru, stífu loftnet beint á blikkið þá finnst mér líklegt að þetta gerist mun fyrr en ella.
Ég setti loftnetin þannig á bílinn hjá mér að loftnetsfæturnir koma á hliðina á toppnum – rétt neðan við beygjuna á toppnum. Þar er málmurinn sterkari en annarstaðar og loftnetið er í raun utan við bílinn og því litlar líkur á að það sláist í bílinn – ég er með VHF öðru meginn og NMT hinu meginn þannig að þau ná ekki heldur saman. Þetta hefur allavega aldrei slegist í eitt né neitt hjá mér.
Benni
06.12.2004 at 11:02 #510324Bestu skilyrðin fyrir loftnetið er að setja það á miðjan toppinn til að fá endurkastið af blikkinu. Ég leysti það með því að setja álplötu endir blikkið til að styrkja undirstöðuna en það er alveg spurning með VHF loftnet hvort að þörf sé á þessu auka endurkasti þar sem VHF eru nokkuð öflugar stöðvar.
kv. vals.
06.12.2004 at 11:04 #510326Í bílum með þak úr málmi, þá fæst best virkni fyrir loftnetið með því að hafa það inni á miðjum toppi, þetta á sérstaklega við um NMT og VHF loftnet þar sem bylgjulengdin er af sömu stærðargráðu og breidd bílsins. Ég hef alltaf fest NMT loftnet gegnum toppinn þar sem inniljósið er, þar er biti sem gefur góða festu. Ég vil að loftnetið sé sveiganlegt og bogni frekar en að brotna eða beygla toppinn á bílnum ef eitthvað rekst í það. Í raun er toppurinn á bílnum hluti af loftnetinu. Á báta eða bíla með plasttopp þarf að nota öðruvísi loftnet.
-Einar
06.12.2004 at 11:12 #510328Ég var með NMT loftnetið á miðjum bílnum, aftarlega – Síðan flutti ég það út á horn og ég hef ekki ennþá fundið neinn mun á drægni eða gæðum.
VHF loftnetið var á frambrettinu áður en ég flutti það og ég þykist finna nokkurn mun til batnaðar eftir að ég flutti það aftur á horn – en ég held þó að það sé fyrst og fermst vegna hæðarmunar.
En það er alveg rétt að virknin er best ef þetta er staðsett sem næst miðjum bíl – eða svo segja allir spekingarnir manni – en þá verður líka að styrkja málminn eða setja í gegnum bita.
Ég hef skoðað þennan frágang hjá nokkrum sem farið hafa á þekkt og viðurkennd radíóverkstæði og látið setja loftnet á miðjan topp – þeir setja engar styrkingar og því ljóst að á endanum brestur málmurinn og enn frekar ef loftnetið svignar ekkert.
Kveðja
Benni
06.12.2004 at 19:22 #510330
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þessi loftnet þurfa víst ekki jarðsamband eins og hin loftnetin. henntar betur fyrir þá sem eru með plasttopp. mér var tjáð þetta í radioþjónustu siggh
07.12.2004 at 20:03 #510332
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég var að spá í að fá mér svona loftnet og hringdi nokkur símtöl og kannaði þetta. Einn af þeim sem ég talaði við sér um rafmagn í bátum og tjáði mér það að loftnet sem hann mælir með fyrir jeppa eru 3dBd (desibil) sem átti að samsvara eins og venjulegt loftnet með 6 spólum. Venjulega er maður að nota tveggja spólu loftnet upp á hálendi. Veit ekki hvað þau eru í dBd. Þá get ég sett þetta beint á plasttoppinn. Eini gallin er að þau er 140cm á hæð.
16.12.2004 at 18:11 #510334Ég á eitt svona kústskaft sem ég nota ekki neitt, ef einhvarn vantar! Sendið mér bara póst erlingur@unak.is eða hringið 8648442
Kveðja E.Harðar
16.12.2004 at 18:12 #510336Þetta er auðvitað hið besta NMT loftnet sem virkar…
16.12.2004 at 20:06 #510338Sælir
Munurinn á fíber bátaloftneti og þessum venjulegu bíla stöngum liggur í svokölluðum D-pól, bílaloftnetin þurfa boddí bílsins fyrir D-pól, D-póllin er innbyggður í bátaloftnetin.
Ef notað er bílaloftnet þarf D-póll að vera minnst 30x30cm plata, ef stöngin er sett utarlega á topp eða bretti verður sending stöðvarinnar stefnuvirk, mesta útgeislunin verður þá þvert yfir toppinn eða húddið, þess vegna sækjast menn eftir því að hafa loftnetið á miðjum toppi.Ekki setja nein svona bílaloftnet á járnfestingu undir húddið, (þessir sem ekki vilja bora gat toppinn) kallar á miklar truflanir þegar húddið fer að skakast til og bjaga D-pólinn, annað! helst ekki staðsetja VHF bílaloftnet í lokið á álkassa á toppnum, ef þar er sett járnadrasl (verkfæri) er fjandinn laus, mikið af truflunum þegar verkfærin skrölta undir loftentsfætinum, og lokið missir jarðsamband við bílinn.
Bátaloftnetin eru gríðar sterk og þola milið álag, þola mikkla ísingu, þau má líka staðsetja hvar sem er á bílnum en best er að hafa þau á toppnum, ekki á frambretti.
Svo síðast en ekki síst þá er bátaloftnetið með allt VHF bandið, bílastöngina þarf að stytta svo hún passi sem best við þá tíðni sem maður vill hafa sem besta.
dB er mögnunin í loftnetinu, 0 dB engin mögnun, 3dB er þreföld og svo koll af kolli, 6dB er það mesta sem til er.
mbk. mundi
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.