Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Loftleysi hjá litlum jeppaköllum!!!
This topic contains 13 replies, has 1 voice, and was last updated by Einar Elí Magnússon 20 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
12.01.2005 at 09:23 #195224
AnonymousÉg flokkast undir þann hóp „jeppamanna“ sem aka stórum sliddujeppum. Hér er ein spurning til þeirra sem meira vit hafa á dekkjum en ég.
Nóg er til af upplýsingum á vefnum um eiginleika og reynslu þeirra sem eru að hleypa úr >35″ dekkjum, en aldrei er minnst á minni dekk. Getur einhver sagt mér hvort það sé ráðlegt að hleypa úr 32-33″ á möl og hversu langt niður ætti maður að fara. Ég veit að of lítið loft getur verið mjög skaðlegt, en gaman væri að heyra einhverjar reynslusögur áður en maður stútar sjálfur dekkjunum í einhverjum tilraunum.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
12.01.2005 at 09:33 #513272
Það fer algjörlega eftir þyngd bíls, hversu mikið er ráðlegt að hleypa úr dekkjum, hvort sem þau eru stór eða minni.
Í snjó er oft hleypt úr þangað til að það er vel sýnilegt að dekkið sé farið að bælast og fletjast út, á mjög léttum bíl er hægt að fara niður fyrir 3 psi á 31" dekkjum.Í sumarferðum grófum vegum fer ég oft niður í um það bil helming að þeim þrýstingi sem notaður er á malbiki. Þó er ekki ráðlegt að aka hratt langar vegalegndir með lítið loft í dekkjum því það veldur því að dekkin hitna sem getur m.a. orðið til þess að þau hvellspringa á ferð.
-Einar
12.01.2005 at 09:36 #513274
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég get nú ekki sagt að ég sé með mikið vit á þessu, en ég hef verið að minnka niður í c.a. 10-12 pund á c.a. 15-17.000 kílóa bílum á 33-35" sem ég hef verið á. Hefur ekki haft mikil áhrif á endingu í mínu tilfelli. Svo bara að passa sig er maður kemur aftur á malbikið….
12.01.2005 at 09:49 #513276
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Okey
Dekk hittna þegar viðnámið eykst. Þetta eru kunn sannindi og þarf alltaf að taka tillit til í sumarakstri.
Það sem við litlu jeppakarlarnir erum að leita að með því að hleypa úr dekkjum á Sprengisandi og öðrum leiðum, er náttúrulega það sama og 38" jeppamaðurinn, þ.e. að geta keyrt hratt á grófum vegi og þannig aukið míkt bílsins.
Ef ég losa helming af loftinu í mínum 32", en enda svo með því að komast aldrei yfir 40km hraða vegna þess ég á á hætta að það springi, er þá nokkuð vit í að vera lækka loftþrýstinginn. Væri ekki bara betra að fá mýkri fjöðrun.
Þegar menn tala um að keyra ekki hratt með lækkað loft, hvað er þá nákvæmlega verið að meina.
12.01.2005 at 10:06 #513278
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll
Þú þarft að prufa þig áfram hvað þú þarft að hleypa úr miðað við aðstæður. Á venjulegum grófum malarvegum þarf ekki að hleypa mikið úr en 13-15 pund ættu að duga á undir 2 tonna jeppa. Ef þú ert í hrauni er ekki gott að hleypa mikið úr til að eiga ekki á hættu að skera dekkin.
Þetta fer líka eftir felgubreiddinni. Dekk á breiðum felgum virðast síður krumpast svo að þá er óhætt að hleypa meira úr en ef þú ert með mjórri felgur.
Mundu líka að þeim mun meira sem þú hleypir úr þá eyðir bíllinn meira og þá er maður ekkert að hleypa meira úr en þarf til að aksturinn verði ánægjulegri, en helst aldrei minna en þarf til þess.
Það er gott líka af og til að þreifa á dekkjunum og kanna hvort þau séu heit en annars er bara að prufa.
Kv Isan
12.01.2005 at 10:27 #513280
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Siggi okkar Tæknó skrifaði fína grein um nákvæmlega þetta í tímaritið Útiveru, minnir að það blað hafi komið út í sumar.
Kv – Skúli
12.01.2005 at 10:48 #513282Ein góð ástæða til að hleypa úr er meira veggrip.
Dekkið fær lengri bana og því græði maður á að hleypa úr þó yfirferðar hraðinn aukist ekki. Þannig græðir þú aksturs örryggi.Sjálfur fer ég ekki niður fyrir 12 pund á möl hvort sem er á 38 eða 35" dekkjum. Maður þarf að alltaf að hafa vondu steinana í huga. En mér finnst muna helling á 15 og 12 pundum upp á mýkt á 35" dekkjum.
En eins og einhver tók fram hérna áður er að passa sig að hliðin á dekkinu standi ekki langt út fyrir því eykst hættan á því að skera hliðina á grjóti.
Kveðja Fastur
12.01.2005 at 10:56 #513284Jakob – ert þú ekki á Pajeró ? Ef svo er þarftu ekkert að vera að hleypa úr þessu, það er svo góð fjöðrun í þessum bílum…
En annars hef ég átt tvær Pæjur á 32" – aðra stutta og hina langa. (árg 94 0g 99)
Ég keyrði þessa bíla oftast bara í fullum þrýstingi á möl – stillti bara demparana á soft og hann leið yfir þetta.
En þegar ég hleypti úr þessum dekkjum þá fór ég í ca 15 – 17 pund á mölinni – þannig gat ég svínkeyrt án þess að dekkin hitnuðu.
Í snjó fór ég aldrei neðar en 5 pund – en það getur vel verið að hægt sé að fara neðar ef felgurnar halda vel.
Svo fór ég með Ecoline á 32" í ferðalag í sumar – hann var fínn á mölinni í 20 pundum, en neðar myndi ég ekki fara á svoleiðis hlunk.
Benni
12.01.2005 at 12:10 #513286Ég hef alltaf heirt um 31-32 tommuna að í miklum snjó ekki mikið neðar en 5pund, passa affelgunina.
12.01.2005 at 17:45 #513288Á þrjátíuogeinstommutvegjatonnasparifatalandbúnaðartækinu mínu hef ég farið í u.þ.b. 15 pund á verstu vegum. Fari maður mikið yfir 80 á slíkum vegum þarf maður hvort eð er ekki að hafa áhyggjur af hita í dekkjum, affelgun eða öðru, bara hvort maður eigi fyrir útförinni.
Á skárri vegum hafa tuttugu pundin verið ágæt.
Þess ber þó að geta að fjöðrunin í þessum bílum hefur þótt vera ágætlega mjúk.
kv.
Þorsteinn Þ.
12.01.2005 at 19:54 #513290á súkkunni minni er ég að hleypa niður í 12-15 pund á malarvegum.
Hef enn ekki hleypt neðar en 6 pund í snjó vegna loftleysis þegar ég er kominn úr snjónum
bíllinn er á 33"
13.01.2005 at 08:42 #513292Prófið að pota með hörðu áhaldi, t.d. skrúfjárni, í annarsvegar höfuðkúpuna og hinsvegar í svera bjórvömbina á ykkur. Á hvorum staðnum eru meiri líkur á því að skinnið spretti?
Nákvæmlega það sama á við um dekk, ef það potast í það oddhvass steinn eru í raun meiri líkur á því að komi gat ef loftið heldur á móti heldur en þegar dekkið getur gefið eftir. Þetta á þó aðeins við að ákveðnu marki, ef of lítið loft er í dekkinu getur það lagst saman við felgubrún ef of greitt er ekið og höggið verður of mikið.
13.01.2005 at 13:08 #513294Þegar ég var á 33" þá hleipti ég úr svona niður í 8" á grófum malarvegum en þá miðaði ég við að vera ekkert að keira hraðar en 50-60 km. Á 38" tommunni hleipi ég hiklaust niður í 10-12 pund á malarvegum og keiri á þessu uppí svona 70-80 km hraða. Fór til dæmis í fjögurra daga ferð um vestfirðina síðastliðið suma og hleipti niður í 12 pund við Brú í Hrútafirði áður en ég lagði af stað. Bara tóm hamingja öll ferðin.
kv ice
13.01.2005 at 23:58 #513296Þetta með höfuðkúpuna og bjórvömbina er reyndar alveg rökrétt pæling, en það er náttúrlega ekki þrýstingurinn sem gerir það að verkum að "linum" dekkjum er hættara við að eyðileggjast á grjóti eða í hrauni. Það sem munar um er að hliðarnar á dekkinu fara að bungast út fyrir barðann og eru því í meiri hættu á að komast í snertingu við yfirborð jarðar en ella. Á meðan ekið er á barðanum sjálfum (á heillegum dekkjum) eru menn nokkuð "save" en hliðarnar á dekkjunum eru nú yfirleitt ekki hannaðar til að ekið sé á þeim.
kv.
Einar Elí
(sem fór upp Snæfellsjökul á 33" Cherokee í fimm pundum hérna um árið… og átti nóg eftir.)
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
