This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Árni Þór Ómarsson 19 years, 1 month ago.
-
Topic
-
Daginn félagar
Mig langar að miða rinslu minni með ykkur ég var að hjálpa kalinum (föðurminn) að koma upp lokuðu loftkerfi í bílinn hjá sér. Hann var með AC dælu og hraðtengi eins og margur annar. En langaði að gera meir. Við fórum í barka og fengum okkur það loft efni sem til þurfi slatti af slongum, nipplum og ýmislegt annað. Ákveðið var að hafa pressustat og jólatréð (jólatré=álkubbur sem ARB lokar 0ryggisventill og þau tengi sem liggja í kút,dælu og hraðtengi kemur í) inni í bíl á bak við aftursæti
kosturin við þetta er að þessi búnaður verður ekki fyrir tæringu og drullu þarna inni en ókosturinn er þau hljóð sem búnaðurinn gefur frá sér,(verður svo hver að meta) hvað um það settur var 15L kútur undir bíl sett var raka og smurglas við AC dæluna og hraðtengi komið fyrir. Settur var rofi í mælaborðið til að gefa AC straum einnig var sett gaumljós sem logar þegar AC dælan er að vinna.
Það ljós logar þegar dælan er í gangi og ef ljósið logar meir en eðlilegt er er gerfið að leka og kemur frekar í veg fyrri að AC dælan eiðileggist.
Hraðtengið var sett að aftan.
15L kútur nær að taka 38″ frá 0 bar í 7 bar (sem er slatti mikið af lofti).
Kosturinn við þetta kerfi er að þegar þrýstingurinn fellur við 6.5 eða 7 bar fer AC dælan í gang og ef verið er að dæla í dekk frá 3 bar í 6 bar tekur það mjög stutta stund og meðan verið er að labba á næsta dekk purrar dælan í kútinn og hann er fullur þegar þangað er komið og svo koll af kolli.
Næsti kostur er loftlásar meðal loftlás (ARB) þarf 3 til 4 bar til að fara á og heldur sé inni að 2 börum.
ef kúturinn er fullur hægt taka lásana af og á 20 til 40 sinnum. Þetta er kostur ef td AC dælan bilar það er hægt að nota lásanna áfram.
Einig er hægt að fá loft hjá félugunum á kútinn þú AC dælan sé ekki virk.Næst mál er loft lásar
Karlinn varð sér út um rafmagnslás sem var með bilaðan rafmagns búnaðinn, hann lét smíða loft tjakk í staðinn fyrir rafmagns búnaðinn.
En fékk sér ARB lás að framann.
Þeir sem þekkja ARB vita að það kemur ekkert ljós sem lætur vita að lásinn hefur náð að læsa sér.
Enda gerist þess valla þorf þar sem ARB dettur á mjög aðveldlega.
En að aftan er Rafmagns/loft lásinn min tregari til að læsa sér en hann er með rofa sem gefur til kinna þegar hann er læstur.
Mæli ég ekki með þessum búnaði að framan þar sem auðvelt þarf að vera að setja lásinn á og taka hann af.Ég vona að þetta röfl mitt geti hjálpað einhverjum
kv Árni
You must be logged in to reply to this topic.