Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Loftlæsing í Pajero/Montero/Shogun
This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Lárus Elíasson 20 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
13.12.2004 at 16:13 #195042
Sá í Four Wheeler að ARB er farið að framleiða loftlæsingu í framdrifið á þessum bílum. Er þar bæði um að ræða þessa venjulega og Port – týpuna. Minnir að þeir kalli þetta LM 110 eða eitthvað í þá áttina.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
13.12.2004 at 16:14 #510966
Þetta átti náttúrulega að vera Pajero Sport
13.12.2004 at 18:09 #510968Einhvernvegin minnir mig að þessi læsing hafi bara verið fyrir stærra framdrifið.
13.12.2004 at 21:43 #510970Það eru til fínar loftlæsingar í þessa bíla – Algrip – Íslensk framleiðsla sem er nú þegar búin að sanna sig í Pajeró bílum.
Ég er með svona læsingu hjá mér og hún bara virkar ! Þannig að það er engin ástæða til að vera að eltast við ARB þegar hægt er að fá íslenska topp framleiðslu.
Benni
14.12.2004 at 06:53 #510972Varðandi ábendingu Stebba langar mig að spyrja hann hvort það sé mögulegt að í USA séu Sportararnir bara seldir með 8 1/2" drifinu? Þeir virtust ekki gera ráð fyrir því í frétt FW að neinar undantekningar væru á þessu. En hvað varðar íslensku læsingarnar, þá vissi ég nú reyndar ekki að þær væru til, hitt er annað mál að ef þær eru sambærilegar að gæðum og í verði og ARB þá skoða menn þær náttúrulega á sanngirnisgrundvelli, hinsvegar kaupi ég ekki neitt endilega vegna þess að það sé íslensk framleiðsla. Það þarf að vera samkeppnishæft.
14.12.2004 at 07:59 #510974
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Eftirfarandi setti ég hér á spjallið fyrir nokkru ef þær upplýsingar hjálpa eitthvað.
Loftlæsingar fyrir Pajero
Sent inn 31.8.2004 13:45:53Af http://www.arbusa.com vefnum má sjá að í boði eru fjórar gerðir af loftlæsingum í Mitsubishi Pajero, (Montero, Raider), en þær eru RD05, RD25, RD46 og RD110. Svo er bara að finna út hvort eitthvað passar. Sjá nánar hér fyrir neðan sem tekið er af http://www.arbusa.com.
—————————————————————————————
Front 1991-on , IFS 28 spline, 28 shaft spline, all ratio, RD110***Rear 1983-86 ,Small* differential 30.5 (1.20") shaft dia, 28 shaft spline, all ratio, RD05
Rear 1987-95 ,Large** differential, disc brake, 30.5 (1.20") shaft dia, 28 shaft spline, all ratio, RD25****
Rear ,Large** differential, drum brake, 30.5 (1.20") shaft dia, 28 shaft spline, all ratio, RD46****
*Small differential has a crown wheel spigot diameter of 124mm.
**Large differential has a crown wheel spigot diameter of 145mm.
***Will not fit Pajero/Montero 3000cc automatic)
****Will not fit turbo diesel with intercooler or 3500cc petrol vehicles.
—————————————————————————————ÓE
14.12.2004 at 08:02 #510976"***Will not fit Pajero/Montero 3000cc automatic)
"V6 3000 automatic er með 7.25" framdrifi eins og 2.5TDI beinskiptur. Semsagt bara til í stóra framdrifið.
14.12.2004 at 08:05 #510978Gleymdi að minnast á það Ólsari að þú getur notað þessa læsingu við 2.8 TDI því að hann er með stærra drifið að framan og aftan.
14.12.2004 at 09:22 #510980Sælir
Þegar ég lét setja lásinn í minn bíl (fyir 2 mán) þá byrjaði ég á að biðja þá í Bílabúð Benna að leita að lás í þennan bíl hjá ARB og þá kom ekkert út úr því – kannski er þetta fáanlegt núna.
Hins vegar er ég viss um að íslensku lásarnir séu sambærilegir að gæðum – að mínu mati eru þeir sennilega betri (sterkari) – Hvað samkeppnishæfni í verðum varðar veit ég ekki um þar sem að ég veit ekki hvað ARB lás myndi kosta. En mér fannst þessi íslenski alls ekki dýr miðað við það sem maður hafði heyrt um aðrar bíltegundir°.
Kveðja
Benni
14.12.2004 at 13:33 #510982Þakka ykkur fyrir upplýsingarnar Stebbi, og hmm. Ef maður skyldi nú leggja í fjárfestinguna í gamla Grána, þá er gott að hafa þetta í huga. Ég hef reynslu af ARB læsingunum og þá hafði maður ekkert annað við að miða sem var læst með lofti. Mér líkaði hinsvegar ágætlega við ARB þannig lagað séð, allavega dugðu þær mér ágætlega að því frátöldu, að plastslöngurnar bláu, sem fylgdu original, vildu láta undan ef maður lenti í krapafæri, sem maður kemst jú aldrei hjá ef maður ætlar að vera í þessu á annað borð. Ég skipti því um á sínum tíma og setti búta af gasslöngum þarna næst drifunum og upp í grind. Það virtist virka ágætlega. hmm – ekki myndirðu vera svo vænn að senda mér e:mail á thorkellg@hotmail.com um hvað framdrifslæsingin frá Algrip kostaði.
kv. Þorkell G.
14.12.2004 at 13:43 #510984Ræddu allavega við Aron í Jeppaþjónustunni (sem nú er runnin saman við ???) og Algrip.
Er með loftlás að framan frá þeim sem reyndar er drfinn með sama mekanisma og driflokurnar í framdrifinu (rafmagn + eigið loftkerfi úr Galloper/pajero) virkar fínt! Er eins og OEM ekkert skrítið mix.
l.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.