This topic contains 7 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðmundur 20 years, 3 months ago.
-
Topic
-
Sælir,
Mér var seldur bíllinn með loftlæsingu að aftan, en er að spá í ýmsu varðandi hana. Viðkomandi þurfti að skipta um hásinguna að aftan og átti að vera í henni loftlæsing.
Þegar ég fæ bílinn átti eftir að tengja loft inn á hana og loka, ég er núna búinn að þessu.
Ég tek þó eftir því að það lekur loft út um öndunarslönguna þegar ég set þrýsting á læsinguna. Ég hef ekki opnað drifið til að skoða þetta. En ef það er læsing í því, ætti þá þetta flæða í gegn ?
Ég hef ekki getað prófað læsinguna neitt til að sjá þetta.
Endilega segið mér hvernig þetta ætti að vera, verð amk að rannsaka þetta eitthvað.
Annað sem ég tók eftir, er að það er blaut drifkúlan að framan, þe smurolía neðan á henni og lekur væntanlega af drifinu, er þetta ekki einhver pakkning þar sem drifskaftið stendur út úr drifinu sem þarf að skipta um ?
Þriðja mál
Ég er núna að fara að skipta um vatnskassa hjá mér, og hef fengið þá hugmynd að skipta út viftunni í leiðinni. Þe fá rafmagnsviftu til að losa smá verk af vélinni. Á einhver viftu sem gæti passað ? (22RE)
Síðan þarf ég bara að tengja þetta við thermostat og relay.
You must be logged in to reply to this topic.