Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › loftkútar
This topic contains 13 replies, has 1 voice, and was last updated by Birkir Jónsson 22 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
14.02.2002 at 23:04 #191333
AnonymousGetur einhver sagt mer hvað þessir loftkútar duga, hversu oft er hægt að dæla á dekkin með þeim?
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
14.02.2002 at 23:44 #459110
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það fer allt eftir stærð og þrýstigetu.
er ekki með neinar nákvæmar tölur, en 300L kútur með þrýstilofti ætti að geta skotið 44" gangi úr 5psi í 20psi, svona kúta er kanski hægt að fá hjá slökkviliðinu ef þeir eru að fara að endurnýja sína.
svipaður kolsýrukútur ætti að vera með 4x meiri magn, en það er er næstum 5x dýrara að fylla á þá
kolsýra = 4000 kall
þrýstiloft = 700 kall
15.02.2002 at 00:01 #459112Heyrði einhverstaðar að kolsýra færi illa með dekk, hafi ekki góð áhrif á gúmíið. Er þetta satt?
15.02.2002 at 13:24 #459114Sæll Stebbi.
Ég held að þetta séu tómar kerlingabækur, a.m.k. hef ég notað kosýru til fjölda ára án þess að verða vitni að því að það útaf fyrir sit fari illa með gúmíið.
Ferðakveðja,
BÞV
15.02.2002 at 14:00 #459116
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
ég vill heldur nota loft en kolsýru vegna þess að það er rétt að kolsýran eyðir upp dekkin að innan ef menn skipta þessu ekki út fyrir loft eftir að heim er komið, svo er hún líka þyngri en loft og sest í bottnin á dekkinu þannig að þegar menn leggja af stað eftir að bíllinn er búin að standa með sýruna í dekkjunum þá hoppar hann allur og skelfur, það er eins og gefur að skilja ekki mjög gott, t.d. misslittna dekkin og stýrisendar, legur, krossar, hjoruliðir o.fl. slittna meira en eðlilegt telst.
15.02.2002 at 21:40 #459118
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
‘Eg verð að vera sammála BÞV, ég er búinn að nota kolsýru í mörg ár og sé enginn vandamál við það og er ekki sammála um að bíllinn hoppi eða skjálfi eftir nóttina eða ef að bíllinn stendur e.h. ‘Eg hef því miður ekki haft tök á að fá mér öfluga loftdælu í bílinn (bara aumingja fyrir læsinguna(hún var í bílnum)) og hef því engöngu notað kolsýru nema e.h. annar hafi verið með dælu, plús að það er svo djöf…. þægilegt að sprengja dekk á eftir affelgun með þessu, ég hef ekki séð neinar skemmdir innan á dekkjum eftir þetta og sé því enga ástæðu fyrir að hætta að nota þetta, fæ að vísu kolsýru fyrir lítið sem ekki neitt og ætla mér að nota þetta áfram
Með kærri kveðju
15.02.2002 at 21:48 #459120Sæll Finnur.
Þetta eru merkileg tíðindi, en þó ekki ný í mín eyru. Mér leikur forvitni að vita hvernig þetta hættulega efni fer með dekkin þín. Leka þau niður sem smér eða verða hörð og springa, eða eyðast þau bara upp þannig að það kemur á þau stórt gat???
Ég hef nefninlega oft velt því fyrir mér hvaða skelfing það er sem heltekur menn ef þeir aka með þessa lofttegund í dekkjunum sínum… aldrei verð ég var við neitt því líkt sem þú ert að lýsa. Það að CO2 sé "sýra" er eitthvað sem ég vissi ekki heldur… enda mundi ég aldrei setja sýru í dekkin mín og ráðlegg engum að gera það.
Hins vegar hef ég orðið var við að olíublandað loft eins og flestar Aircondition dælur senda frá sér (nema að menn hafi lagt í þeim mun fullkomnari hreinsibúnað), stórskaða gúmíið, gerir það að hálfgerðri drullu á yfirborðinu, þannig að mjög erfitt getur orðið að fá tappa til að tolla í götum.
Vonandi er ekki allt loft búið úr þessari umræðu…
Ferðakveðja,
BÞV
15.02.2002 at 22:29 #459122Sæll HalliÞór.
Ég reyndar gleymdi einu áðan. Ef menn eru með CO2 kúta, þá þarf að ganga vel frá þeim (festa þá niður í bílana). Þessu komst ég að þegar ég hvolfdi bílnum (endastunga og 5 veltur) inn við Setur 1997. Við félagi minn sluppum sem betur fer við alvarleg meiðsli, en kúturinn þeyttist 10-15 metra út um hliðarrúðuna í síðustu veltunni (þakka fyrir að fá hann ekki í hausinn;).
Ferðakveðja,
BÞV
15.02.2002 at 22:48 #459124Mig minnir að ég hafi getað blásið í ca 16 38" (fjóra ganga) dekk með þessum normal kút sem ég fékk hjá AGA-isaga. Ef ég man rétt var ársleiga fyrir hylkið ca 6000kr og hver fylling kostaði ca 800-900kr svoleiðis að þetta borgar sig ekki fyrir fólk sem er mikið á ferðini og svo tæmast hylkin þegar síst skyldi og maður þarf mikið á lofti að halda. Ég mæli heinsvegar með rafmagnsloftdælum og þá Fini dæluni sem ber höfuð og herðar yfir aðrar dælur hvað varðar afköst, (173 lit pr min) gæði og verð (ca 45-50000þús)….
Hlynur R2208
15.02.2002 at 22:53 #459126Sælir.
Það er hiklaust hægt að mæla með kolsýrunni. Þetta er bara fljótandi lofttegund í kútnum og dekkið verður svolítið kalt í fyrstu en kosturinn við kolsýrukútana er að magnið sem geymist í þeim er svo gríðarlegt. Ef menn vilja þá geta þeir hleypt úr á einhverri bensínstöðinni og sett venjulegt loft í staðinn en í því lofti er raki sem ekki er í colsýrunni.
kv ice.
15.02.2002 at 23:21 #459128
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Er nýbúinn að fylla á kút hjá mér og verðin eru eftirfarandi hjá ÍSAGA:
Ársleiga á kút 8000.-
Áfylling 1300.-Hilsen
Foxtrot
15.02.2002 at 23:26 #459130Sæl/sæll Foxtrot.
Af hverju vilt þú ekki leyfa okkur að vita hver þú ert?
Endilega kláraðu skráninguna þína.
Ferðakveðja,
BÞV
18.02.2002 at 15:00 #459132
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir, var í ferð um helgina þannig að gat ekki svarað.
En það má vera að kolsýran skemmi ekki dekki bara einn tveir og þrír og svo er soldið þykkara gúmmíið í 38" en 44", en ég er með mesta reynslu af 44" DC og gúmmíið í bananum í þeim er frekar þunnt, ég hef lent í því að dekkin fóru að leka þar, og höldum við að það hafa verið vegna mikillar kolsýrunotkunar vegna þess að við vitum um fleiri sem áttu eins dekk, jafn gömul á sama tíma en notuðu frekar loft en hitt en lentu ekki í neinu veseni.
Svo vita allir að kolsýran er þyngri en loft og sest í dekkin þanig að ef bíllin stendur í e-h tíma með þetta í dekkjunum þá hoppar hann fyrst efir að maður byrjar að keyra.
En í síðustu grein minni á þessum þræði skrifaði ég "sýra" en það var nú bara vegna þess að ég nenti ekki að skrifa "kolsýra" en passaði mig á því hér.
21.02.2002 at 10:56 #459134Ég hef verið á ferðalögum sem hafa gengið ílla (vægast sagt)
mikið um affelganir, klemmd dekk, leka og önnur skemmtileg heit.
Vorum með bæði kolsýru og aircond. Dælu mjög gott að hafa bæði en það eru endalausar byrgðir af lofti í dælunni (svo lengi sem hún bilar ekki) og með loft kút er hægt að nota hana til að skjóta upp á dekki með léttum leik.
Hef verið í ferð þar sem menn voru búnir að klára kolsýruna vegna vandræði.
Þannig að hafa bæði borgar sig.Kveðja
Fastur og Loftlaus
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.