FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Loftintak inn í bíl

by

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Loftintak inn í bíl

This topic contains 15 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Stefán Stefánsson Stefán Stefánsson 22 years, 12 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 16.05.2002 at 13:45 #191517
    Profile photo of
    Anonymous

    Hvernig hafa menn gengið frá loftinntökum þegar þau eru tekin inn í bíl. Eru ekki einhverjir sem hafa gengið þannig frá að þeir geti víxlað loftinntakinu á milli vélarrúmsins og hússins, innan úr bíl?

    Ennfremur hef ég heyrt skiptar skoðanir á snorkelum… góð/slæm?

  • Creator
    Topic
Viewing 15 replies - 1 through 15 (of 15 total)
  • Author
    Replies
  • 16.05.2002 at 15:03 #461162
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    tel það nánast ógerlegt að víxla innan úr bíl vegna erfiðleika á þéttingu þar sem um vakum álag er að ræða búinnað leita að lausn í 10ár og virðast lausnirnar vera vitlausari eftir því sem mennirnir eru ánægðari með þær





    17.05.2002 at 01:55 #461164
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Hversu viðkvæmir eru bílar almennt fyrir þessu? Nú veit ég t.d. að loftinntakið á LC90 er yfir dekkinu. Hafa menn lent í vandræðum útaf þessu?





    17.05.2002 at 07:54 #461166
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Það er ekki óalgengt að lofthreinsarar á barbí krúserum fyllist a snjó í skafrrenningi, t.d. þegar vindur stendur á hægri hliðina á bílnum.





    17.05.2002 at 09:12 #461168
    Profile photo of Björn Þorri Viktorsson
    Björn Þorri Viktorsson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 1380

    Sælir.

    Hef ekið svona barbídós í fjóra vetur og hef aldrei opnað lofthreinsarann á fjöllum. Þetta er því ekki "algengt vandamál" á LC 90, a.m.k. kannast ég ekki við það.

    Ferðakveðja,

    BÞV





    17.05.2002 at 09:45 #461170
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Flestir nýlegir jeppar eru með loftinntakið inní bretti eða á bak við framljós.
    Á hverju ári lenda þónokkuð margir í því að fá vatn inn á lofthreinsarann og jafnvel inní vél. Kannski ekki alslæmt ef þú ert á bensínbíl en mun verra ef þú ert með dísel. Tala nú ekki um ef um straumharða á er líka að ræða.





    17.05.2002 at 11:17 #461172
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    það er sjálfsagt afstætt hvaða skilning menn leggja í að eitthvað sé algengt. Á þeim rúma áratug sem ég hef verið að þvælast um fjöll að vetri til, man ég tvisvar til þett að félagar mínir hafi lent í gangtruflunum vegna lofthreinsara. Í bæði skiftin var um að ræða LC-90.

    Mér fannst það líka skrítið að í umfjöllun um kvennaferð í vor þóttu það smámunir þó eitt eða tvö drif brotnuðu.
    (https://old.f4x4.is/tilkynningar/index.asp?ID=240)

    Kannske er standardinn hjá barbí eigendum annar en hjá okkur hinum í þessum efnum.





    17.05.2002 at 18:11 #461174
    Profile photo of Björn Þorri Viktorsson
    Björn Þorri Viktorsson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 1380

    Blessaður eik.

    Ég man eftir að hafa einu sinni séð mann berja úr loftsíu á Barbí, en ég hef enga tölu á því hve oft ég hef keyrt fram á Ameríkukallana "ykkur hina" með brotið þetta og hitt, s.s. öxla hjöruliði, eða bara Amerískt járn sem neitar alfarið að fara í gang… Nú það er svo sem ekki óþekkt að USA drifin brotni, enda ku þau nú flest vera framleidd þar í landi…

    Tvö brotin drif þótti mér hreinir smámunir miðað við aðstæðurnar sem þessar vösku konur í kvennaferðinni kláruðu sig af, enda var nánast einungis um japanskt gæðajárn að ræða sem kláraði þann túr. Ef ég man rétt, þá neitaði Ameríkufatið að fara í framdrifið og var skilið eftir við fyrsta pitt.

    Hef aldrei heyrt um svoleiðis vandræði í Barbí…

    BÞV





    17.05.2002 at 21:14 #461176
    Profile photo of Freyr Þórsson
    Freyr Þórsson
    Participant
    • Umræður: 117
    • Svör: 1683

    Pabbi á LandCruiser 2, millilangan með plasttopp árg. ’89.

    Lofthreinsarinn í jeppanum er ofarlega í húddinu. Áður var stokkur sem leiddi loftinntakið í annað frambrettið en stokkurinn var rifinn úr fyrir mörgum árum svo inntakið er nálægt hvalbaknum. Síðan var gert gat á hvalbakinn fyrir ofan fætur farþega. Eftir þessar smábreytingar er hægt að setja barka á milli lofthreinsara og gatsins á hvalbaknum. Það þýðir að til að vélin taki inn á sig vatn þarf jeppinn að vera hálffullur af vatni.

    Þessi breyting hefur reynst vel og ekki skemmir fyrir að hún var mjög auðveld í framkvæmd.

    Ég hef enga reynslu af snorkelum en ég sé ekkert sem ætti að vera að þeim.

    Freyr





    18.05.2002 at 14:12 #461178
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Sæll Þorri!

    Ef þú værir eins fróður og þú telur þig vera þá myndir þú líka vita það að það er ekkert til sem heitir JAPANSKT stál….Það er allt influtt þar sem að það er ekki til í japan.

    Stór hluti af því stáli sem flutt er inn til Japans kemur einmitt frá AMERÍKU….Þannig að stór hluti af þessu JAPANSKA gæða stáli er AMERÍSKT….Svo einfalt getur verið að mála sig útí horn.

    Ætli þetta sé ekki ein af ástæðunum sem japanskir bílar eru með svona þunnt járn….til að minnka innflutninginn..*hehe*…

    Jæja hvað um það…vildi bara koma þessu á framfæri…til að taka af allan misskilning.

    kv
    Snake





    21.05.2002 at 14:51 #461180
    Profile photo of Birkir Jónsson
    Birkir Jónsson
    Participant
    • Umræður: 88
    • Svör: 1596

    Er á Wrangler..

    Loftinntakið er orginal við vinstra framljósið.
    Færði það aftast í húddí með því að setja breyðann
    plastbarka efst aftast í húddið. Einnig með barka
    sem kemur því inn í húsið á bílnum. Hef oft skellt bílnum
    á kaf uppfyrir húdd og ekkert vatn lekið inn og engin
    gang vandræði.

    En vélarhljóðið inni í bílnum eykst aðeins við að opna
    á milli.

    Hef heyrt um og séð mikið af jeppum stopp við littlar
    ár eins og Landamannalaugum vegna þess að
    vatn gusaðist í loftinntakið sem er ekkert annað en skammarlegt.

    Í mínum augum er að taka loftinntakið inn í húsi eins og að setja á sig gott dömubindi… Mikil öryggis tilfinning.

    En grundvallaratriði að færa það aftur í húddið. Hitt er bara plús.

    Hef hvorki heyrt góða né vonda hluti um snorkel.

    Kveðja Fastur





    21.05.2002 at 15:47 #461182
    Profile photo of Freyr Þórsson
    Freyr Þórsson
    Participant
    • Umræður: 117
    • Svör: 1683

    Það er rétt hjá föstum að hávaðin eykst töluvert. Pabbi er á dísiljeppa, gæti trúað að hávaðaaukningin inn í jeppa væri meiri í dísel en bensín.

    Freyr





    21.05.2002 at 18:46 #461184
    Profile photo of Stefán Stefánsson
    Stefán Stefánsson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 2647

    Ég sé það að fastur er kominn í beinan karllegg við Ísleif í Mótor.

    Annars……………..

    Ég er með hilux.

    Dísel.

    Læstur að aftan með loftinntak inn í bíl.

    Það er ekkert eins pirrandi að fá vatn inná vélina, þannig að notað var 3,5" plaströr í hvalbakinn.
    Mikið kítti.

    3,5" hné sem fæst í öllum helstu byggingavöruverslunum ásamt barkadruslu sem tengist loftsíuboxinu með öðrum 3,5" plaströrsbút.

    Og meira kítti.

    Sem er gott.

    En bílnum. Hiluxinum. Finst vatnið gott, og er búinn að drekka marga lítra bæði úr krossá og öðrum sprænum. Og líkar bara vel. Sem er gott.

    Bestur var hann þó þegar hann hreinsaði rykið úr loftsíunni með Jökullóninu á leið í Þórsmörk á 70km/h í neðra vaði.

    Sem er ekki sniðugt á svona bíl.

    En samt.

    Kom flottur uppúr með beygluð frambretti og brotið ljós.

    Sem er gott.

    Hávaðavandamálið var leyst á sniðugan máta.

    Standard heyrnahlífar sem er hægt að nálgast við flestar nýbyggingar, appelsínugular að lit. Svo maður sjáist. Sem er gott.

    En svona í lokin.

    Ef þú átt hilux.

    Dísel.

    Og ert að spá í loftinntakinu.

    Þá er þetta auðvelt.

    Ódýrt.

    Og virkar.

    Sem er GOTT.





    21.05.2002 at 19:45 #461186
    Profile photo of Stefán Stefánsson
    Stefán Stefánsson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 2647

    Vill benda mönnum á það að Ísleifur er með frábærar upptökur á netinu og er hægt að finna þær á:

    http://www.nulleinn.is/mp3/motor.mp3

    Og

    http://www.nulleinn.is/mp3/motor2.mp3

    Sú seinni er ekki við hæfi barna.





    21.05.2002 at 22:35 #461188
    Profile photo of Freyr Þórsson
    Freyr Þórsson
    Participant
    • Umræður: 117
    • Svör: 1683

    Stebbi: Eru upptökurnar bara hljóð? ég reyndi að opna þetta en það var engin mynd, bara hljóð.

    Freyr





    22.05.2002 at 16:28 #461190
    Profile photo of Stefán Stefánsson
    Stefán Stefánsson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 2647

    Já þetta er bara hljóð (mp3) en þetta er andskotanum fyndnara.





  • Author
    Replies
Viewing 15 replies - 1 through 15 (of 15 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.