This topic contains 2 replies, has 1 voice, and was last updated by Freyr Þórsson 22 years, 3 months ago.
-
Topic
-
Sælir félgar. Mig langar að spyrja að einu sem ég veit að sumir snillingarnir hér vita. Ég fékk mér nýja loftsíu, svona k&n síu, eins og svo margir hafa gert. Ég var að spá í því hvort það skipti máli hvar hún sé staðsett. Orginal dregur vélin loftið inn við hægra ljósið og þar af leiðandi eins kalt loft og hægt er. En ég setti þessa síu bara ofan í húddið sjálft. Þar af leiðandi er loftið þar nokkuð mörgum gráðum heitara heldur en fyrir utan. Ég er með Intercooler sem kælir nátturulega loftið niður áður en það fer inn á vél. En er betra fyrir mig að hafa þetta eins og það er orginal? Verður þá ekki loftið alltaf kaldara þegar það fer inná vél? Eða skiptir þetta kannski eingu máli? Ég breytti þessu vegna þess að það tók svo mikið plás að hafa þetta orginal dót. Svo er ég líka spá í einu. Ef þú ert að keyra í -10c kulda og þú ert ekki með intercooler, hefur þá intercooler eitthvað að segja? Hann kælir ekki loftið meira er það er fyrir? Loftið ér jafnvel kaldar án intercooler þá? Kannski eru þetta bara kjánalegar spurningar en svona er þetta, ég ekki sérfræðingur í þessu véla dóti. En hef rosalega gaman af því spá í þessu.
Kv,
heijo
You must be logged in to reply to this topic.