FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Loftinntak á vél

by Bjarki Viðarsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Loftinntak á vél

This topic contains 6 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Stefán Stefánsson Stefán Stefánsson 19 years, 3 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 30.01.2006 at 23:59 #197200
    Profile photo of Bjarki Viðarsson
    Bjarki Viðarsson
    Participant

    Sælir
    Loftinntakið á bílnum hjá mér er í brettinu eins og hjá fleirum. Ef ég breyti inntakinu þannig að loftið sé tekið úr húddinu til að búa til pláss, hverju er ég að tapa? Missir vélin afl, fæ ég meira af ryki og drullu í loftsíuna, hefur þetta áhrif á eyðslu? Er ég betur eða verr staddur í vatnssulli?
    Kveðja
    Bjarki

  • Creator
    Topic
Viewing 6 replies - 1 through 6 (of 6 total)
  • Author
    Replies
  • 31.01.2006 at 00:06 #540840
    Profile photo of Stefán Stefánsson
    Stefán Stefánsson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 2647

    Veit ekki til þess að nokkur hérna hafi fundið einhverja galla á þessu. Þú græðir aðalega það að vatnið er lengur að komast að loftinntakinu.
    Algengt er að leggja loftinntakið upp að hvalbak sama hvort það er farið í gegn eða ekki til þess að hafa rörið á hæðsta mögulega stað í húddinu.





    31.01.2006 at 09:45 #540842
    Profile photo of Arnþór Þórðarson
    Arnþór Þórðarson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 83

    Vandinn er að maður veit aldrei fyrir víst hver vatnsstaðan er frammi í húddi. Etv. er athugandi er að leggja sérstaka aukaloftlögn inn í farþegarýmið og hafa svo skiptara frammi við vél. Áður en farið er útí er þá skipt á "inniloft" og skrúfuð niður hliðarrúðan. Ég vissi um mann sem lagði svona aukaloftlögn gengum hvalbakinn og ínn í hanskahólfið. Þegar á þurfti að halda tæmdi hann hólfið og dró niður hliðarrúðuna. Síðan gat hann ekið í vatni áhyggjulaus svo lengi sem ekki var komið vatn upp í hanskahólfið. Til að einfalda málið var þessi aukalögn leidd beint að vél, framhjá lofthreinsara, sem aftur leyfði að hún væri mun grennri en ella. Arnþór





    31.01.2006 at 18:43 #540844
    Profile photo of Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Member
    • Umræður: 78
    • Svör: 2584

    Já, eins og Arnþór kemur inn á, þá hafa menn prófað ýmislegt í þessum efnum. Maður hefur bæði séð og heyrt af fjölda útfærslna á þessu fyrirkomulagi, að taka loftið inni í bílnum þegar ekið er út í vatn. En varðandi það sem talað var um í upphafspistli þessa þráðar, þá hefur þetta fyrirkomulag sem er á mörgum bílum, að taka loftið inni í öðru hvoru frambrettinu, í mörgum tilvikum orðið til þess að menn hafa stórskemmt eða eyðilagt bílvélar í vatni, sérstaklega straumvatni. Í sumum bílum þekkist meira að segja að loftið inn á lofthreinsarann sé tekið framan við vatnskassa og það held ég flestir séu sammála um að sé afleitt. Best er náttúrulega "snorkel" eins og er t.d. á sumum LandRover bílum og Freysi var með á gamla Jökla-Grána og fleiri og fleiri. En til þess að svona framlengingar á loftinntaki sé ekki að veita mönnum ímyndað öryggi, þarf auðvitað að gæta þess að öll þessi röralögn sé þétt og ekkert fari inn nema þar sem það á að fara inn. Loftinntaksrör sem lekur þegar það er komið ofan í vatn, er gagnslaust þótt efsti hlutinn sé langt ofan vatnsborðs.





    31.01.2006 at 19:08 #540846
    Profile photo of Ólafur Ingi Þórarinsson
    Ólafur Ingi Þórarinsson
    Member
    • Umræður: 4
    • Svör: 58

    er það best að hafa loftið sem kaldast!





    31.01.2006 at 20:45 #540848
    Profile photo of Höskuldur Ólafsson
    Höskuldur Ólafsson
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 78

    Ég er með patrol þar sem inntakið er fremst vinstramegin og inn í frambrettið. Ég var að velta fyrir mér hvernig væri að þétta vel brettið (kítta) þannig að það sé vel vatnsþétt og gera gat á það aftanvert inni í vélarrúminu, eins ofarlega og hægt er, til að hleypa lofti inn fyrir loftinntakið. Það ætti því að þurfa nokkuð mikið vatansull áður en brettið væri orðið fullt af vatni og næði upp í loftinntakið. Eina leiðin fyrir vatn væri inn um gatið sem væri búið til inni í vélarrúminu svo allt þyrfti að vera á bólakafi til að læki þar inn og svo þyrfti brettið að fyllast.
    Maður gæti náttúrlega gengið enn lengra og tekið barka úr gatinu og inn í bíl í gegnum hvalbakinn, eitthvað sem hægt væri að skella á ef á þyrfti að halda. Hvað haldiði um þetta?





    31.01.2006 at 21:15 #540850
    Profile photo of Stefán Stefánsson
    Stefán Stefánsson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 2647

    Á hilux sem ég átti fyrir nokkrum árum var búið að útbúa svona "innanhús-snorkel" úr mjög ódýrum efnivið. Mig minnir að það hafi verið notað 40mm svart plaströr í gegnum hvalbakinn og kíttað í bak og fyrir, svo var 40mm hné og barki sem tengdist í lofthreinsaraboxið. Á rörinu var lok á meðan það var ekki í notkun og barkanum var komið fyrir í húddinu. Svo þegar átti að fara að kafa þá var þetta bara tengt og látið vaða útí.
    Á þessum bíl fór ég uppá miðja framrúðu í vatni og kvartaði vélin ekki þó að allt sem gekk á rafmagni hefði sýnt á sér nýja hlið.





  • Author
    Replies
Viewing 6 replies - 1 through 6 (of 6 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.