Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Loftflæðiskynjari í 4runner
This topic contains 26 replies, has 1 voice, and was last updated by Hjörtur Logi Dungal 15 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
14.10.2008 at 12:13 #203059
Er ekki einhver sem lumar á loftflæðiskynjara í lagi fyrir 3.0 V6 4Runner, sem getur leyft mér að prófa. Er að kljást við kraftleysi í mínum bíl og langar að útiloka loftflæðiskynjarann áður en lengra er haldið.
Er á höfuðborgarsvæðinu.
–
699-0735 eða hjorturlogi(hjá)gmail.com
Hjörtur -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
14.10.2008 at 17:33 #631076
Sæll.
Bara benda á einfalt trikk þangað til þú færð skynjara til að prófa:
Prufa að kippa honum úr sambandi með bílinn í gangi, ef gangurinn breytist eitthvað, þá er hann amk að gefa eitthvað merki, ef hann breytist ekki, þá er hann líklega ónýtur.
Kannski ertu þegar búinn að þessu?
Annars sé ég að þú ert með K&N síu og helsti eiginleiki hennar er því miður að rústa loftflæðiskynjurum.Gangi þér vel,
Gísli Sveri
14.10.2008 at 17:43 #631078KN síur hafa engin áhrif á loftflæðiskynjarana í þessun bílum þar sem þeir eru uppbyggðir úr spjaldi sem vinnur á móti gormþrýstingi.
Boðin frá honum er sent um breytilegt viðnám ofan á honum sem þú getur mælt til að sjá hvað hann er að senda.
Þú getur skorið siliconið í kringum plaslokið ofan á honum og athugað hvort þú sjáir eitthvað athugavert. Þeir hafa helst bilað þannig að það hefur komið dauður punktur í þá.
Annars er bara að mæla með ohm-mæli frá honum gegnum plöggið.
Þú getur örugglega "gúgglað" hvað hann á að vera gefa mikið viðnám milli lokað/opið.V-6 kveðja, Sigurþór
14.10.2008 at 18:07 #631080Ok, ég hélt þetta væri eins og í 2.4L bílnum. En jæja.
15.10.2008 at 13:31 #631082Þetta er alveg eins og í 2,4 bílnum 😉
Kv. Sigurþór..
15.10.2008 at 18:07 #631084Kemst þá upp um fáfræði mína. Ég hélt nefnilega að allir bílar væru eins og Suzuki Vitara.
Þeir mættu amk allir vera þaðÉg man bara eftir einum 2.4l 92´bíl sem félagi minn átti, loftflæðiskynjarinn í honum skemmilagðist og hann kenndi K&N um það. En aldrei leit ég í húddið.
15.10.2008 at 21:17 #631086Sæll
Er bíllinn máttlaus óháð snúningshraða?
þú getur prufað að taka skynjaran úr sambandi það leynir sér ekki ef hann er bilaður.Hvernig er bensínsýjan kerti og það allt gums.
Ég get lánað þér skynjara en ég bý 110 km frá Rvik!!!!!!!!!!!!!!
Kv Sigurgeir
16.10.2008 at 07:41 #631088Búinn að lesa úr ECU-inu? Getur ýmislegt gagnlegt komið fram þar.
Eins líka að kippa EFI örygginu úr í eina mínútu eða svo.
Það er svo margt sem getur bilað. Tölvan, spíssar, hann gæti verið að draga falskt loft, léleg kerti, kveikjuhamar, os.f.v.
svo er náttúrulega ómanneskjulegt magn af vacuum slöngum þarna sem geta farið að leka, og þá fer allt í rugl.
.
kkv, Úlfr, hjálparsveit.
E-1851
16.10.2008 at 09:46 #631090Er hann að reykja eins og dísilbíll þegar honnum er gefið inn??
Eitt sem er gríðarlega mikilvægt við þessa eðalbíla er að hann dragi hvergi loft á milli loftflæðiskynjara og soggreinar. Bara örlítið loft þar inn og allt fer úr skotrðum.
Ennig er mjög mikilvægt að allt sem tengist sensorum á vélinni sé í lag s.s. loftflæðiskynjari knock sensor og púst skynjari.
Oft hefur bilun í þessum, valdið mikilli eyðslu og töluverðu kraftleysi..
Ég á þennan skynjar ef þú villt og eitthvað meira af varahlutum í fjórhlaupara…
16.10.2008 at 09:56 #631092[b:2wxj3jvp]Er bíllinn máttlaus óháð snúningshraða?[/b:2wxj3jvp]
Já, ekkert mál að láta hann snúast, en það vantar allt tog og vinnslu, manni líður eins og maður sé með 1300 vél.
–
[b:2wxj3jvp]þú getur prufað að taka skynjaran úr sambandi það leynir sér ekki ef hann er bilaður. [/b:2wxj3jvp]
komst loksins í það í gær að kippa honum úr sambandi og bíllinn drap á sér um leið
–
[b:2wxj3jvp]Hvernig er bensínsýjan kerti og það allt gums.[/b:2wxj3jvp]
bensínsía, kerti, kveikjuhamar og kveikjulokið er allt nýtt, er að vísu ekki búinn að skipta um kertaþræði, en þeir litu ágætlega út.
–
[b:2wxj3jvp]Búinn að lesa úr ECU-inu? Getur ýmislegt gagnlegt komið fram þar.[/b:2wxj3jvp]
þú varst nú búinn að lesa úr tölvunni fyrir mig í sumar og hresstist bíllinn mikið við það, en það dugði bara þangað til að heim var komið, næst þegar bíllinn var hreyfður var allt afl horfið.
sömu sögu er að segja af því þegar bifreiðaverkstæði reykjavíkur og toyota í kópavogi fóru yfir hann
–
[b:2wxj3jvp]Eins líka að kippa EFI örygginu úr í eina mínútu eða svo.[/b:2wxj3jvp]
hvar er það að finna?
–
[b:2wxj3jvp]Það er svo margt sem getur bilað. Tölvan, spíssar, hann gæti verið að draga falskt loft, léleg kerti, kveikjuhamar, os.f.v.[/b:2wxj3jvp]
þetta er næst á dagskrá, á einhver tölvu úr ’94 bíl til að leyfa mér að prófa, ég á tölvu úr ’91 bíl og það eru öðruvísi tengi á henni
–
[b:2wxj3jvp]svo er náttúrulega ómanneskjulegt magn af vacuum slöngum þarna sem geta farið að leka, og þá fer allt í rugl.[/b:2wxj3jvp]
það er nú búið að rífa mengunarvarnarbúnaðinn í burtu (ef þú ert að meina slöngurnar í honum) og toyotu menn fundu ekkert að því
–
[b:2wxj3jvp]Er hann að reykja eins og dísilbíll þegar honum er gefið inn??[/b:2wxj3jvp]
hef ekki tekið eftir því
–
[b:2wxj3jvp]Eitt sem er gríðarlega mikilvægt við þessa eðalbíla er að hann dragi hvergi loft á milli loftflæðiskynjara og soggreinar. Bara örlítið loft þar inn og allt fer úr skotrðum.[/b:2wxj3jvp]
skoða þetta næst, takk
–
[b:2wxj3jvp]Ennig er mjög mikilvægt að allt sem tengist sensorum á vélinni sé í lag s.s. loftflæðiskynjari knock sensor og púst skynjari.[/b:2wxj3jvp]
eins og kemur fram ofar í þessu svari frá mér, þá hafa 2 verkstæði farið yfir hann án þess að takast að komast fyrir þetta.
–
[b:2wxj3jvp]Oft hefur bilun í þessum, valdið mikilli eyðslu og töluverðu kraftleysi..[/b:2wxj3jvp]
þetta er nákvæmlega mín bilanalýsing.
–
[b:2wxj3jvp]Ég á þennan skynjar ef þú vilt og eitthvað meira af varahlutum í fjórhlaupara…[/b:2wxj3jvp]
Takk kærlega fyrir það, tel ekki ólíklegt að ég muni hafa samband
–
kv,
Einn í stanslausum vandræðum
16.10.2008 at 12:22 #631094ég hugsa að þú ættir að kíkja í kaffi til mín og fá ljáða bókina góðu. Þar er fullt af skemmtilegum upplýsingum um svona vitleysur.
.
Annars eitt sem mér datt líka í hug, er hvarfakútur undir bílnum? Ef svo er, er hann nokkuð stíflaður?
Svo þetta með vacuum slöngurnar, þá er vacuum slöngur fyrir innsprautunina og fleira dót. Slæmt ef að þær byrja að leka. Ég man að þegar ég leit á þetta hjá þér þá virtist loftflæðiskynjarinn vera í lagi. En það er spurning að fara betur yfir allar mælingar og sjá hvort skynjararnir séu að skila sér. Það er hægt með að mæla ákveðna póla í bilunarleitartenginu frammí húddi.
.
baráttukveðjur, Úlfr, hjálparsveit.
E-1851
16.10.2008 at 12:48 #631096Ath hann hvort hann sé réttur
nb það er ekki gert með því að losa lögn og ath hvort komi eitthvað út það þarf að mæla því að kerfið er byggt upp fyrir að vinna á ákveðnum þrýstingi ef hann er of lár þá td getur spíssatími lengst til að reyna að leiðrétta afgasið sem að súrefnisskynjarinn les en ekki er víst að það náist með of lágann þrýsting
kv Gísli
16.10.2008 at 16:23 #631098[i:12mqhrw2]ég hugsa að þú ættir að kíkja í kaffi til mín og fá ljáða bókina góðu. Þar er fullt af skemmtilegum upplýsingum um svona vitleysur.[/i:12mqhrw2]
–
ég er ekki frá því að það styttist í það
–
[i:12mqhrw2]Annars eitt sem mér datt líka í hug, er hvarfakútur undir bílnum? Ef svo er, er hann nokkuð stíflaður?[/i:12mqhrw2]
–
nibb, ekkert svoleiðis, glænýtt púst alla leið… eins og helvíti margt annað
–
[i:12mqhrw2]Svo þetta með vacuum slöngurnar, þá er vacuum slöngur fyrir innsprautunina og fleira dót. Slæmt ef að þær byrja að leka. Ég man að þegar ég leit á þetta hjá þér þá virtist loftflæðiskynjarinn vera í lagi. En það er spurning að fara betur yfir allar mælingar og sjá hvort skynjararnir séu að skila sér. Það er hægt með að mæla ákveðna póla í bilunarleitartenginu frammí húddi.[/i:12mqhrw2]
–
Held að þetta ýti bara undir kaffi heimsókn til þín
–
[i:12mqhrw2]Bensínþrýstingur, Ath hann hvort hann sé réttur,
nb það er ekki gert með því að losa lögn og ath hvort komi eitthvað út það þarf að mæla því að kerfið er byggt upp fyrir að vinna á ákveðnum þrýstingi ef hann er of lár þá td getur spíssatími lengst til að reyna að leiðrétta afgasið sem að súrefnisskynjarinn les en ekki er víst að það náist með of lágann þrýsting[/i:12mqhrw2]
–
bifreiðaverkstæði reykjavíkur, sagði of lágan bensínþrýsting og í framhaldi af því var skipt um bensínsíu… toyota mældi þetta svo og sagði að þrýstingurinn væri í lagi… en þar sem ég veit ekki hver hann á að vera né hvernig hann er mældur, þá held ég að fyrsta skrefið sé að komast að því hver hann á að vera…
–
Kærar þakkir fyrir allar hugmyndirnar og nú verður maður bara haldið áfram að prófa
16.10.2008 at 16:37 #6311002,7-3,1bar og hærri talan er væntanlega með vacum á þrýstijafnara aftengt
kv Gísli
16.10.2008 at 22:00 #631102ERtu með bsk eða ssk bíl? það er ekki sama tölva fyrir þá en á að vera sú sama frá held ég 90 til 95
þeas sama fyrir bsk bíla og sama fyrir ssk bíla. Ég er að rífa bsk bíl ef þú ert með slíkan og getur fengið parta úr honum ef þú þarft. 898-7428 Kári
16.10.2008 at 22:32 #631104er fákurinn hjá mér, ég á einmitt tölvu úr beinskiptum.
16.10.2008 at 23:29 #631106er búið að skoða hitaneman fyrir innspýtinguna?
mig minnir að ég hafi séð v6 toy í vöku um daginn
ættir að geta fengið dót þar til að prufa.
það væri gaman vita hvernig þetta fer hjá þér
19.10.2008 at 16:13 #631108Annar loftflæðiskynjari og breyttist ekkert við það.
Falskt loft var útilokað.
Tók tölvuna úr og skoðaði lóðningar, en sá ekkert að þeim, leit allt út eins og nýtt.
Bensínþrýstingur var mældur, samkvæmt þeim mæli sem var notaður, þá var þrýstingur tæplega 2.4 bör og breyttist ekkert undir álagi, og skylst mér að þetta sé innan leyfilegra marka.
Öryggið fyrir EFI var tekið úr og breytti engu.
Fann leiðbeiningar á netinu til að lesa úr tölvunni og fékk þau skilaboð frá henni að allt væri í lagi.
Kveikjutíminn er í lagi.
Man ekki eftir meiru í augnablikinu, en óska eftir tölvu og öllum hinum hlutunum sem menn hafa stungið uppá sem ég á eftir að prófa.
–
Takk enn og aftur fyrir alla hjálpina.
19.10.2008 at 20:03 #631110Sæll, ertu búinn að prófa leiðslurnar að skynjaranum með prufulampa (eða fjölmæli)? Ættir að komast að því hvaða pinni í tölvutenginu leiðir úr skynjaranum í Autodata t.d.
Bara hugmynd.
kv, Gísli
20.10.2008 at 11:09 #631112Á til tölvu úr sjálfskiptum og eitthvað fleira, ég get lánað þér hana ef þú vilt, og svo finnum við verð ef hún virkar.
Þetta fer reyndar að vera nokkuð dularfullt mál þegar þú ert búinn að skoða svoan margt, ég stend í það minnsta á gati.
KvER
21.10.2008 at 02:34 #631114Sko, það er eitt með þessa bilanaleit í ECUinu, það er ekki alveg "skothelt". Því að skynjararnir geta bilað "öðruvísi" en tölvan gerir ráð fyrir. Ertu búinn að mæla allt sem hægt er að mæla í gegnum diagnosis boxið? ég man nú ekki í augnablikinu hvað maður mælir þar en það er hægt að fá ýmsar upplýsingar um stöðu vélar og skynjara og þess háttar. Mér dettur t.d. í hug að hitamælirinn í bílnum sé eitthvað "skrítinn" (eins og einhver benti á hér fyrr í þræðinum), það getur valdið máttleysi og að bíllinn gangi ekki eðlilegum hægagangi.
Olíumagnsskynjarinn getur líka farið að haga sé bjánalega og þá fer allt í kerfi líka. Ef mig misminnir ekki eru eitthvað um 10-15 skynjarar sem hafa áhrif á innspýtinguna… Svo þetta er gott úrval. 😀
Minnir mig á eitt, er búið að skoða TPS hjá þér? (throttle body sensor) Það getur farið í rugl, hægt að finna útúr því í gegnum diagnosis boxið. =)
.
kkv, Úlfr, hjálparsveit.
E-1851
P.s. bókin býðst enn til láns ef þú vilt blaða í hana.. =) Á þetta því miður ekki á tölvuformi. :/
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.