Forsíða › Forums › Spjallið › Allt annað › loftdælur enn og aftur
This topic contains 19 replies, has 1 voice, and was last updated by Karl Hermann Karlsson 17 years ago.
-
CreatorTopic
-
04.10.2008 at 09:26 #203009
Sælt veri fólkið.
Mig langaði að spurja ykkur sem hafið notað 12V Loftdælur og beintengt þær í húdd hvernig endingin hefur verið.
Er raki og annað til einhverra vandræða?Eg er búinn að nota leitina til að finna uppl en það er einhvernvegin þannig að það sem ég hef fundið er gamlir þræðir og menn aðallega að ræða hvernig þessar dælur hafa komið út.
Nú er liðinn talsverður tími og ætti að vera komin reynsla á þetta. Það sem mér finnst freistandi við að setja dæluna í húddið er að sjálfsögðu hljóð frá dælunni og lengd á rafmagnsköplum.
Svo langar mig til að spurja útí rafmagnsnotkun á þessum dælum ( FINI )
Eg hef heyrt af því að menn séu að sprengja risastór öryggi ( Hvernig má það vera ? )Og ég ætla að ganni mínu að láta mynd fylgja sem menn voru að reyna að linka á í þessum loftdælu umræðum en sá linkur löngu dauður.
Vonandi virkar þetta
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
04.10.2008 at 09:38 #630390
Fini dælurnar taka töluvert mikin straum, 65A minnir mig og svo þegar þær fara að slappast og hitna þá eykst bara þessi straumnotkun. En þær eru tvímælalaust bestu 12V loftdælur sem þú færð þegar er tekið tillit til verðs og afkasta.
04.10.2008 at 10:21 #630392Þetta er náttúrulega fáránlega mikil straumnotkun , og fer illa með alternator.
En hvað með staðsetningu í húddi ?
Er það alveg glórulaust ?Þola þær það illa ?
04.10.2008 at 13:25 #630394hugsa það sé ekkert alltaf svo gaman að koma þessu fyrir fram í húddi en held það ætti nú ekki að skaða hanna. Ég setti mína bara afturá pall og þá er bara styttra að leggja slöngur í kúta allavega eins og ég er mað það svo bara leggja rafmagnið niður og ofaná grindini fram í vélarrúm til að tengja.
04.10.2008 at 13:31 #630396sælir
ég var með Fini beintengda í geyminn með 80 Ah öryggi en dælan var staðsett í skottinu á 2.8 Patrol. Ef þú ætlar að pumpa í marga bíla þá þarftu 100 Ah öryggi þar sem dælan hitnar mikið og tekur þal meiri straum. Var með þetta svona í 1 ár og þetta einfaldlega virkaði, þurfti aldrei að líta á þetta, aldrei vandræði með straum, var bara nokkuð sáttur. Var með mjög þykka kapla að dælunni, man ekki hve svera.
Ég veit að einhverjir hafa tengt þetta í húddið hjá sér og tekið úr kassanum til að minnka hitamyndun. Þeir hljóta að pósta hingað inn sinni reynslu af því.
kveðja
Agnar
p.s hljóðið í henni pirraði mig aldei þótt hún væri inn í bíl, ég var náttúrulega alltaf úti að pumpa
04.10.2008 at 13:43 #630398í dag er ég með Fini lausa í skottinu en setti spiltengi á kapplana. Tek hana því aldrei út heldur hef bara afturhlerann opinn og tengi í spiltengið og slangan út. Ef veður er vont kippi ég dælunni út og loka. Mér líkar ágætlega við þetta fyrirkomulag og nenni ekki að fasttengja dæluna aftur.
kv
AB
04.10.2008 at 14:48 #630400ég er einmitt bara með svona bílanaust dælu sem dælir eða á að dæla 75 ltr per min. ég er reyndar alltaf bara með hana lausa og tengi á geymirinn og ég hef aldrei hlíft henni við raka eða neinu og hún hefur oft rennblotnað..
ég segi samt ekki að það sé hollt fyrir hana að blotna mikið en virðist samt þola það þokkalega en ég er búinn að vera með hana síðan 2005 og það eina sem hefur gerst er að hún fór að blása með heddpakkningunni en ég var líka búinn að pumpa í 8 stk 38" dekk og stoppaði ekkert á milli þannig það er skiljanlegt að hún hafi hitnað aðeins en þá tók ég bara hitaþolið pakkningalím og setti á pakkninguna og er hún búin að vera fín síðan
kv. Kristján
04.10.2008 at 15:23 #630402Agnar … ekki var þetta patrolinn sem heitir Blautur núna ?
Kv. Kalli
04.10.2008 at 15:29 #630404Nei það held ég ekki, síðast þegar ég vissi þá var minn í fullu fjöri á Akureyri (hann er með loftpúðafjöðrun að aftan).
kveðja
Agnar
04.10.2008 at 15:29 #630406hahaha af hverju var hann kallaður "blautur"
04.10.2008 at 15:31 #630408Nei Agnar , ég sé það á fotki síðunni þinni að þinn hefur líklega verið hvítur.
Ég eignaðist "Blautur" fyrir stuttu síðan og er að dunda mér að finna útúr aukarafkerfinu og merkja öryggi og þessháttar.
En sá einmitt áðan að það eru sverar lagnir aftur í skotti á honum og 80A öryggi í húddinu. Ég prófaði að taka það úr áðan og komst að því að þetta öryggi er einmitt fyrir þennan kapal sem er afturí.
En ég þakka ykkur öllum fyrir góð svör , og þar sem það eru lagnir í skottinu fyrir dælu þá nota ég þær.
Þarf bara að útbúa mér stýristraum frá aukarafkerfinu , úttak einhverrstaðar fyrir loft utan á bílnum og þá er ég góður.Kv. Kalli
04.10.2008 at 15:32 #630410Hann fékk krapabað í einhverri ferðinni og blotnaði víst svolítið hressilega ! Held meiraðsegja að eigandinn hafi þurft að skipta um brók eftir baðið 😛
04.10.2008 at 18:33 #630412Þessar Fini dælur þola ýmislegt og virðast bara virka, en það er örugglega ekkert sérstakt heilsubótaatriði fyrir þær að vera frammi í húddi. Hiti frá vélinni er líka náttúrulega ekki til að bæta hitamyndun í dælunni sjálfri og svo væri þarna komið enn eitt áhyggjuefnið í djúpu vatni.
Af þvi Agnar nefnir að menn hafi tekið húsið utan af henni til að minnka hitamyndun, þá langar mig að spyrja, er ekki misráðið að taka húsið af í þessum tilgangi? Nú er vifta á þeim og væntanlega stýrir húsið blæstrinum frá henni á þá staði sem þarf að kæla. Eða hvað?
Kv – Skúli
04.10.2008 at 20:28 #630414Ég er með Fini í Patrolnum hjá mér. Skrældi skelina af og setti hana inn í innrabrettið vinstramegin að aftan. Ég braut loftsíuna strax í burtu, en ég hafði viftuspaðan áfram á henni. Lagði að henni með rafsuðukapli og notaði 100 amp öryggi. Loftslangan er tengt beint í dæluna inn í bíl og er fasttengt. Rofinn er líka afturí hjá dæluni, allt voða aðgengilegt þegar skottið er opnað. Þessi búnaður klikkar bara ekki, þrátt fyrir gríðarlega notkun.
Góðar stundir
04.10.2008 at 20:45 #630416Já þá er það orðið spurning .. halda skelinni eður ei ….
Ég reikna nú samt með því að halda henni.
04.10.2008 at 21:34 #630418En þannig að ég vaaaaaaaaaaaaaði nú úr einu í annað þannig að ég sé ekki að stofna nýjan þráð.
Veit einhver hvaða naglafjöldi er löglegur í 38" Dekk?
04.10.2008 at 21:40 #630420einhverntíma heirði ég að maður slyppi með að vera með 1 nagla í hverjum ysta kubb í dekkinu
en ég sel það ekki dýrara en ég keypti það…
ég væri alveg til í að fá að vita nákvæmlega hvað má vera mikið í þessu
kv. Kristján
04.10.2008 at 22:37 #630422ég er reyndar búinn að eiga þrjá 2.8 Patrola en það er klárlega ekki sá hvíti þar sem hann er ennþá í familíunni

Eru einhver takmörk fyrir fjölda nagla ? Menn eru nú oft að setja tvo í hvern kubb.
kv
Agnar
04.10.2008 at 23:06 #63042416.02 Hjólbarðar með nöglum eða keðjum.
(1) Þegar snjór eða ísing er á vegi skal hafa snjókeðjur á hjólum eða eftir akstursaðstæðum annan búnað, t.d. grófmynstraða hjólbarða (vetrarmynstur), með eða án nagla, sem veitt getur viðnám. Óheimilt er að nota keðjur þegar hætta er á að það valdi skemmdum á vegi.
(2) Naglar í hjólbörðum á sama ási skulu vera sem næst jafn margir.
(3) Hjólbarðar fyrir ökutæki sem er 3.500 kg eða minna að leyfðri heildarþyngd skulu vera negldir sem hér segir:
a. Lengd nagla út úr nýnegldum hjólbarða má að meðaltali ekki vera meiri en 1,2 mm.
b. Lengd nagla út úr hjólbarða má ekki vera minni en 0,9 mm.
c. Hámarksfjöldi nagla má vera sem hér segir:
90 fyrir felgustærð til og með 13"
110 fyrir felgustærð yfir 13" til og með 15"
150 fyrir felgustærð yfir 15".
d. Hámarksþyngd hvers nagla má vera 1,1 g. Í hjólbarða sem ætlaður er undir torfærubifreið (t.d. jeppa) eða sendibifreið (C eða LT hjólbarði) má þyngd hvers nagla þó mest vera 2,3 g.
e. Hámarksstöðukraftur nagla (sá kraftur sem þarf til að þrýsta inn nagla, sem stendur 1,2 mm út úr sóla hjólbarða með eðlilegum loftþrýstingi, þannig að hann sé sléttur við sólann) má við 20°C (± 4°C) mestur vera:– 12 daN fyrir hjólbarða sem ætlaður er undir fólksbifreið
– 34 daN fyrir hjólbarða sem ætlaður er undir torfærubifreið (t.d. jeppa) eða sendibifreið (C eða LT hjólbarða).
f. Í hjólbarða sem er yfir 760 mm (30 þumlungar) í þvermál og ætlaður er undir torfærubifreið (jeppa) er heimilt að nota nagla sem hver um sig er allt að 3 g og mesta stöðukraft við 20°C (± 4°C) 38 daN.
04.10.2008 at 23:43 #630426110 stk. Þarna kom það
Ég held að 2 naglar í kubb á "öxl" sé tæplega 150 naglarMig langaði nefnilega til að negla aðeins í miðjuna líka.
En ég veit þetta þá.
Kv. Kalli
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.

