FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Loftdæla undir húddið

by Kristinn Helgi Sveinsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Loftdæla undir húddið

This topic contains 11 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Andri Ægisson Andri Ægisson 15 years, 4 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 11.01.2010 at 11:21 #209766
    Profile photo of Kristinn Helgi Sveinsson
    Kristinn Helgi Sveinsson
    Participant

    Ég er grænn í þessu öllu en langar að setja loftdælu undir húddið.

    Hvað þarf til?
    Hver er kostnaðurinn? (nýtt eða notað)
    Hvernig tengi ég þetta?
    ….og fæ allt að virka?

    Fyrirfram þúsund þakkir!

    Viðhengi:
    1. 797_5b1eb9197e81b242d69fe33ed3125202
  • Creator
    Topic
Viewing 11 replies - 1 through 11 (of 11 total)
  • Author
    Replies
  • 11.01.2010 at 18:37 #675918
    Profile photo of Ingi Björnsson
    Ingi Björnsson
    Participant
    • Umræður: 73
    • Svör: 1022

    ef þú veist það lítið um málið þá er bara hægt að fá tilboð í þetta á verkstæði. Td ArcticTrucks eru að selja og setja svona dælur í. Svo er spurning í hvað þú ætlar að nota þetta loft.





    11.01.2010 at 21:01 #675920
    Profile photo of Stefán Grímur Rafnsson
    Stefán Grímur Rafnsson
    Member
    • Umræður: 15
    • Svör: 280

    Fer líka eftir því hvort þú ætlar að hafa reimdrifna dælu eða rafmagns. ég er með litla rafmagnsdælu í mínum og er á 35" dekkjum, tekur smá tíma að skella alvöru þrýsting í dekkið en manni liggur ekkert það mikkið á. Til að koma þannig dælu fyrir og tengja hana þarf að finna henni hentugann stað í húddinu þar sem hún er kannski ekki alltaf í drullu baði, síðann að tengja rely og rofa inní bíl.
    en með Reimdrifna þarf að smíða festingu á blokina einhverstaðar og ég veit ekki hvernig er með rafmagnið á þeim.
    en svo þar nú að koma loftinu út og það er bara útfærslu atriði, minn stútur er bolltaður á stuðarann.

    Kv:Stefán
    þú hlýtur að finna einhvern til að aðstoða þig 😀





    12.01.2010 at 02:06 #675922
    Profile photo of Freyr Þórsson
    Freyr Þórsson
    Participant
    • Umræður: 117
    • Svör: 1683

    Tekur + vír frá sviss (finnur t.d. svoleiðis vír aftaná geislaspilurum, heitir ACC) gegnum 5A öryggi inn á rofa sem er með gaumljósi (tengir jörð á rofann til að gaumljósið virki). Frá rofanum inn á relay og þaðan til jarðar. Sveran + frá geymi gegnum mátulega stórt öryggi, fer eftir stærð dælu, að relayinu og þaðan inn á dælu. Jarðtengir dæluna með a.m.k. jafn sverum vír og + sem er að henni. Þá er rafkerfið klárt í sinni einföldustu mynd.

    Reimdrifnu dælurnar þurfa oftast bara einn vír. Þær þurfa + inn á sig til að virkja segulkúplinguna, jarðtengingin er til staðar gegnum dæluna sjálfa.

    Freyr





    12.01.2010 at 13:47 #675924
    Profile photo of Birkir Jónsson
    Birkir Jónsson
    Participant
    • Umræður: 88
    • Svör: 1596

    Farðu í Barka í kópavogi.

    Þeir eru með svona kit sem þú getur skoðað hjá þeim. Þeir geta sagt þér hvað á að kaupa og selt þér allt sem þú þarft nema kannski dæluna sjálfa.

    Ég fékk hjá þeim teikningu á sýnum tíma og endaði með að kaupa dótið hjá þeim.

    Kveðja, fastur





    12.01.2010 at 14:56 #675926
    Profile photo of Kristinn Helgi Sveinsson
    Kristinn Helgi Sveinsson
    Participant
    • Umræður: 40
    • Svör: 141

    Þakka góð svör.

    Artic Trucks eru með dælu (maðurinn vissi ekki meira um þá dælu) á 78þús kr sem fara í flesta jeppa. Ofan á það kemur svona vinnan.

    Verkfærasalan Síðumúla er svo með Superflow MV-50 dælu á 25þús kr og er sögð góð. Er 88 lítra og gefur ekki eftir eins of Fini.
    http://superflowair.com/products.php

    Hafið þið einhverja reynslu af henni og hversu öflug hún er í raun? Minn bíll er á 32"





    12.01.2010 at 16:23 #675928
    Profile photo of Rúnar Sigurjónsson
    Rúnar Sigurjónsson
    Participant
    • Umræður: 31
    • Svör: 3028

    Þessi er gefin upp sem 2.5 CFM, Fini er gefin upp með 5.9 CFM. Ætli það er ca munurinn. Auk þess virðist þessi Fini dæla vera nánast ódrepandi. Mín er að verða 10 ára og virkar ennþá fínt, þrátt fyrir að það hafi einu sinni nánast kveiknað í henni.

    Hef enga reynslu af henni þessari MV-50, las bara spec’urnar.

    kv
    Runar.





    12.01.2010 at 16:56 #675930
    Profile photo of Guðmundur Ragnarsson
    Guðmundur Ragnarsson
    Participant
    • Umræður: 34
    • Svör: 307

    [attachment=0:1xhpm5cx]LOFTPRESSA.jpg[/attachment:1xhpm5cx] er 116 L,m





    12.01.2010 at 20:57 #675932
    Profile photo of Stefán Stefánsson
    Stefán Stefánsson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 2647

    5.9CFM eru 167L/min sem gerir Fini að öflugustu rafmagnsdæluni í boði hérna heima. Quick-Air, ViAir og allt þetta dót á ekki séns.





    12.01.2010 at 22:24 #675934
    Profile photo of Karl GuðJónsson
    Karl GuðJónsson
    Participant
    • Umræður: 41
    • Svör: 563

    Fæst í FOSSBERG
    Loftpressa Flash Air Olíufrí
    FINI 615HJ00012
    • Mótorstærð 0,6 kW 1×12 V
    •…
    70.556 kr.- og svo er 4×4 afsláttur…………..:O)





    13.01.2010 at 00:44 #675936
    Profile photo of Freyr Þórsson
    Freyr Þórsson
    Participant
    • Umræður: 117
    • Svör: 1683

    Skoðaði nýlega verð á dælum. Niðurstaðan var sú að kaupa nýja AC dælu frá USA ef ég fengi mér dælu. Er í dag með V-Air 440 og hún dugar alveg en meira loft er alltaf kostur. Skoðaði örstutt á ebay og fann þar uppgerða dælu með ábyrgð á 135$ sem væri 35.000 kr. ef tekið væri gegnum shopusa.is = mikið öflugri dæla heldur en FINI sem tekur ekki rafmagn og kostar helmingi minna……;-)

    Ekki það að FINI séu ekki frábærar dælur, verðið er bara fáránlegt. Ætlaði að kaupa eina fyrir u.þ.b. ári síðan en hætti við því hún kostaði þá tæp 50.000.

    Freyr





    13.01.2010 at 01:03 #675938
    Profile photo of Andri Ægisson
    Andri Ægisson
    Participant
    • Umræður: 19
    • Svör: 155

    [quote="khs":3n6bpso1]Þakka góð svör.

    Artic Trucks eru með dælu (maðurinn vissi ekki meira um þá dælu) á 78þús kr sem fara í flesta jeppa. Ofan á það kemur svona vinnan.

    Verkfærasalan Síðumúla er svo með Superflow MV-50 dælu á 25þús kr og er sögð góð. Er 88 lítra og gefur ekki eftir eins of Fini.
    http://superflowair.com/products.php

    Hafið þið einhverja reynslu af henni og hversu öflug hún er í raun? Minn bíll er á 32"[/quote:3n6bpso1]

    Þessi dæla er til hjá Bílabúð benna á 20 þús + afsláttur, virðist vinsæl í USA





  • Author
    Replies
Viewing 11 replies - 1 through 11 (of 11 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.