This topic contains 4 replies, has 1 voice, and was last updated by Hjalti Steinþórsson 15 years, 11 months ago.
-
Topic
-
Jæja góðan daginn jeppakallar og konur. Í þennan klúbb er ég genginn. Á fyrstu vikunni var ég reyndar búinn að fá endurgreidd ársgjöldin og þakka ég ykkur fyrir þá miklu vinnu sem þið hafið unnið með því að fá fyrirtæki með ykkur í lið og veita okkur afslátt. Byrjaði á að fara í Nesradio niðri í Síðumúla með Tait talstöð 2020 held ég og fá loftnet og snúrur og stilla í hana stöðvar. Þeir voru nú svo magnaðir að þeir boruðu gat í toppinn hjá mér, tengdu loftnetið og græjuðu svo ég þurfti lítið að gera nema leggja rafmagn og gerðu þeir þetta bara fyrir ekki neitt. Hélt að svoleiðs þekktist nú bara ekki orðið en algjörir snillingar.. þakka kærlega fyrir mig þar. Svo fór ég í bílanaust því bremsurnar voru búnar að framan og afslátturinn af diskum og klossum var meiri en árgjaldið. Snilld. 😉 En þá kemur mergur málsins, er búinn að vera aðeins að keyra um landið í vetur en hef ekki loftdælu.. Hvernig loftdælu er skynsamlegast að fá sér? ( vil helst lausa dælu þ.e. ekki festa hana fram í húddi). Hef heyrt að FINI dælurnar séu magnaðar en þær eru líka djöfull dýrar orðið..
Kv Hjalti
You must be logged in to reply to this topic.