This topic contains 12 replies, has 3 voices, and was last updated by Jón G. Guðmundsson 8 years, 6 months ago.
-
Topic
-
Framkvæmdir í Síðumúla eru komnar í sumarfrí þannig að maður finnur sér eitthvað annað skemmtilegt að gera.
Talstöðin er komin í jeppann þá er næst að hugsa fyrir loftdælu.
Jeppinn er LandCruiser 90 með 3ja lítra 1KZ-TE díselvélinni.
Ég býst við að fara erfiðari og dýrari leiðina og smíða festingar fyrir A/C dælu á mótorinn.
Ég mældi götin á heddinu þar sem dælan kemur upprunalega (allavega í einhver af þeim).
Framan á heddinu eru 3 stk. 8mm snittaðar holur.
Á hliðinni farþega-megin er ein 10mm snittuð hola ofarlega og 75mmaftan við hana er önnur 8mm og ein 8mm snittuð neðar.
Ég er að dunda mér við að teikna þetta upp í Libre-Cad forritinu (fínt að nota tækifærið og læra á það).
Einnig er ég búinn að finna góðar upplýsingar með öllum málum á Sanden-A/C -dælum;Það má hver sem er taka þessar teikningar og nota þær að villd (og gagnrýna þær), hvort sem hann er að setja loftdælu, rjómaþeytara eða rennibekk við vélina.
You must be logged in to reply to this topic.