This topic contains 7 replies, has 1 voice, and was last updated by Grimur Jónsson 19 years, 10 months ago.
-
Topic
-
Jæja. Er ekki alveg kominn tími til að bæta við fleiri umræðum en þeim sem snúast um valdnýðslu og vankunnáttu stjórnvalda?
Mig langar t.d. akkúrat núna miklu meira að hugsa um bílinn minn heldur en eitthvað fólk sem situr á alþingi.
T.d. er hann að undirgangast miklar breytingar núna og planið er að hafa í honum bæði loftlæsingar og loftpúða að aftan.
Ég á Fini loftdælu en mér skilst að hún nái ekki nægum þrýstingi til að halda við læsingarnar. Planið er því að fá aðra dælu til að sjá um læsingarnar og púðana en halda Fini dælunni áfram fyrir dekkin.
Og þá vakna spurningarnar: Nýja dælan þarf að þjappa vel (vera stimpildæla) en þarf hinsvegar ekkert að dæla rosalega hratt. Af því að ég á díselbíl og verð því fátækur frá og með 1. júlí nk. má hún ekki kosta neitt rosalega mikið – en hún þarf samt að vera áreiðanleg.
Getið þið mælt með sérstökum dælum á góðu verði sem eru samt hentugar til þessa brúks og gefa sig ekki þó að vind hreyfi örlítið?
Kv.
Einar Elí
You must be logged in to reply to this topic.