Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Loftdæla fyrir ARB loftlæsingu
This topic contains 13 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 22 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
18.12.2002 at 20:31 #191914
AnonymousÉg er að fara að setja ARB læsingu í framdrif á Patrol. Mér finnst ARB dælan vera helv. dýr. Fást ekki aðrar og ódýrari rafmagnsdælur en ARB í þetta?
Ég er búinn að breyta loftkælingarpressunni í loftdælu en finnst vera of mikið vesen að tengja það allt saman.
Mér þætti vænt um að heyra hvaða reynslu þið hafið af þessu.Kveðja Svenni
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
18.12.2002 at 20:49 #465714
Ef þú ert með loftkút þá seturðu T stykki á lögnina frá kút og segulokan þar inná og þaðan að læsingu.
Kveðja Magnús.
18.12.2002 at 21:21 #465716Blessaður vertu ..
Farðu í Barka í kópavogi kauptu
5 lítra loft kút
T stykki
einstefnuloka
pressustat
öryggisventilStylltu pressu statið á 8 bar settu það á milli rofans fyrir loftdæluna og dælunnar sjálfrar.
Vertu ánægður að geta skotið dekkjunum þínum upp á með loftinu sem er í loftkútnum. Plús það þá verður þú fljótari að pumpa í dekkin því þú átt inni svona ca 3 pund í 38" dekk og safnar loftinu meðan þú labbar milli dekkja með slönguna.Ég er með þetta svona og það svín virkar.
Kveðja Fastur.
ps. Þeir í Barka eiga líka teikningu af þessu handa þér
19.12.2002 at 09:08 #465718Ég er í svipaðri stöðu og Svenni, er kominn með loftlæsingu og rafmagnsdælu, en á eftir að tengja þetta saman. Ég hringdi í morgun í Barka og Landvélar. Þeir hjá Barka áttu ekki pressustatið. Landvélar áttu bæði pressustat og kúta. í mörgum stærðum. Ég ætla að fá mér 3 lítra kút frá þeim, hann kostar innan við helming af verði ódýrasta kútsins hjá Barka.
19.12.2002 at 09:21 #465720
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Góðan daginn,
Gott er að hafa eina aukadælu í bílnum þar sem aircondition dælan á það til að bregðast á versta tíma.
Það eru til ódýrari rafmagnsdælur hjá Bílabúð Benna sem heita Big Red og eru mun kraftmeiri heldur en ARB. En kostur við ARB dæluna er að það fylgja allir hlutir með eins og segulrofi, útsláttarrofi og rafkerfi.
Það er líka hægt að nota hana við að dæla í dekk en hún er bara ekki mjög dugleg við það.
Það er séns að Arctic Trucks séu líka með ódýrari dælur en miðað við verð er Big Red mjög öflug. Loftkútar, segullokar og þrýstirofa fást hjá Bílabúð Benna og jafnvel hjá Arctic Trucks.Halldór
A-111
19.12.2002 at 09:44 #465722Ég er ekki sammála því að kælipressur séu óáreiðanlegar. Ég notaði orginal kælipressu árum saman, hún virkaði fullkomlega allan tímann, jafnvel þó það kæmi fyrir oftar en einu sinni að ég gleymdi henni í gangi. Ég gaf henni smá skammt af smurolíu stöku sinnum.
Þau tilfelli sem ég þekki þegar svona dælur hafa bilað hafa annaðhvort verið gallaðar dælur sem biliðu næstum strax, eða dælur sem hafa verið látnar ganga samfellt. Með kút og pressustati á það ekki að geta gerst.
Ég er nú með Big Red, vegna þess að ég fann enga leið til að koma kælipressu fyrir í núverandi bíl.
19.12.2002 at 14:06 #465724Þið skuluð athuga hvernig pressostat er notað
Það þarf að hafa 20-30punda delta-P Það þiðir að þegar dælan er komin í 120pund á hún að slá út síðan er notað af kútnum(stundum lekur pínulítið í læsingunni) svo þarf að vera komið niður í 90 pund þegar hún ´fer í gang aftur.
Mörg pressostot hafa þennan mun altof lítinn og þá fer dælan í gang á nokkra sekuntna fresti.
Svona pressostöt eru til hjá Arctic Trucks. það eru líka til kútar og alskonar dót.
19.12.2002 at 19:22 #465726Þú getur fengið pressostat í Danfoss með stillanlegum diffrins.
Kveðja Magnús.
19.12.2002 at 22:22 #465728
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Samkvæmt upplýsingum frá ARB má þrýstingur minnst vera 85 psi og mest 105 psi. Þannig að varians má vera 20 psi.
Takk fyrir
Kv Svenni
13.02.2003 at 13:12 #465730Ég er með pressustat þar sem er ekki munur á þrýstingnum þar sem það slekkur og kveikir. Þegar ég tengdi það beint við segulliðann sem stjórnar straumnum á dæluna, gékk dæalan í örstutt í einu á fára sekundna fresti.
Ég leysti þetta með því að gera rás sém sér til þess að dælan gengur í ca. 10 sek í hvert sinn sem kveikt er á henni. Rásin er gerð úr þétti (1000 uF), viðnámi (30 kohm) og transistor. Pressustatið er stillt þannig að það kveikir á dælunni við rúmlega 6 bör. Ef ekki er verið að nota loft, þá slökknar á dælunni við tæp 7 bör. Ég er með 5 lítra kút. Ég tók þéttinn úr biluðum aflgjafa sem ég átti en borgaði 100 kr fyrir transistorinn og viðnámið í Íhlutum í Skipholti.
Ef einhver hefur áhuga á nánari upplýsingum, hafðu þá samband, pósfangið er eik@klaki.net-Einar
13.02.2003 at 14:30 #465732Kauptu það og þrýsting mæli í barka.
Stillir það með skrúfu og kosta ca 2000 kall með mælinum.
Kveðja Fastur
13.02.2003 at 14:37 #465734Sællir strákar,
taliði við vörubílapartasalana eða ef þið komist í gamlan vörubíl þá eru fullt af loftkútum þar í ýmsum stærðum.
Kveðja Hjörtur og jakinn.
13.02.2003 at 16:32 #465736Ég keypti á sínum tíma 20L kút af [url=http://www.et.is:e6ajejmg]ET[/url:e6ajejmg] vörubílasjoppu. Góður kútur á mjög góðu verði. ET voru langódýrastir þegar ég var að leita mér að kút.
Kv.
Bjarni G.
13.02.2003 at 21:38 #465738
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég keypti allt dótið hjá Landvélum þar á meðal 20L loftkút.
Þeir eru með mjög þægilega lausn á samtengjunum sem er álkubbur útboraður og snittaður þar sem hægt er að tengja loftið að kút og frá dælu, tengi fyrir dekkjaslönguna, pressustatið og rofan fyrir ARB’inn. Tekur ekkert pláss.
Stilli pressustatið á 8bar.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
