FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Loftdæla???

by

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Loftdæla???

This topic contains 7 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of  Anonymous 22 years, 3 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 11.02.2003 at 17:11 #192161
    Profile photo of
    Anonymous

    Þannig er mál með vexti að ég var að skoða ofaní hesthúsið á Ísunni minni sem er með 2.6 bensínvél. Það blasir við þegar húsið er opnað sérkennileg loftdæla sem virðist blása lofti inn á pústgreinina.
    Einhver hélt því fram að þetta væri „mengunarvörn“ sem virkar þannig að það blæs hreinu lofti með pústinu og breytir þannig prósentutölunni í útblæstrinum. Mér finst það frekar ósennilegt.

    Mig langar að vita hvort þessi loftblásari gerir eitthvað svo merkilegt að ekki megi fjarlægja þetta. Ef svo er þá er að mínu viti eina gagnið af þessu að blása upp vindsængur. Þarna væri í staðin leikur einn að koma fyrir aircondition loftdælu og hætta að nota rafmagnsdæluna mína úr verkfæralagernum sem dælir 30l pr min.

    Þessu virðist vera stjórnað af einhverjum vaccum lokum og blása inn á greinina þegar maður slær af eftir mikla inngjöf. Amerikaninn virðist kalla þetta EGR unit eða control en ég fæ ekki botn í það hvað þetta gerir en það tekur loft innan úr loftsíuhúsinu og það hreinsað loft. Ég er reyndar ekki neinn snillingur í þessari ensku sem snýr að bílaíhlutum.

    Kv Isan

  • Creator
    Topic
Viewing 7 replies - 1 through 7 (of 7 total)
  • Author
    Replies
  • 11.02.2003 at 17:45 #468334
    Profile photo of Valdimar Nielsen
    Valdimar Nielsen
    Member
    • Umræður: 31
    • Svör: 253

    EGR stendur fyrir Exhaust Gas Recirculation.

    Veit ekki betur en að það þýði að smávegis af pústloftinu er tekið og blásið inná soggreinina. Í hvaða tilgangi er ég ekki alveg viss um en það á örugglega að minnka mengunina.

    Valdi





    11.02.2003 at 18:13 #468336
    Profile photo of Axel Sigurðsson
    Axel Sigurðsson
    Member
    • Umræður: 55
    • Svör: 1116

    Ég veit nú kannski ekki mjög mikið um þetta en það er rétt hjá þér að þetta sendir hluta af exhaust gasinu… semsagt pústinu aftur inn á vélina og mér var sagt þegar ég var að vinna úti (var að vinna hjá ford úti) að þetta væri til að fá betri nýtingu á eldsneytið og til að minnka mengunina, semsagt að mengunaragnirnar brenna betur efti að hafa farið aftur í gegnum vélina og einnig tryggir þetta að ef eitthvað eldsneyti brennur ekki í fyrsta bruna að þá brennur það í öðrum bruna, ég var reyndar bara búinn að sjá þetta í díselbílum…. en man ekki meira, get talað við vélarhönnuðina sem ég þekki úti betur út í þetta ef þú hefur einhverjar stórar áhyggjur yfir þessu….





    11.02.2003 at 18:31 #468338
    Profile photo of Rúnar Sigurjónsson
    Rúnar Sigurjónsson
    Participant
    • Umræður: 31
    • Svör: 3028

    Ekki veit ég svo sem hvað það er sem þú ert að tala um, en hef þó heyrt um hina skemmtilegu kenningu íslenskra ofurjeppasérfræðinga að loftblástur í pústið minnki prósentutölur mengunar.

    Það sem raunverulega gerist er að við ákveðnar aðstæður nær ekki allt eldsneytið að brenna fullkomlega (vantar súrefni), og úr því verður einhver voða vondar hálfbrunnar mengunaragnir. Með því að dæla súrefni (lofti) inn í sjóðheitt pústið, myndast framhaldsbruni (nóg súrefni og hiti) og voða vondu hálfbrunnu eldsneytisagnirnar brenna upp.

    Bíllinn þinn er því sennilega með svona einskonar afterburner… :)

    Getur einnig verið að þetta EGR sé einhverskonar útfærsla á þessu.

    Kveðja
    R2018





    11.02.2003 at 18:39 #468340
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Ég held að við séum ekki að tala um sömu hlutina og í Guð almáttugs bænum ekki vera að hringja til útlanda fyrir svona spögleringar. Málið er að það er rör sem liggur frá lofthreinsaranum inn í þennann blásara þaðan ínn á deili sem skiptir á milli þess að blása inn á pústgreinina í gegnum einstefnuloka og hinsvegar út í andrúmsloftið í gegnum hálffurðulegt plaststykki. Þaðan næ ég í loft til að blása upp vindsængur og það er hreint loft og tiltölulega kalt.

    Ég var bara að vona að einhver kannaðist við þetta af því að mig langaði aðeins að taka til í hesthúsinu hjá mér og koma jafnvel fyrir einhverju gagnlegra.

    Kv Isan





    11.02.2003 at 21:51 #468342
    Profile photo of Helgi Valsson
    Helgi Valsson
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 131

    Eins og runar segir þá dælir dælan lofti inn í pústgreinina til að valda bruna í óbrunnum hydrocarbonum. Deilirinn sem þú talar um er að öllum líkindum skiptir sem stjórnar hvort loftið fer inn á pústgreinina eða ekki, við vissar aðstæður er loftinu ekki dælt inn á pústið, annarsvegar þegar vélin er undir stöðugri þungri vinslu, hins vegar ef catalist converter er í bílnum til að koma í veg fyrir ofhitun í honum.

    Kv. Helgi





    11.02.2003 at 22:09 #468344
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Ég þakka innilega fyrir þetta, ég og Rúnar skrifuðum okkar pistla á sama tíma svo að ég var ekki búinn að sjá svarið hanns þegar ég skrifaði mitt síðasta.

    Þessi útskýring er sú sem ég var að leita að og mér þykir hún sennilega rétt. En ég er enþá í vafa um hvort mér sé í raun óhætt að fjarlægja þetta. Einhvernvegin líst mér á þetta sé ekki mjög nauðsynlegt hérna í hreina loftinu. Er einhver sem sér nokkuð því til fyrirstöðu eða virkar þetta almennilega sem mengunarvörn. Gæti þá ekki K&N loftsía jafnvel nánast því komið í veg fyrir þetta bensínbruðl.

    Kv Isan





    11.02.2003 at 23:53 #468346
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Sæll Isan

    Besta leiðin fyrir þig til þess að sjá hvort þetta er eitthvað sem má missa sig úr kerfinu er að láta mengunarmæla bílinn, prófa svo að aftengja þetta og láta mengunarmæla aftur, ef ekki mælist breyting á mengun þá ert komin með flott pláss fyrir alvöru A/C dælu og fullt af lofti.

    Kv. Dóri Sveins
    R-2608





  • Author
    Replies
Viewing 7 replies - 1 through 7 (of 7 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.