This topic contains 7 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 21 years, 9 months ago.
-
Topic
-
Þannig er mál með vexti að ég var að skoða ofaní hesthúsið á Ísunni minni sem er með 2.6 bensínvél. Það blasir við þegar húsið er opnað sérkennileg loftdæla sem virðist blása lofti inn á pústgreinina.
Einhver hélt því fram að þetta væri „mengunarvörn“ sem virkar þannig að það blæs hreinu lofti með pústinu og breytir þannig prósentutölunni í útblæstrinum. Mér finst það frekar ósennilegt.Mig langar að vita hvort þessi loftblásari gerir eitthvað svo merkilegt að ekki megi fjarlægja þetta. Ef svo er þá er að mínu viti eina gagnið af þessu að blása upp vindsængur. Þarna væri í staðin leikur einn að koma fyrir aircondition loftdælu og hætta að nota rafmagnsdæluna mína úr verkfæralagernum sem dælir 30l pr min.
Þessu virðist vera stjórnað af einhverjum vaccum lokum og blása inn á greinina þegar maður slær af eftir mikla inngjöf. Amerikaninn virðist kalla þetta EGR unit eða control en ég fæ ekki botn í það hvað þetta gerir en það tekur loft innan úr loftsíuhúsinu og það hreinsað loft. Ég er reyndar ekki neinn snillingur í þessari ensku sem snýr að bílaíhlutum.
Kv Isan
You must be logged in to reply to this topic.