Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Loftdæla
This topic contains 14 replies, has 1 voice, and was last updated by Magnús Hallur Norðdahl 17 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
29.02.2008 at 07:57 #201984
Sælt veri fólkið.
Nú eru komnar 38″ undir og finnst mér af því tilefni ég þurfa í það minnsta að vera sjálfbær með loft.
Getið þið mælt með einhverjum ágætis ramagnsdælum. Var að spá í lausri dælu til að tengja við geymi.
Tegund og hvar hún fæst. Eg er ekki að leita að neinni dýrri græju.kv
Kiddi -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
29.02.2008 at 08:19 #615578
Ég mæli alveg hiklaust með Fini loftdælu. Alveg ágætisdæla. En Aircon dæla er samt bara draumurinn. Þær eru í flestum tilvikum langtum betri og hraðvirkari.
Kveðja
Spotti
29.02.2008 at 09:00 #615580Þú færð ekki neina þokkalega dælu undir 20,000 kr, það borgar sig að kauka góða dælu. Þessar ódyru þola lítið og vilja hitna og brenna yfir eftir kokkur skifti K2 er með góðar dælur
til dæmis DC5 Verð 36,600 krkv,,, MHN
29.02.2008 at 09:27 #615582Fini, fini, fini, fini.
Af hverju að reyna að prófa eitthvað sem mögulega virkar…. hugsanlega virkar það svipað og fini, kannski ekki, mögulega aðeins betur, en þó ólíklegt…
kannski endist hún, kannski ekki….Ég segi bara fyrir mitt leiti að það er best að kaupa fini. Hún endist, dælir hratt og örugglega, veist að hverju þú gengur o.s.fv. Kostar um 30k hingað og þangað um bæinn.
(þetta er eins og mcdonalds… sennilega ekki bestu hamborgararnir, en þú veist hvað þú færð, þú getur farið í 10 sjoppur og fengið þér hammara, bara í 1 þeirra var hann betri en á mcdonalds, hinar 9 voru verri).
29.02.2008 at 09:27 #615584Fini, fini, fini, fini.
Af hverju að reyna að prófa eitthvað sem mögulega virkar…. hugsanlega virkar það svipað og fini, kannski ekki, mögulega aðeins betur, en þó ólíklegt…
kannski endist hún, kannski ekki….Ég segi bara fyrir mitt leiti að það er best að kaupa fini. Hún endist, dælir hratt og örugglega, veist að hverju þú gengur o.s.fv. Kostar um 30k hingað og þangað um bæinn.
(þetta er eins og mcdonalds… sennilega ekki bestu hamborgararnir, en þú veist hvað þú færð, þú getur farið í 10 sjoppur og fengið þér hammara, bara í 1 þeirra var hann betri en á mcdonalds, hinar 9 voru verri).
29.02.2008 at 10:50 #615586mæli bara með fini. Frændi minn keypti dælu á 18 þú í n1 og hún dugði ekki í 4 dekk einu sinni. lentum í þvílíku veseni því hún bræddi úr sér uppá fjalli og við þurftum að dóla á 30 km hraða í marga klukkutíma til komast í loft. er núna búinn að eiga fini í 2 ár og hún klikkar aldrei og er örugglega öflugasta og áraðanlegasta rafmagnsdælan sem u kemst í. hún er vel þess virði þó hún kosti meira en hinar
29.02.2008 at 11:08 #615588Lenti í nákvæmlega sömu aðstæðum og GísliR nefnir hér að ofan með svona drasldælu frá n1 (gott ef hún kostaði ekki 18 þús bara líka). Ekki gaman að keyra heim í 4 pundum….
.
skilaði svo græjunni og notaði inneignina í eitthvað allt annað.
29.02.2008 at 11:18 #615590Ég er nú búinn að eiga svona n1 dælu í alveg 1 ár og hún hefur nú reynst býsna vel bara.
að vísu er ég nú ekki að dæla í mjög stór dekk hef dælt í 33" og hún var ekkert of fljót þannig að ég mæli nú ekki með henni fyrir 38" en hún er fín í smájeppa
29.02.2008 at 11:19 #615592Ég er nú búinn að eiga svona n1 dælu í alveg 1 ár og hún hefur nú reynst býsna vel bara.
að vísu er ég nú ekki að dæla í mjög stór dekk hef dælt í 33" og hún var ekkert of fljót þannig að ég mæli nú ekki með henni fyrir 38" en hún er fín í smájeppa
29.02.2008 at 11:36 #615594Glæsilegt.
Takk fyrir svörunina. Þetta var einmitt eitthvað sem mig vantaði. Ég var búinn að tala við N1 og voru þeir einmitt með dælu sem kostaði um 20 000 en Fossberg með Fini dælu. Sem kostar talsvert meira eða rúmlega 30.000.
En ætli maður taki ekki frekar Fini dæluna tekið mið af innslögum ykkar.
Takk fyrir svörunina.Kv
Kiddi
29.02.2008 at 12:13 #615596Þó hún kosti 30 þúsundkalla, þá er hún hverrjar krónu virði.
Ódrepandi kvikindi sem bara dælir og dælir. Svona Hilux loftdælanna
kv
Rúnar.
29.02.2008 at 12:39 #615598sælir
Mæli hiklaust með Fini, búinn að vera með svoleiðis í 3 ár og hún bara virkar.
Gerðu verðsamanburð, ath með verðið í Verkfærasölunni í Síðumúla, þeir voru ódýrastir þegar ég keypti síðast. Hún er einnig seld í BYKO, Landvélum og örugglega á fleiri stöðum.
kv
Agnar
29.02.2008 at 13:22 #615600Sælir.
Mæli með Fini Flass dæluni.
Talaðu við Benna eða Einar í verkfærasöluni í Síðumúlanum þeir vita upp á hár hvað þú þarft við hana.
Örn.G
29.02.2008 at 15:26 #615602Hefur einhver reynslu af Warn VTC (V-twin compressor) dælunum sem Bílabúð Benna er að selja?
Á að dæla 566 lítrum á mínútu án álags og tæplega 230 lítrum miðað við 90 psi.
Max 100 psi.
Hljómar vel, en hefur einhver reynslu?
29.02.2008 at 15:39 #615604Þessi dæla er er svona í stærikantinum og virkar alveg öuglega fyrir þá sem með stóran loftkút og eru á stóru dekkunum 44 + hinar eru bara mini um sig ( 30 minute peak continuous run time.)
kv,,, MHN
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
