FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Loft púða fjöðrun

by

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Loft púða fjöðrun

This topic contains 13 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Elvar Níelsson Elvar Níelsson 22 years, 2 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 21.02.2003 at 22:55 #192215
    Profile photo of
    Anonymous

    Ég er að velta því fyrir mér hvort það væri hentugra að setja bíl á fjöðrum á, loft púnða eða gorma og hvaða kosti og galla það hefði hvoru tveggja.

    Kveðja Jakob

  • Creator
    Topic
Viewing 13 replies - 1 through 13 (of 13 total)
  • Author
    Replies
  • 21.02.2003 at 23:11 #469036
    Profile photo of Björn Þorri Viktorsson
    Björn Þorri Viktorsson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 1380

    Logi Bergmann og Gísli Marteinn:… ég veit ekki,…. það er erfitt að segja…

    Þetta er allt spurning um áherslur eins og svo margt í þessu ótrúlega skemmtilega sporti okkar. Mér hefur sýnst, að þeir sem setji gorma séu almennt með tiltölulega "vandræðalausan" búnað, sem þó býður ekki upp á neinar breytingar t.d. til samræmis við færð. Hins vegar er loftið lofað af mörgum, sérstaklega þeim sem leggja áherslu á að geta breytt bílnum (sett hann upp) miðað við mismunandi aðstæður. Einhvernveginn hefur mér fundist að almennt sé minna viðhald á góðri gormagjöðrun, en ég hef sjálfur ekki persónulega reynslu af loftpúðafjöðrun.

    Þekki reyndar menn sem hafa gefist upp á að hemja loft í jeppum (þá á ég við ýmisskonar stýringar o.þh.) …loft lekur betur en gormar….

    Örugglega er samt "bæði betra" eins og segir í þekktri morgunkorns/sykurs auglýsingu…

    Ferðakveðja,

    BÞV





    22.02.2003 at 00:07 #469038
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Helsti kosturinn við loftpúðana er að það er hægt að stilla þá eftir hleðslu. Sjá meira [url=http://www.f4x4.is/vefspjall/tradur.asp?t=344:3rrnzi3g]hér[/url:3rrnzi3g]

    -Einar





    22.02.2003 at 00:21 #469040
    Profile photo of Hjörtur Sævar Steinason
    Hjörtur Sævar Steinason
    Participant
    • Umræður: 89
    • Svör: 1242

    Sælir Strákar,
    ég var með loftpúðafjöðrun hjá mér, og ég sá svona stundum eftir því að hafa sett hana í bílinn. Það var að leka loftlögn að púða svo lak önnur og koll af kolli stundum, rofi lak hjá mér og visegrip var sett á lognina. Svo þegar keyrt var í klaka þá var maður með hjartað í buxonum og svo að milja vel frá þeim allan ís, það þarf að hugsa um gott pláss í kringum þá ca 5 cm allan hringinn. Ég segi Loftpúðafjöðrun er bara ein tegund af fjöðrun, af hverju er hún betri, kannski á ég eftir að smíða þessa tegund af fjöðrun hjá mér aftur að aftan hver veit alla vegana hugsa það vel og vandlega.
    Kveðja Hjörtur og jakinn.





    22.02.2003 at 01:19 #469042
    Profile photo of Ólafur Eiríksson
    Ólafur Eiríksson
    Participant
    • Umræður: 19
    • Svör: 540

    Fræðilega séð er talsverður munur á loftpúðafjöðrun og gormum. Loftpúðafjöðrun er nefnilega ekki línuleg eins og gormar. þ.e ef þú tvöfaldar hlassþyngd á gormi þá tvöfaldar þú líka þá færslu sem gormurinn þjappast saman. Loftpúðar auka hinsvegar "burðinn" svipað og gormar á "miðjunni" (uppsettri aksturssöðu) en mun hraðar þegar þeir nálgast mestu samþjöppun. Þetta er einkenni á alvöru fjöðrun eins og er/var notuð í Citroen líka (vökva-gas fjöðrun)

    Málið er að við stöndum afar illa að vígi hvað snertir demparamál hérna á klakanum. Loftpúðar þurfa sérstaka gerð af dempun sem er ekki einu sinni lík gorma-blaðfjaðra dempun… Eini sénsinn til að fá loftpúða fjöðrun til að virka RÉTT er að kaupa rándýra KONI dempara, rífa þá í tætlur og fikta í ventladraslinu daglangt til að nálgast eitthvað sem getur talist ásættanleg lausn. Þessu nenna afar fáir en trúið mér að útkoman getur verið þess virði!! Annar séns er að kaupa erlendis frá stillanlega dempara sem eru meira ætlaðir í keppnir og eru stillanlegir utanfrá – bæði samslag og sundurslag. Það er bara dýrt!
    Bílar með rétt uppsetta loftfjöðrun eru ótrúlega mjúkir og bjóða upp á ferðahraða sem er vonlaust að ná með gormum, hafi þeir á annað borð eitthvað annað í húddinu en asíu mótora.

    Ef þú hyggst ekki kaupa þér rándýra dempara (koni) og leggja í þetta stillingar ferli þá getur þú alveg eins sleppt því að fá þér púða. Nema þá til þess eins að geta ráðið hæð bílsins óháð hleðslu á kostnað einfaldleikans sem gormar bjóða uppá. Sagan segir að þú vinnur ekkert í mýkt með hefðbundnum dempurum samhliða loftpúðum. Jafnvel Rancho 9000 henta ekki þrátt fyrir góða stillimöguleika, það þarf nefnilega að stilla sundur-sam slag gerólíkt miðað við það sem gerist í gormafjöðrun eins og R-9000 eru smíðaðir fyrir.

    Vona að þú sért einhverju nær





    22.02.2003 at 01:20 #469044
    Profile photo of Ólafur Eiríksson
    Ólafur Eiríksson
    Participant
    • Umræður: 19
    • Svör: 540

    Fræðilega séð er talsverður munur á loftpúðafjöðrun og gormum. Loftpúðafjöðrun er nefnilega ekki línuleg eins og gormar. þ.e ef þú tvöfaldar hlassþyngd á gormi þá tvöfaldar þú líka þá færslu sem gormurinn þjappast saman. Loftpúðar auka hinsvegar "burðinn" svipað og gormar á "miðjunni" (uppsettri aksturssöðu) en mun hraðar þegar þeir nálgast mestu samþjöppun. Þetta er einkenni á alvöru fjöðrun eins og er/var notuð í Citroen líka (vökva-gas fjöðrun)

    Málið er að við stöndum afar illa að vígi hvað snertir demparamál hérna á klakanum. Loftpúðar þurfa sérstaka gerð af dempun sem er ekki einu sinni lík gorma-blaðfjaðra dempun… Eini sénsinn til að fá loftpúða fjöðrun til að virka RÉTT er að kaupa rándýra KONI dempara, rífa þá í tætlur og fikta í ventladraslinu daglangt til að nálgast eitthvað sem getur talist ásættanleg lausn. Þessu nenna afar fáir en trúið mér að útkoman getur verið þess virði!! Annar séns er að kaupa erlendis frá stillanlega dempara sem eru meira ætlaðir í keppnir og eru stillanlegir utanfrá – bæði samslag og sundurslag. Það er bara dýrt!
    Bílar með rétt uppsetta loftfjöðrun eru ótrúlega mjúkir og bjóða upp á ferðahraða sem er vonlaust að ná með gormum, hafi þeir á annað borð eitthvað annað í húddinu en asíu mótora.

    Ef þú hyggst ekki kaupa þér rándýra dempara (koni) og leggja í þetta stillingar ferli þá getur þú alveg eins sleppt því að fá þér púða. Nema þá til þess eins að geta ráðið hæð bílsins óháð hleðslu á kostnað einfaldleikans sem gormar bjóða uppá. Sagan segir að þú vinnur ekkert í mýkt með hefðbundnum dempurum samhliða loftpúðum. Jafnvel Rancho 9000 henta ekki þrátt fyrir góða stillimöguleika, það þarf nefnilega að stilla sundur-sam slag gerólíkt miðað við það sem gerist í gormafjöðrun eins og R-9000 eru smíðaðir fyrir.

    Vona að þú sért einhverju nær





    22.02.2003 at 01:22 #469046
    Profile photo of Ólafur Eiríksson
    Ólafur Eiríksson
    Participant
    • Umræður: 19
    • Svör: 540

    Fræðilega séð er talsverður munur á loftpúðafjöðrun og gormum. Loftpúðafjöðrun er nefnilega ekki línuleg eins og gormar. þ.e ef þú tvöfaldar hlassþyngd á gormi þá tvöfaldar þú líka þá færslu sem gormurinn þjappast saman. Loftpúðar auka hinsvegar "burðinn" svipað og gormar á "miðjunni" (uppsettri aksturssöðu) en mun hraðar þegar þeir nálgast mestu samþjöppun. Þetta er einkenni á alvöru fjöðrun eins og er/var notuð í Citroen líka (vökva-gas fjöðrun)

    Málið er að við stöndum afar illa að vígi hvað snertir demparamál hérna á klakanum. Loftpúðar þurfa sérstaka gerð af dempun sem er ekki einu sinni lík gorma-blaðfjaðra dempun… Eini sénsinn til að fá loftpúða fjöðrun til að virka RÉTT er að kaupa rándýra KONI dempara, rífa þá í tætlur og fikta í ventladraslinu daglangt til að nálgast eitthvað sem getur talist ásættanleg lausn. Þessu nenna afar fáir en trúið mér að útkoman getur verið þess virði!! Annar séns er að kaupa erlendis frá stillanlega dempara sem eru meira ætlaðir í keppnir og eru stillanlegir utanfrá – bæði samslag og sundurslag. Það er bara dýrt!
    Bílar með rétt uppsetta loftfjöðrun eru ótrúlega mjúkir og bjóða upp á ferðahraða sem er vonlaust að ná með gormum, hafi þeir á annað borð eitthvað annað í húddinu en asíu mótora.

    Ef þú hyggst ekki kaupa þér rándýra dempara (koni) og leggja í þetta stillingar ferli þá getur þú alveg eins sleppt því að fá þér púða. Nema þá til þess eins að geta ráðið hæð bílsins óháð hleðslu á kostnað einfaldleikans sem gormar bjóða uppá. Sagan segir að þú vinnur ekkert í mýkt með hefðbundnum dempurum samhliða loftpúðum. Jafnvel Rancho 9000 henta ekki þrátt fyrir góða stillimöguleika, það þarf nefnilega að stilla sundur-sam slag gerólíkt miðað við það sem gerist í gormafjöðrun eins og R-9000 eru smíðaðir fyrir.

    Vona að þú sért einhverju nær





    22.02.2003 at 01:22 #469048
    Profile photo of Ólafur Eiríksson
    Ólafur Eiríksson
    Participant
    • Umræður: 19
    • Svör: 540

    allt er þá þrennt er… :(





    22.02.2003 at 06:37 #469050
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Það er rétt hjá Óla að loftpúðar er í eðli sínu "prógressívir" meðan stálfjaðrir eru línulegar. Til þess að loftpúðafjörun verði mjúk, þurfa púðarnir að vera langir, þá eru púðarnir það nærri því að vera línulegir að munurinn skifir litlu máli.

    Ég nota ódýra, granna Gabríel dempara í mýkstu stillingu, og er mjög ánægður með útkomuna. Ég kemst yfirleitt hraðar yfir en félagarnir og farangurinn aftur í haggast ekki. Ég er hættur að nenna að binda niður eldsneytisbrúsana, sem var alveg nauðsinlegt áður. Það er hugsanlegt að bíllinn yrði enn þíðari á vegum með mýkri dempara en ég hald að það yrði ekki til bóta í snjóakstri á úrhleyptu.





    22.02.2003 at 13:17 #469052
    Profile photo of Ólafur Eiríksson
    Ólafur Eiríksson
    Participant
    • Umræður: 19
    • Svör: 540

    jamm, vandinn er sá að púðarnir þurfa allt annað hlutfall milli sam-og sundurslags en er að finna í hefðbundnum "jeppadempurum" Trúlega er samslagið í Gabrieldempurunum þínum að ergja þig út á vegi Einar, þ.e of stíft samslag.





    23.02.2003 at 14:07 #469054
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Ég skil ekki hvers vegna menn vilja hafa mun á dempun sundur og saman. Ef það er munur, þá leiðir það til þess að bíllinn hækkar eða lækkar á ósléttum vegi. Mjúk fjöðrun, eins og loftpúðar geta verið, er viðkvæmari fyrir þessu en stíf fjöðrun.

    Ég er mjög sáttur við dempunina hjá mér, ég hef ekki orðið var við að bíllinn lyfti sér á holóttum vegum eða þvottabrettum eins búast mætti við ef samslagið væri meira dempað en sundurslagið. Til að fá betri dempun þá þyrfti hún að vera stillanleg eftir aðstæðum, meiri á úrhleyptu en kannske aðeins mýkri með fullum þrýstingi í dekkjum.

    -Einar





    23.02.2003 at 14:41 #469056
    Profile photo of Ólafur Eiríksson
    Ólafur Eiríksson
    Participant
    • Umræður: 19
    • Svör: 540

    Þessi hækkunnar/lækkunnar áhrif á vondum vegi eru svo smá að þú finnur þau ekki nema þú farir langt út úr kortinu í stífleika á dempun í aðra hvora áttina.

    Nú er erftitt að fá tölulegra upplýsingar um dempara almennt, en þær sem ég hef séð benda alls ekki til þess að þeir hafi sama "stífleika" sundur/saman. Enda væri það merkileg tilviljun ef það hentaði betur en annað.





    23.02.2003 at 21:58 #469058
    Profile photo of Heimir Jóhannsson
    Heimir Jóhannsson
    Participant
    • Umræður: 22
    • Svör: 171

    Ég er búinn að ganga í gegnum þenna höfuðverk með loftpúðana. Það þarf svo sem ekki að bæta við miklu sem Óli er að benda á, því þetta er allveg rétt hjá honum. En það er eitt sem menn eru mikið að misskilja með púða, en það er að þú getir verið að hækka og lækka bílinn eins og þú villt. Vissulega getur þú það, en púðinn er hannaður til að fjaðra í ákveðinni hæð. T.d er púðinn minn hannaður til að vera í 13.5 tommum. Þá verður að smíða púðan þannig undir bílinn að púpinn standi í 13.5" þegar hann er réttur á 44". Það myndi ekki þýða að setja 38" dekk undir og hleypa lofti úr púðunum og lækka bílinn. Þá ertu búinn að missa eiginleika loftpúðana til að fjaðra rétt. Þetta með demparana er allveg rétt hjá Óla, ég var ekki ánægður fyrr en ég var búinn að láta breyta Koni dempurunum rétt. Það tók tíma og kostaði peninga. En þetta nátturlega frábær fjöðrun.

    kv,
    heijo





    24.02.2003 at 15:38 #469060
    Profile photo of Elvar Níelsson
    Elvar Níelsson
    Participant
    • Umræður: 16
    • Svör: 649

    Ég settu púða undir L200 nú fyrir stuttu ásamt koni dempurum.

    Þegar ég var með fjaðrirnar og keyrði ofaní holu eða yfir stein var eins og afturfarþegi sparkaði í sætið hjá mér þó svo að farþeginn væri enginn. Nú er þessi huldi farþegi farinn að halda mjúkum höndum við hálsinn á mér, sem er mjög gott.

    Ég er jafn ánægður með þetta eins og kona sem er búin að missa 20 kg af afturendanum. :)

    Kostnaður var rúmlega 100 þús.
    Ég á enn eftir að stilla dempara betur en reynsla er mjög jákvæð.

    Elvar





  • Author
    Replies
Viewing 13 replies - 1 through 13 (of 13 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.