This topic contains 3 replies, has 1 voice, and was last updated by Hörður Bjarnason 12 years, 3 months ago.
-
Topic
-
Er svo gott sem búinn með fyrri áfangann af úrhleypibúnaðinum, þ.e klára að tengja loftið út að hjólum.
Þetta er ódýr útgáfa og hefur kostað hingað til um 35 þús frá Landvélum með 4×4 afsl.Hér er verið að prufa kerfið.
Setti þetta svona upp, vinstra megin kemur loftið inn og út hægra meginn.
Svo er aftari kraninn við T-stykkið vinstra meginn, fyrir mælinn sem sýnir þrýsting í dekkjum, en ég valdi 1 bar mæli eða 15 pund.
Það er því mikilvægt að klikka ekki á því að opna inn á hann þegar meiri þrýstingur er á kerfinu. Ætla samt að bæta við einum felguventli einhversstaðar til að geta mælt meiri þrýsting í dekkjum, og til vara ef maður sprengir mælinn í hita leiksins..
Vinstri mælirinn er dekkjaþrýstingur og sá hægri fyrir þrýsting á kerfinu.
Splæsti líka í Led ljós í loftið, takkinn er til að kveikja annað ljós sem ég setti við baksýnisspegilinn.
Þetta er rosalegur munur frá litlu glóperunni sem var fyrir.
Megi komandi vetur vera snjóþungur og dimmur, amen
You must be logged in to reply to this topic.