FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Ljótur utanvegaakstur!!!

by Þorvarður Ingi Þorbjörnsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Færð á fjöllum › Ljótur utanvegaakstur!!!

This topic contains 2 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Þorvarður Ingi Þorbjörnsson Þorvarður Ingi Þorbjörnsson 13 years, 10 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 22.06.2011 at 08:01 #219518
    Profile photo of Þorvarður Ingi Þorbjörnsson
    Þorvarður Ingi Þorbjörnsson
    Participant

    Félagar,
    Búið er að hefla inn í Laugar frá Sigöldu og stynga í gegnum skaflinn sem hvað lengst stóð í Vegagerðinni, um bíllengdar langur og rúmlega meters þykkur skafl utan í Stútnum, gígnum austan við Frostastaðahálsinn. Það hvað þessu var lengi frestað hefur valdið mesta og ljóstasta utanvegarakstri á svæðinu sem ég hef séð. Í flestum tilfella hafa jeppar á mjóum dekkjum skorið landið við að fara eða reyna að fara framhjá sköflum og pollum og forarvilpum. Þetta er mest áberandi neðan við Hnausapoll og vestan við Frostastaðaháls, en einnig við Sigölduna og einbúa þann sem er mitt á milli Sigöldu og Bjallavaðs. Þessum sárum má að nokkru loka með því að keyra með þungum bíl á stórum dekkjum með fínu munstri í sömu förin. Ég hef átt leið þarna um síðustu tvo daga með ferðamenn og prófað þetta aðeins, rétt eins og ég gerði oftlega í fyrra. Spurning hvort ég fái þá á mig kæru fyrir utanvegarakstur?

    Þarna bráðliggur á að taka til hendinni til að loka ljótum sárum og til að koma í veg fyrir frekara tjón og frekari utanvegarakstur. Hvet ég félaga sem leið eiga þarna hjá og e.t.v. smá tíma aflögu að hafa hrífuna góðu með í för og leggja landinu lið. Ekki veit ég hvort prófað hefur verið að slóðadraga hjólför sem liggja um sanda og vikra en það væri vel reynandi.
    Það er augljóst að óábyrgir ökumenn óbreyttra bílaleigubíla fara inn á þessa vegi og þessi svæði mun fyrr en opnanir vega gefa tilefni til og mun fyrr en við ábyrgir félagar leyfum okkur og ætti það eitt að vera áhyggjuefni. Við félagarnir sitjum aftur uppi með skömmina. Það að setja ekki efni í verstu vilpurnar og koma vegstæðinu upp úr drullunni, pollunum og sköflunum og opna leiðirnar á skynsamlegum tíma býður á hverju vori hættunni heim.

    Við skulu ekki láta Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra þurfa að éta ofan í sig orðin um „15-30% minni utanvegarakstur árið 2010 frá fyrra ári skv. tölum frá landvörðum og lögreglustjóraembættum“. Það sem hins vegar mætti kynna fyrir henni er að hvað orginal íslenskan utanvegarakstur snertir þá hefur hann að mestu orðið ósýnilegur fyrir tilstilli 4×4, vegna ferlunar og stikunar vega, kynningar og áróðurs, svo og lagfæringum á ljótum hjólförum.

    Dómadalsháls er ófær vegna skaflsins góða, -og að auki stendur vatn í öllum dalnum sem gæti tafið þó nokkuð að leiðin opnist nema hefluð verði ný leið ofan vatnsins.

    Hef engar aðrar fréttir af Kaldadal en að hann sé þurr, nema norðan til þar sem ennþá liggi snjór í veginum. Þetta er þó birt án fullvissu um ástandið vegarins.

    Kvikmyndaverkefni er að fara í gang við Dómadalsleið innan við Valafell, en ég held að það muni ekki trufla umferð.

    Ingi

  • Creator
    Topic
Viewing 2 replies - 1 through 2 (of 2 total)
  • Author
    Replies
  • 22.06.2011 at 08:37 #732433
    Profile photo of Jón Hrafn Karlsson
    Jón Hrafn Karlsson
    Member
    • Umræður: 15
    • Svör: 130

    Nú er sigalda – landmannalaugar ennþá merktur sem lokaður á kortinu hjá vegagerðinni, frá 20 jún.

    Er Frostastaðavatnið orðið íslaust?





    22.06.2011 at 18:57 #732435
    Profile photo of Þorvarður Ingi Þorbjörnsson
    Þorvarður Ingi Þorbjörnsson
    Participant
    • Umræður: 72
    • Svör: 468

    Já, íslaust og mjög hátt í því.
    Veiðimenn byrjaðir að kasta…

    Ingi





  • Author
    Replies
Viewing 2 replies - 1 through 2 (of 2 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.