This topic contains 3 replies, has 1 voice, and was last updated by Dagbjartur L Herbertsson 15 years, 9 months ago.
-
Topic
-
Eins og einhverjum gæti verið kunnugt um, þá stendur nú yfir sýning Ólafs Elíassonar hjá okkur í Gallerí I8 að Klapparstíg. Meðal verka er ,,sería“ af ljósmyndum þar sem jeppar kljást við íslensk straumvötn (og oftar en ekki sitja þar fastir).
Við höfum verið að auglýsa eftir myndum í ,,seríuna“ og óskum þess eindregið að þið grafið upp myndir og sendið okkur til að auka á flóruna.
Það væri gaman að fá dálítið ,,extreme“ myndir! Einnig væri sérstaklega gaman ef viðfangsefnið er af gömlum trukkum (Dodge Weapon, rússajeppar eða eitthvað í þeim dúr!).
Ef myndin fellur í náð Ólafs og fer í ,,seríuna“, þá fær viðkomandi myndsmiður áritað prent frá Ólafi fyrir viðvikið.Myndirnar skulu sendast á jeppar@i8.is í bestu mögulegu gæðum.
Ef myndin er eingöngu til á prenti eða negatívu þá getið þið komið með hana eða sent á Gallerí I8 Klapparstíg 33, 101 ReykjavíkBestu kv.
Dagur Óskarsson
s:898-9892
dagur@i8.is
You must be logged in to reply to this topic.