This topic contains 7 replies, has 7 voices, and was last updated by Gunnar Sigurfinnsson 10 years, 9 months ago.
-
Topic
-
Hér er önnur tilraun til að koma af stað þræði til að auka áhuga félagsmanna og annara á vefsíðunni okkar. Auk okkar hérlendis eru einstaklingar erlendis farnir að skoða vefinn okkar töluvert.
Við skulum bara byrja á því að setja inn myndir sem okkur þykir vænt um og segja okkur eitthvað um ferðir okkar um hálendi Íslands. Það er af sérstökum atburðum, erfiðum uppákomum, velheppnuðum ferðum með félögum og m.fl. Leitið nú að myndinni sem koma fyrst upp í hugann og setjið hana hér inn. Texti um atvikið er auðvitað stórt innlegg.
Það eru engin verðlaun bara heiður fyrir fallegar myndir sem aðrir setja „Like“ við.
Vefsíðan er ekki komin það langt ennþá að hægt sé að koma með ljósmyndakeppni þannig að öllum líki.
Kv. SBS Vefnefnd.
You must be logged in to reply to this topic.