This topic contains 6 replies, has 1 voice, and was last updated by Sigurbjartur Ingvar Helgason 16 years, 9 months ago.
-
Topic
-
Nú er ég loksins að fara að setja kastara á trukkinn og hafði hugsað mér að tengja þá þannig að þeir virki með háuljósunum og einnig stöðuljósunum í gegnum takka.
Hvar er best að taka þessa strauma ? (við ljós, við relay eða annarsstaðar)
Hvernig væri best að stjórna þessu ? tengja báða stýristraumana inn á relay og nota takka til að skipta á milli, eða tengja háa geislan beint í kastaratakkann og tengja síðan stöðuljósin í gegnum takka við kastaratakkann einnig ?
Hugmyndin væri þá að kastararnir myndu alltaf virka með háuljósunum en við sérstakar aðstæður gæti ég tengt stöðuljósastrauminn til að nota kastarana án aðalljósa með því að kveikja á aukatakkanum.
Ég er búinn að skoða nokkra þræði um þessi mál og hef séð menn tala um slíka útfærslu en ekki beint hvernig menn tengja þetta.
Annað þessu tengt, má vera með 3 kastara að framan? Hugmyndin er að sá þriðji verði ekki auka háljósakastari, heldur LR eða Xenon, þ.e. xtra sterkur í slæmu skyggni, eða þurfa þeir allir að vera eins?
You must be logged in to reply to this topic.