Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Ljóskastarar
This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 23 years ago.
-
CreatorTopic
-
01.11.2001 at 20:53 #191191
Mig vantar upplýsingar út frá reynslu eldri félaga miðað við blandaða notkun og misjafnar aðstæður sem menn lenda í (viljandi eða óvænt)
Á að nota tvískipta kastara, með há/lág ljós, eða láta 100W langa mjóa geisla m/bláu gleri duga.
Forgangsröðin við valið hjá mér væri líklega:
1)öryggi í akstri, 2)lítill kostnaður, 3)tegund/útlit. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
08.11.2001 at 18:13 #457654
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
IPF Super Rally kastararnir er bestu kastarar sem ég hef á æfinni notað, eru með háum og lágum geysla og þeir svínvirka, það er ekkert smá ljóshaf sem kemur frá þeim.
En ég veit ekki hvað þú kallar dýrt, þeir kostuðu um 50.000.- en eru á um 28.000.- núna (held ég) og fást hjá Benna.
P.s. Bennni er með fullt af mjög góðum vörum á frábæru verði, og fyrir þá sem eiga Toyotu þá er betra að versla þar en hjá okrurunum á Nýbílaveginum (nefni engin nöfn :):):))
Kær kveðj Finnur
13.11.2001 at 00:01 #457656Sæll nonnimagg.
Ég átti áður IPF helvíti fína kastara, með gulu lítið skornu gleri. Það voru original 130W perur í þeim sem entust illa, en með 100W OSRAM perum gerður þeir sama/svipað gagn. Þessir kastarar voru léttir í rekstri og lýstu vel, en létu dálítið á sjá hið ytra. Þeir koma ekki með "lúmminu" og því þarf að kaupa það sérstaklega (vírar, rofi og relay).
Nú er ég með IPF 130/100, með hvítu lítið skornu gleri en litaðri "gold" 2ja geisla peru. Fín ljós sem koma með lúmminu kláru, standa sig vel í útliti, en perurnar eru hrikalega dýrar (ca. 4-5000 kall stk.) Ég nota lága geislann nánast ekki neitt, þannig að ég leggði ekki sérstaklega uppúr því í þínum sporum. Ef þú kaupir svona kastara, skaltu rífa krómgrindina framan af þeim, hún dregur helling úr virkninni.
Ég kýs litaða kastara til að minnka endurkast frá snjókomu og ég vil ekki glæra punktkastara, þar sem mér finnst þeir viðkvæmari fyrir titringi og einnig lýsa þeir upp minni flöt. Ég nota kastarana mikið á þjóðvegakeyrslu og er að segja má háður þeim við þær aðstæður.
Ekki eyða peningunum þínum í fiskaugu nema þú viljir skreyta bílinn þinn. Þau eru ekki til annars!
Svo finnst örugglega einhverjum öðrum allt annað, en það er jú það sem gefur lífinu gildi.
Með ferðakveðju,
BÞV
23.11.2001 at 22:43 #457658Ég er með HELLA luminator "punkta" á bílnum mínum og er mjög ánægður. Ég er að vinna á flutningabíl og er með HELLA rallie 3000 "punkta" á honum og er jafn ánægður með þau. Þau lýsa langt og ég hef ekki ennþá fundið það breiðan veg á Íslandi að þau geti ekki lýst upp svo breiðan flöt. Vinnufélagi minn var með rallie 3000 "punkt/dreifi" á flutningabílnum hjá sér og hann skipti samlokunum út fyrir "punkta", ég vil þó ekki útiloka að "punkt/dreifi" ljósin séu heppilegri framan á jeppa vegna þess að þar eu þau lægra en á toppi flutningabíls. Ég mæli með perum frá WURTH. Ég hef prófað þær og líka FLÖSSER peur frá Bílanausti og það er þó nokkur munur, bæði á ljósi og endingu.
23.11.2001 at 23:38 #457660Sæll Kitti.
Gaman að heyra frá "atvinnumönnum" um þessi mál. Eru "HELLA luminator" þessi bláu ljós frá HELLA? Finnst þér titringur ekkert pirra þig með punktljósin? Kannski er það bara spurning um að stífa ljósin nógu vel af. Það er einnig gott að fá ráð frá mönnum um það hvaða perur endast betur en aðrar, því það er fátt meira pirrandi en að vera endalaust með þær í höndunum.
Mér dettur í hug í þessu sambandi: Ég keypti perur hjá Esso um daginn í grænum pökkum (ég man ekki hvað þær heita) og þvílíkt bölvað drasl. Það var svo slappur ljósgeislinn af þeim að það minnti helst á gömlu amerísku samlokurnar frá því á 7. áratugnum. Ég reif þær snarlega úr og henti þeim.
Lýsum upp tilveruna!!
BÞV
24.11.2001 at 12:39 #457662Nei luminator ljósin eru ekki þessi bláu, þau heita rallie 3000 blue eða eitthvað svoleiðis. Luminator eru jafn stór og rallie 3000, en þau eru ú einhverri sink blöndu en ekki plasti eins og rallie 3000 og þau eru mun snyrtilegri en 3000 ljósin, festingin er mun öflugri þannig að ef undirlagið er ekki að hristast eru ljósi til friðs.
Ég er sammála því að það þarf að stífa ljósin til að maður verði ekki var við tiringinn á þeim. Það á ekki bara við um punktana, heldur öll ljós.
Takk fyrir Kitti.
24.11.2001 at 23:44 #457664
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir…
Ég hef unnið sem "trökkdriver" bæði hér heima og einnig í Svíþjóð í mörg ár, og mín reynsla var sú að BOSCH kastararnir lýstu betur en HELLA og entust betur…var ég bæði með dreifi og punkta í grillinu og tvo punkta á toppnum þeir eru það góðir að ef þú bara festir þá í eitthvað sem ekki titrar þá eru þeir til friðs. BOSCH var reyndar eilítið dýrari en HELLA allaveganna í Svíden en mun betri.
Perurnar sem ég notaði voru einnig frá BOSCH góð ending og góð birta.
Kv
Snake
25.11.2001 at 13:57 #457666Ég hef verið að prufa hinar og þessar perur í ljósin á bílum og er kominn á þá skoðun að perurnar frá Wurth séu nokkuð góðar. Hrifnastur er ég af Gullperunum frá þeim í aðalljósin sem eru ekki neitt stærri en venjulegar perur (55-60 minnir mig) en eiga að gefa 30% meira ljós en venjulegar perur. Þessar perur gefa mjög gott ljós í skafrenning og hríð og henta vel við íslenskar aðstæður. Kveðja Hlynur R2208
26.11.2001 at 15:59 #457668Takk fyrir að spinna vefinn og "svara kallinu", ég er búinn að skipta um skoðun og nú fer óskalistinn að verða klár fyrir jólin.
27.12.2001 at 00:16 #457670Sælir,
Mig langar að endurvekja þennan þráð með því að spyrja hvort einhver hafi prófað eða eigi LightForce kastarana frá Arctic Trucks ??
Ég var lengi að velta mér uppúr hvaða kastara ég ætti að biðja um í jólagjöf og á endanum valdi ég þessa. Hinsvegar á ég eftir að setja þá á og er kominn með smá bakþanka um hvort ég hefði átt að velja aðra.
Það sem ég var heitastur fyrir voru IPF Super Rally 960 sem virkuðu mjög vel á mig með 170 watta háageisla. PIAA fannst mér alltof dýrir.
En ég valdi hina því: a) þeir eru úr plasti og ættu ekki að láta á sjá, b) þeir eru með stillanlegann geisla og c) mér finnst þetta linsu-system helv. sniðugt.Vinsamlegast segið mér ef þið hafið einhverja reynslu af þessum græjum.
Kveðja,
Valdi
27.12.2001 at 00:44 #457672
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir!!
Þetta með Lightforce held ég að sé mjög sniðugt…ég held að þessir kastarar séu mjög góðir…Þeir eru framleiddir í Ástralíu og ég veit að þeir eru vinsælir hjá flutningabílstjórum…Og þeir eru kanski að aka í fleiri daga til að komast á leiðarenda og aka mjög mikið að nóttu til…Ég las um þessa kastara í Sænsku Trukka blaði. Þeir fengu mjög góða dóma….
Ég held að það sé sniðugt þetta "linsu" system hjá þeim..ég er sammála því.
Þetta eru kastarar sem ég á pottþétt eftir að prófa….En er með nóg á bílnum mínum eins og er…
Um að gera að prófa….Þeir eru örugglega ekki verri en hvað annað…
Kv
Snake
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.