This topic contains 7 replies, has 1 voice, and was last updated by Gunnar Sigurðsson 21 years, 4 months ago.
-
Topic
-
Góðan daginn
Ég á í vandræðum með aðalljósin á jeppanum hjá mér.
Ég ætlaði að athuga hvort einhver hefur lent í þessu sama og gæti sagt mér hvað væri að.
Málin standa þannig að ég er kannski að keyra með ljósin kveikt og þá byrja ljósin að blikka á fullu og svo loga þau og svo slokknar alveg á þeim og kviknar aftur.Ok ég verð að viðurkenna að mér fannst þetta smá fyndið til að byrja með en hætti því skyndilega þegar hann byrjaði á þessu í svarta myrkri á 90 út á þjóðvegi.
Ég er búin að elta allar snúrurnar í ljósin og þær leiða hvergi út. Þá er rofinn eftir en kastarnir eru tengdir inn á aðalljósarofan og þeir blikka ekki, sem betur fer þeir eru búnir að redda mér algjörlega.
En allavega ef einhver kannast við þetta og búin að ráða framm úr því þá eru góð ráð vel þegin því ég er engin snillingur í þessu rafmagnsdóti.kveðja
Rúna
You must be logged in to reply to this topic.