This topic contains 14 replies, has 1 voice, and was last updated by Samúel Þór Guðjónsson 13 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
22.03.2011 at 15:05 #218120
Loksins dó kvikindið, 😉 Gleymdist að fylgjast með olíunni á vélinni? Hvað er í gangi þarna uppfrá?
Kv Bjarki -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
22.03.2011 at 16:12 #724440
til hvers er skálanefndin ?
22.03.2011 at 17:08 #724442Djöfull er ég ánægður með að þessi hækja sé loksins hrunin. Því fyrr sem menn geta gleymt þessu óskapnaði, því betra.
Hvað skyldi nýji Listerinn vera mörg kw ? Það ætti að stofna Listervinafélag þegar þessa elska kemur.
22.03.2011 at 19:02 #724444Sælir þið þrír. Ég skal nú gera mitt besta til að svara því sem ykkur liggur mjög á hjarta. Fyrst Bjarki. Það gleymdist ekki að fylgjast með olíunni á vélinni eftir þeim heimildum sem ég best hef heldur var mælt á henni um kvöldið og bætt á hana. Á einhverjum tímapunkti úm nóttina hefur hún skotið bæði kvarðanum og olíuáfyllingartappanum út og lá hvorutveggja á gólfinu um morguninn ásamt því að megnið af olíunni var á gólfinu. Óhljóðin sem fylgdu sögðu sitt um hvað var í gangi. Lítið meira um þetta að segja og það er "svo sem ekkert í gangi" þarna uppfrá, vélin hefur verið í gangi hátt í 200 tíma frá áramótum og ekkert hefur amað að henni þannig að ég sé ekki að nokkur hefði getað gert nokkuð í þessu, þetta er bara eitt af því sem skeður. Og ertu nokkuð óhress með þessi málalok hvort eð er? Karl Guð. Ég kann ekki við tóninn í þessari spurningu hjá þér. Þú hefur kannski ekki verið að fylgjast mjög vel með því sem skálanefndin hefur verið að gera, þá mundir þú ekki spyrja svona. Ég gæti skrifað hér langan lista yfir það sem skálanefndin hefur gert síðan í sumar en ætla mér að sleppa því, það hefur verið gerð grein fyrir því á félagsfundum. En eitt get ég sagt þér um það sem skálanefndinni er EKKI ætlað að gera en mér finnst svona eins og þú ætlist samt til þess. Það er EKKI hlutverk skálanefndar að fara uppeftir sem vélagæslumenn í hvert skifti sem einhver gistir þar. En ef ÞÚ vil taka að þér það hlutverk "so be my guest." Skálanefnd sendir leiðbeiningaskjal fyrir skálann til allra sem panta hann og þar koma fram leiðbeiningar um það hvernig ætlast er til að menn beri sig að þarna uppfrá. Og við getum ekki farið að stafa þetta skjal ofan í þá sem við því taka. En ef ÞÚ vilt taka það að þér þá enn á ný, " be my geust". Hlynur. Svo sem ágætis komment og gott að þú ert ánægður, gleður mit litla hjarta að vita það. Listerinn nýji er annars 13,9 kw, það sama og fyrri vél. Legg til að þú sjáir um að stofna hið nýja félag og verðir formaður, gjaldkeri og meðstjórnandi. Ég og hinir skálanefndarmennirnir skulum svo vera almennir félagsmenn.
Mbk. Logi Már. / Skálanefnd
22.03.2011 at 19:16 #724446Djöfull líst mér vel á þetta. Verður hún í kassa og bara með ON/OFF takka ?
22.03.2011 at 22:53 #724448Það eru nú ófáar næturnar sem maður sofnaði útfrá hljóðinu í listernum um borð í bát sem ég var á… mala eins og grár og feitur köttur
22.03.2011 at 22:54 #724450Fyrirgefðu hvað ég svara seint Hlynur, fór út að borða í tilefni 26 ára brúðkaupsafmælis og er hruninn í það en svo ég svari spurningunni, þá er hún ekki í kassa en við höfum góðar vonir með að geta komið hlutunum þannig fyrir að það verði bara on og off takki inni i skálanum. Það eru öryggi sem drepa á vélinni ef smurþrýstingur fellur og ef hitastig verður of hátt þannig að öryggi vélarinnar ætti að vera eins tryggt og hugsast getur. L.
23.03.2011 at 00:22 #724452Sælir allir saman.
Lýst vel á að fá nýja vél í Setrið. Þá getum við hætt að væla út af þeirri gömlu ;o) Og hafi allir góðir menn (konur eru líka menn) mikið þakkæti fyrir allt sjálfboðaliðastarf í þágu klúbbsins. Við höfum örugglega öll skoðun á hinu og þessu, en mér dettur ekki í hug að setja út á menn og málefni hér.
Lífið er allt of stutt til að eyða því í einhverja þvælu. Sjáumst á fjöllum :O)
kv
Palli
23.03.2011 at 07:41 #724454Blessuð sé minning Deutz Ligthmotor Á hvorum staðnum ætli sál hennar lendi? Það sem ég hef séð til skálanefndar er að enginn prestur sinnir betur söfnuði sínum en hún skálanum.
Hafið þökk fyrir
Kv
Pétur
23.03.2011 at 08:50 #724456
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég er sammála Pétri er varðar skálanefnd. Menn verða að gæta sín á að vera ekki með fljótfærnislegar aðdróttanir. Við eigum að hrósa mönnum fyrir vel unnin störf. Einnig vantar í klúbbstarfið fórnfúsar hendur og réttmæta gagnrýni.
Kv. SBS
23.03.2011 at 10:26 #724458Þar sem ég var nú í skálanefnd fyrir nokkrum misserum ásamt góðum félögum, þá tel ég mig vita um hvað það snýst að vera í skálanefnd, hún er EKKI barnapía fyrir alla hina sem fara inn í Setur. En sumir halda það, því miður.
En allt má gagnrýna ef það má hrósa, en einhvern veginn hefur gagrýnin alltaf verið ofaná, því miður.
Ég var í þeirri nefnd sem fór í það að undir búa og byggja klósettviðbyggingu, að mínu mati til mikillar batnaðar fyrir skálann. En það voru svo sannarlega EKKI allir sammála þá. En svona er þetta bara. En mér finnst allir þeir sem starfa fyrir klúbbinn, eiga HRÓS skilið. svo er annað hvort við séum sammál öllu.
Kv Bjarki fyrrverandi skálanefndarmaður
23.03.2011 at 13:03 #724460Er hægt að hita upp húsið og gista í því þó svo að það sé ekki ljósavél í gangi.
23.03.2011 at 13:46 #724462Já það er hægt að gista í húsinu ef menn sætta sig við að nota kamarinn á Setunni og hafa ekki vatn né rafmagn. Húsið er hitað með olíukamínu þannig að hiti er fyrir hendi. L.
23.03.2011 at 17:44 #724464Væri ekki hægt að setja upp 12v lýsingu þannig að það sé hægt að gista og hafa ljós án þess að setja ljósvélina í gang. Það er nú ekki ókeypis orðið að kaupa olíu þannig að það væri best að spara ljósavélina sem mest.
Réttatorfa er búinn á þennan hátt og er þetta alveg snild, ljós og vatnsdæla á 12v. Ekki þarf að setja ljósvélina í gang þar nema það þurfi að hlaða geymana eða það sé verið að nota rafmagnsverkfæri eða eitthvað svoleiðis.
28.03.2011 at 23:00 #724466Ágætt að búið sé að finna arftaka gömlu vélarinnar og bestu þakkir til skálanefndarinnar fyrir vel unnin störf.
Hitt er svo annað mál að 12V kerfi er náttúrulega hentug lausn til að spara olíu, en það er ekki víst að það svari endilega kostnaði. Fyrir 12V kerfi sem á að hafa lýsingu ofl þá þarf annsi margar geyma, ef geymarnir eiga að endast eitthvað, það má ekki gleyma því að t.d. 100Ah geymir má alls ekki fara niður fyrir 50% hleðslu og helst ekki niður fyrir 75-80% hleðslu. Þá þyrfti væntanlega að hlaða með rafstöð í samblandi við sólarsellur, sem eru afar kostnaðarsamar. Svona kerfi þarf að hugsa vel út og byggja upp á einhverjum tíma.
Best væri að þetta væri sjálfvirkt móniterað þannig að þegar spennan á rafgeymunum er komin niðurfyrir viðunandi mörk fari rafstöðin í gang og hlaði þá.Mér finnst líka að fólk megi spara orðin örlítið í umræðunni, leiðindi borga sig sjaldnast. Ef okkur þykir eitthvað athugavert við hvernig skálanefndin vinnur, er bara um að gera að bjóða sig fram og taka þátt!
Við megum ekki gleyma því að fólk er að vinna að þessu í sínum frítíma (t.d. með vinnuferðirnar) og er algjörlega í sjálfboðaliðastarfi fyrir klúbbinn og meðlimi hans. =)Eins og einhver sagði, lífið er of stutt fyrir leiðindi!
kkv, Samúel Úlfr
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.