This topic contains 43 replies, has 1 voice, and was last updated by Einar Kjartansson 18 years, 3 months ago.
-
Topic
-
Ég var á ferðinni um daginn í alvöru myrkri og er eftir það algerlega sannfærður um að ljósasettið framan á druslunni er algerlega óviðunandi.
Ef maður vill fara í fullt af ljósi fyrir allan peninginn þá eru Hella Xenon Luminator (800-1000USD stykkið!) örugglega málið. Lightforce er með sambærilega vöru sem þeir kalla 240 HID sem er örugglega svipað og Hella Xenon Luminator en líka eitthvað sem þeir kalla 240 Blitz á 180USD stykkið, þau geta reyndar „bara“ 66% af ljósinu í candlepower sem 240 HID gerir en „candlepower per USD“ er betra og taka sennilega meiri straum.
Því spyr ég…. á einhver svona Lightforce 240 Blitz? Hvernig er reynslan af þeim m.v. annað í þessum verðflokki? Er eitthvað vit í þessum filtera og fókusstillingu (a la MagLight) eða er þetta bara pjatt? Er ég að líta fram hjá einhverju ótrúlega mikilvægu í þessu öllu saman?
You must be logged in to reply to this topic.