Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Liverpooooool
This topic contains 15 replies, has 1 voice, and was last updated by Rangur 19 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
25.05.2005 at 23:26 #195978
bara smá gleði
kv Ási
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
25.05.2005 at 23:28 #523518
Þó svo ég sé ekki Liverpool maður þá eru (flestir) vinir mínir það. Ég var á Players í kvöld og þar var góð stemning. Þeir sem fóru heim í stöðunni 3-0 hljóta að vera búnir að naga sig í handarkrikana.
-haffi
26.05.2005 at 02:19 #523520Já ég var á kringlukránni að horfa á leikinn og það fóru eiginlega allir í hálfleik. En þetta átti ekki að fara svona samkvæmt minni spá…ég hata liverpool næstum því jafn mikið og arsenal og united. En ég er sáttur við minn deildarmeistaratitil 😉
kv, Chelsea maðurinn
ps. byrjaði að halda með chelsea þegar ég var 10ára ekki þegar Eiður fór þangað 😉
26.05.2005 at 02:25 #523522………hægt að sleppa þessu boltakjaftæði hérna. Það er nóg af öðrum vettvöngum til að rífast um þennan heimskulega ofbeldisleik, eins og td. fotbolti.net. Vinsamlega sleppið þessu hérna.
26.05.2005 at 10:59 #523524Gæti ekki verið meira sammála
26.05.2005 at 11:17 #523526Mér finnst þetta nú saklaust þó menn skrensi aðeins útaf hinum gullna meðalvegi. Þetta geris oft þegar skemmtilegir hlutir gerast og vill ég bara minna menn á það hvað við höfum oft getað hnítt í Júrovisío eða þegar fróðir menn fræddu okkur um allt hvað varðar ógeðslegann drykk frá Írlandi. Ég held að þetta brjóti aðeins upp þetta pjall og geri það meira lifandi, því hef ég ekki trú á því að þetta kæfi allmenna jeppa umræðu. bla bla bla……….. og bla bla
26.05.2005 at 11:19 #523528er bara svo hrikalega LEIÐINLEG íþrótt, að mér verður illt að hlusta, horfa eða lesa um fótbolta.
26.05.2005 at 11:31 #523530Við þessu eru til ýmiss góð ráð og hafa sérfræðingar og vísindamenn komist að því, að hægt ar að skipta um rás á sjónvarpinu en kostar það að vísu að það þarf að teygja sig eftir fjarstýringunni sem gæti legið röngu meginn á stofuborðinu. einnig er hægt að slökkva á sjónvarpinu sem er að vísu all rótæk aðgerð. Svo er það með lestrarefnið í dagblöðunum, þá er hægt að reina að fletta hratt yfir sport síðurnar eins og maður gerir við fasteignarauglýsingarnar frá Birni Þorra og hans félögum. Prófaðu þetta til þess að byrja með og ef þetta dugir ekki gegn þessum vá gesti þá á ég fleiri ráð upp í erminni. Láttu mig bara vita í tímanlega. Kv Jón Snæland
26.05.2005 at 11:58 #523532You never walk alone………………
Kveðja
JÞJ
26.05.2005 at 19:53 #523534kemur þetta nokkuð niður á patrol
26.05.2005 at 21:07 #523536Vitið þið að fótbolti var fundinn upp til að treggáfað fólk hefði eitthvað til að horfa á í sjónvarpi.
Ef eitthvað gæti hugsanlega gerst er þér sagt frá því …. ef ekkert gerist er þér sagt af hverju ekkert gerðist….. nú ef svo eitthvað merkilegt skéður þá er það sýnt hægt jafnvel 2x og nákvæmlega útskýrt fyrir þér hvað gerðist
Kveðja Lella
26.05.2005 at 22:24 #523538Góð Lella.
Nei nei,
Þetta kemur ekki niður á PATROL Lúther.Ég held að það komi ekkert niður á patrol,það er svo helvíti hátt uppí þessa bíla að menn og mýs verða hálfpartinn lofthræddir bara við að horfa upp til þeirra.
Hvernig er það annars á ekki að fara að jafna Einvígið.
Víst að Liverpool gat jafnað og svo bætt um betur að þá er allt opið,er það ekki.
Baráttu kveðjur
Jóhannes
26.05.2005 at 23:16 #523540það er þessvegana sem maður á svo erfitt með að skilja sumar aðrar íþróttir takk fyrir að benda mér á þetta núna mun ég bara horfa á íþróttir þar sem atriðin eru endursýnd .
ps : þetta sýnir að þessi vefur getur komið að margrahluta notum.
kv Ási áfram liverpool
26.05.2005 at 23:31 #523542Ég var að horfa á fréttir og þá var sýnt 3 sinnum frá einu marki. 2
2 menn að hlaupa eftir leðurbolti og þvælast fyrir hvor öðrum, og kalla þetta svo íþrótt.
26.05.2005 at 23:55 #523544þeir voru að elta leðutuðruna og hvað svo ,þetta er virkilega spenandi.
kv Ási
27.05.2005 at 10:03 #523546Eða eins og fótboltamaðurinn sagði við langhlauparann: "Við erum þó að elta eitthvað!"
kv
ÞÞ
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.