This topic contains 25 replies, has 1 voice, and was last updated by Magnús Sigurðsson 17 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
10.01.2007 at 22:04 #199339
Var að fá inn um lúguna bréf frá Ríkisskattstjóra. Þar kemur fram að sekt við að keyra á litaðri olíu tekur mið af heildarþyngd ökutækis.
Þyng: 0-3.500.kg sekt 200.000 þ
3.501-10.000.kg sekt 500.000 þ
10.001-15.000.kg sekt 750.000LG
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
10.01.2007 at 22:33 #574872
Alltaf skall allt vera í þrepum í þessu landi. Af hverju ekki bara x krónur á kíló? Rosa gaman að lenda rétt fyrir ofan svona mörk.
-haffi (litlausi)
10.01.2007 at 22:51 #574874ef allt er rétt ætti þetta ekki að angra nokkurn mann.
10.01.2007 at 23:05 #574876Hvernig er það, hafa menn verið að lenda í því að sýni sé tekið úr bílunum þeirra???
10.01.2007 at 23:12 #574878Þeir sem eru búinir að stunda þetta frá því að olíugjaldið kom á ættu að vera búinir að spara fyrir þessu með kaupum á ódýri olíu. Gott að sjá loksins almennilegar sektarupphæðir.
10.01.2007 at 23:19 #574880einn sagði svo "diesel fólksbílar og keyra á litaðri olíu."
10.01.2007 at 23:28 #574882Ég tel að fólk myndi síður freistast til að taka litaða olíu ef að Stóra loforðið hefði verið efnt !!! Þar að segja að olían væri ódýrari en bensinið !!! En það var auðvita svikið eins og allt annað og hvað er að ske á heimsmörkuðum þessa dagana jú olíverð hefur ekki verið lægra í langan langan tíma en er það að skila sér til Íslands ??? Ó nei olíufélögin lækka ekki neitt.En ef að heimsmarkaðsverð hækkar þá hækka þeir samdægurs.
Nú svo ekki sé nú talað um áralangt verð samráð sem stendur að mínu vit en að þá er ekki skrítið að fólk stelist til að taka litaða olíu.Auðvita á enginn að gera það og ég er ekki að réttlæta það né hvetja fólk til þess heldur bara að telja upp þær ástæður sem að ég tel að hvetji fólk til þess.En þetta er nú bara mitt álit á þessu máli.
Kveðja Sæmi
10.01.2007 at 23:31 #574884Ætli það sé nú ekki í lagi að stela af þessum þjófum!
10.01.2007 at 23:41 #574886Er ekki kominn tími til að við íslendingar tökum upp frönsku aðferðina og hættum að látta að taka okkur svona í aftur endan og hrópa svo meira meira heldur þurfum við að stada saman og fá þessu breytt með þessi verð og álögur ríkisins því ekki eru allir á 500-800 þús kr mánaðarlaunum eins og þessir háu herrar í ríkisstjórn sem eru ekki í neinum contact við raunveruleikan
sameinaðir stöndum við en sundradir föllum við
kv…Birgir
11.01.2007 at 13:54 #574888Er eitthvað hægt að fá það nánar skilgreint hvað er átt við með heildarþyngd. Er það þyngd skv. skoðunarvottorði, þyngd með bílstjóra og farþegum og bjór eða. ?
Agust
11.01.2007 at 13:58 #574890já það er leyfileg þyngd ökutækis með farþegum
semsagt þyngd bíls + skráð burðargeta.
í mínu tilfelli. cirka bíll 3010 kg burðgeta 800kg
total leyfileg heildarþyngd 3810 kg
11.01.2007 at 13:59 #574892Heildarþyngd, er þyngd ökutækis + hvað það má bera.
11.01.2007 at 14:01 #574894Heildarþyng er sú tala sem stendur í skoðunarvottorði og sú sem miðað er við.
kv. vals.
Es.
Búinn að skoða lögin:
http://www.reglugerd.is/interpro/dkm/We … 2/688-2005
1.5 Heildarþyngd ökutækis: Þyngd ökutækis eða vagnlestar með ökumanni, farþegum, farmi og viðfestum vinnutækjum.
Þannig að meðalstórir jeppar geta fallið í 500.000kr. flokkinn.
Es 2.
Hérna geta menn séð orðsendinguna frá RSK. þann 03.01.2007
http://www.rsk.is/birta_sidu.asp?vefslo … sp&val=0.0
11.01.2007 at 14:01 #574896hvaða bref varstu að fá hmm
11.01.2007 at 14:11 #574898Þetta var blað með greiðsluseðli fyrir bibbreiðagjöldin. Ég fékk svona líka 😉
11.01.2007 at 15:52 #574900Í fyrsta lagi, þá rennur olíugjaldið í ríkissjóð en ekki til olíufélaganna, svo það réttlætir ekki að svíkjast um og taka litaða olíu. Í öðru lagi hefur mér hinsvegar alltaf staðið stuggur af því að sömu flutningatækin eru notuð – a.m.k. úti á landi – til að flytja litaða og ólitaða olíu og eru ekki þrifin á milli. Ég get því ekki séð annað en stórhætta sé á því að litarefni safnist upp í söludælunum fyrir ólitaða olíu, og því séu miklar líkur á því að hægt sé að greina litarleifar í tanknum hjá jafnvel löghlýðnasta fólki. A.m.k. skv. þeim fullyrðingum, sem hafðar voru í frammi við upphaf "litvæðingarinnar" um möguleika á að greina leifar af litarefni jafnvel þótt einhver myndi bjarga sér í olíuleysi með t.d. 5 lítrum af tanknum hjá næsta bónda. Því finnst mér helvíti hart, ef menn þurfa að fara að greiða hálfa milljón í sekt fyrir sóðaskap olíufélaganna.
11.01.2007 at 16:15 #574902Heildarþyngd er skv. skráningarskírteini/skoðunarvottorði. Rétt ?
Agust
11.01.2007 at 17:23 #574904
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þeir gefa það uppa að það megi vera 3% frávik eða einföldum dæmið að ef þú ert með 100l tank þá geta þeir ekki sektað ef það er 3litrar eða minna á tanknum…… þannig finnst mer óliklegt að efnið verði það mikið að hægt verði að sekta….. það sem eg hef heyrt soga þeir uppur tönkunum i slöngu og skoða litin með berum augum… ef það er einhver sem treystir ser til að skera ur um hvort 3 litrar litaðir seu i 100l tank vilja þeir örugglega fá þann sama i vinnu….
11.01.2007 at 18:23 #574906Hafði ekki áttað mig á þessum 3% sem Mikkjal er að segja frá. Það er vissulega fagnaðarefni ef þessir sektaglöðu blýantsnagarar halda sig innan þeirra marka, hvað sem það verður lengi. Þegar verið var að tala um þetta upphaflega, mátti skilja á skattmann að það yrði gengið fram af mikilli hörku og mælitækni þeirra myndi gefa þeim möguleika á að finna leifar af minnsta magni af lit, jafnvel þótt langt væri um liðið frá því lituð olía hefði lent á geymi viðkomandi bifreiðar. Jæja, enn og aftur, gott mál ef þetta er svona.
11.01.2007 at 19:19 #574908Ein spurning hérna, er þetta bara ég eða finnst ykkur eðlilegt að STEYPUFLUTNINGABÍLAR fái að keyra á lituðu á meðan malaflutningarbílar þurfi að borga helmingi meira fyrir olíuna? kannski er eitthvað sem að ég er ekki að fatta við þetta enn mér finnst það engann veginn eðlilegt.
11.01.2007 at 19:35 #574910Tja, einhverntíman unnið á steypubíl?
Þetta er keyrt sáralítið miðað við þann tíma sem þeir eru að nota þetta sem vinnutæki, s.s. steypa.
Sama með kranabíla. Oft séð slík tæki notuð í snatt? ;P
En þetta er örugglega bara tóm steypa hjá mér…
kkv, Úlfr
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.