This topic contains 47 replies, has 1 voice, and was last updated by Bæring J. Björgvinsson 15 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
17.01.2009 at 09:59 #203578
Góðan daginn.
Um kl. 9 lagði stór hópur jeppafólks af stað frá Select Vesturlandsvegi í Litlunefndarferðina. Hópurinn ætlaði að safnast saman við Þjónustumiðstöðina á Þingvöllum en þaðan átti að fara Kaldadalinn.
Meira síðar -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
20.01.2009 at 20:47 #638346
Og neyðarfundur með stjórn og alles. Menn kallaðir á teppið og látnir gefa skýrslur.
Skipuð verður skilanefnd Litlunefndar.
.
Þegar ég fer á fjöll, þá hringir kerlingin aldrei þegar manni seinkar. Hún geri bara ráð fyrir því að maður hafi lent í að bíða eftir Hlyn. Svo kannski er henni sama, grunar það. En hún vill örugglega finna skrjóðinn enda skíðagleraugun hennar í honum.
En aftur að ferðinni. Ef Stebbi hefði snúið við með ykkur eftir eitthvað brekkuspól. Og komið ykkur heim í kvöldmat. Þá hefði ferðin verði gleymd að morgni. En núna er þetta FERÐIN. Ferðahraðinn hefur þó verið ágætum á ykkur, 50% á ferðinni hljómar ágætlega, man eftir verri hlutföllum en það. Helvíti skemmtilegt svona eftir á skal ég segja ykkur.
20.01.2009 at 20:51 #638348Ég var á 33" Hilux og gekk bara nokkuð vel í þessari færð, ég get tekið undir að hægt sé að gagnrýna suma þætti ferðarinar, og þá sérstaklega að þetta átti að vera dagsferð og því nokkuð ljóst að á einhverjum tímapunkti hefði átt að taka ákvörðun um að snúa við þar sem lítið gekk að komast áfram og færðin lagaðist ekkert, hvar sá tímapúnktur var hef ég ekki hugmynd um. En á móti gerði þetta ferðina skemmtilegri fyrir mig. það er nú þannig að þegar maður fer á fjöll er ekki alltaf víst að allt gangi glimrandi. ég festi mig nokkrum sinnum og er ég nokkuð viss um að þeim festum hefði fækkað um 70% ef ég hefði verið örlítið þolinmóðari við skaflana.
Það tafði margt annað en færðin fullt af afelgunum og öðru slíku sem tafði. En er það ekki algengt á fjöllum að áætlanir breytist vegna færðar og bilana?
Fararstjórar voru ágætir(þegar Stefán var að elta bílana niður á gjábakkaveg heyrði ég oft í honum á VHF) og hinir á breytu bílunum lögðu bæði sig og bíla sína alla fram til að koma liðinu í gegnum þetta.
Í heildina litið tel ég að það sem helst sé hægt að gagnrýna sé að fararstjórar tóku ekki ákvörðun um að snúa við þegar sá tímapúnktur var.
En fyrir mig persónulega skipti það engu ferðin var virkilega skemtileg, fararstjórar og aðrir ferðafélagar á stórum og smáum bílum í þessari eftirminnilegu ferð. takk fyrir mig
20.01.2009 at 20:53 #638350Einhverntíman reyndum við að fara þessa leið Ofsi – eða svona svipaðar slóðir allavega og vorum allt of marga klukkutíma, matar og kaffilausir… Já og bensínlausir ef ég man rétt.. Bara gaman – enda komumst við heim morguninn eftir og bara 25 % af hópnum í bandi.
En það er greinilega fjör í litlunefndinni – bæði í og eftir ferðir. Reyndar minnir mig að þetta hafi verið ca. svona frá því að nenfdin var stofnuð…
Menn röfla greinilega minna eftir því sem dekkin stækka…..
Benni
20.01.2009 at 21:00 #638352Jamms ég hef lent nokkrum sinnum í hremmingum
þarna, fjandi skemmtilegt í minningunni og þegar það er að gerast. Þessir túrar þegar allt rúllar smurt eru allir löngu gleymdir
20.01.2009 at 21:08 #638354Maður saknar eiginlega Lúthers þegar minnst er á vesen. Hann gat alltaf komið manni í vesen. Ég hef þó einni til vara ( Bazza ) hann er seigur við það líka. Og ég tala nú ekki um þegar þeir voru tveir sama. Það var sko uppskrift af vandræðum. Ég var einmitt að sortera í myndaalbúminu og merkja upp ferðir.
Lúther bjargað á Kaldadal
Bazza bjargað í Þjófahrauni
Bazza bjargað aftur næstu helgi man ekki hvar
Bazzi í vandræðum, nenntum ekki að bjarga honum
Lúther bjargað út Tungufljóti
Lúther í vandræðum í Þjórsá.
Meið meiru og meiru. Þarf að setja þessa tvo í sér möppu
20.01.2009 at 22:11 #638356þetta er lægið svona á þetta að vera..og hvar var ég þessa helgi jú að hjakka í sikri uppi á langjökli hefði betur farið með ykkur þvi þessa leið þekki ég eins og handabakið á mér.
þegar ég les þennan pistil sé ég að ég hef greinilega verið á vittlausum stað.en ég tek undir með ofsanum þetta eru ferðirnar sem lifa í endurminningunum.
ég man best eftir ferðunum sem ferðahraðinn var ca 1 km á kl eða ef eitthvað var að bila og viðgerðir í -20c en kanski er það bara ég.kem pottþett með næst.
kv
Frikki.
20.01.2009 at 23:32 #638358þarna þekkir maður vini sína…
ég hef eitt megninu af kvöldinu í að leita að mynd af Jóni. þar sem hann er á 33" bronco að mig minnir, pikk föstum, það er kanski ekkert óvenjulegt við það að jón sé fastur, nema það að ég gleimi því sennilega aldrei þegar ég var búinn að hrista hausinn og var að aka í burtu, heirðist ægilega aumri og lítillri rödd… " Jóóóóói frææændi"
.
.
.
.
og svo eru þetta þakkirnar, það er níddur af manni skórinn við hvert tækifæri sem gefst.
:).
.
.
.
en vesenis ferðirnar eru þær sem lifa í minningunni, og eru þær skemmtilegustu og algjörlega bannað að vera að skemma þær með skítamóral…
góðar stundir.
Bæring
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.