This topic contains 47 replies, has 1 voice, and was last updated by Bæring J. Björgvinsson 16 years ago.
-
CreatorTopic
-
17.01.2009 at 09:59 #203578
Góðan daginn.
Um kl. 9 lagði stór hópur jeppafólks af stað frá Select Vesturlandsvegi í Litlunefndarferðina. Hópurinn ætlaði að safnast saman við Þjónustumiðstöðina á Þingvöllum en þaðan átti að fara Kaldadalinn.
Meira síðar -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
18.01.2009 at 18:06 #638306
Jæja, maður var kominn heim loksins um eitt leytið í nótt. Fórum fjórir saman á tvemur bílum, Land Rover 38" og land cruiser 60 44"
Planið var að fara upp uxahryggina og þaðan inn á línuveg, fara svo niður gullkistu og koma niður hjá Laugarvatni.
Planið breyttist lítilega, þegar drifið fór að svíkja að aftan í cruiser og drifskaftið var rifið undan
Þá var ekkert annað í stöðunni en að keyra í framhjóladrifinu og vera í spotta aftan í Land Rover, sem betur fer var litlanefndin á fer þarna og eltum við þá í góðum förum meðfram hlöðufelli og niður að gjábakkaveg
Þakka fyrir góðan dag á fjöllum, er að henda inn einhverjum myndum í rólegheitunum
Kveðja Jón
18.01.2009 at 21:38 #638308Sæl öllsömul,
Við Gunni Gunn viljum þakka fyrir okkur, frábært fólk sem við aðstoðuðum niður. Duglegt að hjálpa hvort öðru og gaman hjá öllum.
Gunni er með spotta frá rauða pickupnum, okkur minnir að það hafi verið rauð Nissan Navarra. Þetta er góður teygjuspotti. Ef þú vilt fá hann aftur settu þig þá í samband við Gunna, sími : 862 5175
Kveðja,
Bjarni og Gunni
18.01.2009 at 21:47 #638310Ég þakka fyrir góða ferð, við feðgarnir skemmtum okkur vel. Ég datt inn í þessa ferð á síðustu stundu og fékk þessa fínu ferð. Eftir að kross að framan fór var lítil hjálp í mér og ég yfirgaf aftasta hópinn. Mig vantar spottann minn og einnig felgujárn. Ég lánaði þetta og veit ekki hverjum, sími 6642977.
Kveðja Magnús.
18.01.2009 at 22:49 #638312Það er ótrúlega gaman og já gefandi að kynnast fólki við aðstæður eins og þeim er voru í þessari ferð.
Allir sem ein lögðu ferðalangar fram það besta sem þeir höfðu að bjóða,aðstoð,góða skapið,þekkinguna,verkfærin og þessi listi er langur og mig myndi langa að þakka hverjum og einum fyrir sinn hlut.
Þó eru 3-4 aðilar sem að öllum öðrum ólöstuðum lögðu mest á sig og bíla sína,Gunnar Gunn sem ásamt Bjarna félaga sínum fyrsta hópinn niður á malbik,og síðan snéri Gunnar við og fór á móti síðustu bílunum til að bjóða fram aðstoð sína sem var vel þegin,en þeim hóp höfðu Logi Már og Stefanía komið að Skálanum undir Hlöðufelli,þar sem 2 bílar voru skildir eftir,Stefanía og Logi Már báru hitann og þungann á því að koma þeim áfram sem erfiðast gekk,5 affelganir og fl og þessi hópur var síðastur til byggða.
Þessi 4 eiga mestann heiðurinn a því að að allt fór vel.
Stefán Baldvinsson sannaði sig enn einu sinni sem forystubíl og leiddi hópinn vel og dyggilega og hafi hann þökk.
Enn einu sinni fékk ég þessa notalegu tilfinngu er ég kvaddi hluta hópsins við Þjónustustöðina,Brosandi og ánægt fólk sem hafði kynnst landinu frá nýju sjónarhorni og gleymt um stund kreppu og öðru slíku.
og hlakkaði til að koma með í næstu ferð.
Alla vega 3 fyrir utan mig höfðu verið með í fyrstu ferð Litlunefndar og höfðu jafn gaman af og í fyrstu ferð inn í Landmannalaugar og næstu á Mýrdalsjökul.
Formaður klúbbsins ásamt formanni Litlunefndar voru í stöðugu sambandi og á sinn hátt ásamt fl stjórnarmönnum sönnuðu að Þessi klúbbur er lifandi og fjölbreyttur með fólki sem gerir allt sitt til að gera veg hans sem mestann.
Hafi þeir sem voru með mér í farstjórn ásamt Gunnari og Bjarna þökk mína og virðingu.
Með Kveðju Klakinn
19.01.2009 at 00:35 #638314Sælir félagar nú getum við sagt að ferðalaginu sé lokið. Það er búið að ná í þessa tvo bíla sem skildir voru eftir við Hlöðufell í gær Ég ásamt Ágústi og Stefaníu fórum eftir hádegi í dag að sækja bílana. Ferðin gekk ágætlega þó við þurftum að vera með þá í spotta mest alla leiðina, en við vorum kominn í bæin um kl 23,00 eftir 10 tíma leiðangur.
19.01.2009 at 13:07 #638316Maður verður greinilega að skipta hóp sem maður er að ferðast með og fara í litla-ferðir.
Flott að þið skemmtið ykkur svona vel.
Kveðja, Fastur
19.01.2009 at 15:34 #638318Ég tek undir með samferðafólki mínu í þessari ferð, sem var bæði skemmtileg og lærdómsrík fyrir okkur sem erum að taka fyrstu sporin. Ég vil þakka fararstjórum og öðrum fórnfúsum sem gáfu ekkert eftir til þess að við hin nytum ferðarinnar. Mér sýndist þeir jafnvel hafa meira gaman af þessu en við hin sem þurftum á hjálp þeirra að halda.
mbk/Björn
p.s. Ég var á rauðum Navara, en var nú bara með spotta af allra einföldustu gerð. Líklega á Magnús spottann sem er í óskilum hjá Gunnari.
20.01.2009 at 16:08 #638320Ég ætla að byrja á því að þakka kærlega fyrir mig. Þetta var mjög skemmtileg ferð í flesta staði.
Ég var komin í bæinn um 01:00 með smá stoppi á selfossi.En ég ætla líka aðeins að gagnrýna ferðina. Og vonandi taka menn gagnrýninni vel.
Ég er ekki einn um þessar skoðanir, svo það komi strax fram.
Ég er á þeirri skoðun að það hefði átt að snúa við þegar í ljós koma að það þyrfti að draga flesta bíla sem voru á dekkjum minni en 35" upp allar brekkur, stórar sem litlar.
Það hefði verið hægt að gera þetta þannig, að þegar í ljós kom að þetta yrði svona erfitt fyrir litlu bílana, þá hefði verið sniðugast að stoppa bara í einhverri brekkunni og leika sér. Þá gætu þeir sem fengju nóg snúið við og farið heim. Og þeir bílar sem ráða við færðina halda kannski áfram eitthvað lengra. Eða hjálpa litlubílunum ef þeir kjósa það.Og svo verður að athuga það að þeir sem eiga óbreytta bíla ætla oft ekkert að stækka í breyttan bíl.
Eru bara mjög sáttir með sinn óbreytta eða lítið breytta bíl. Nota hann aðalega til að komast um hálendið á sumrin. En nýta kannski tækifærið að fara í ferð með litludeildinni til að komast í smá snjó til að leika sér í. En ekki til að fara í 20 tíma vetrarferð. Með áhættu á að skemma bílinn eftir tog í gegnum alla skafla á leiðinni.Annað sem ég vil gagnrýna. Ég (og fleiri) erum ekki sáttir við þann sem kallaði sig farastjóra og elti fyrsta hóp sem fór "Tacomu"leiðina. Hann var aftastur allan tíman, hann hjálpaði ekki nokkrum manni, því hann var víst ekki með krók. Hann þekkti þessa leið mjög lítið. Þ.e.a.s leiðina niður að Gjábakkaveg. Og það að þetta var sá hópur sem þurfti síst á hjálp að halda. Var kallaður 38" hópurinn þó svo að í hópnum hafi verið 33"-38" bílar.
Þetta kalla ég ekki góða fararstjórn.
Ég er ekki að gagnrýna til að vera leiðinlegur við neinn. Ég er bara að segja hvernig þetta leit út fyrir nokkrum í hópnum. Og til að reyna að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur.
Ég efast samt ekki um það að fólk hafi skemmt sér vel.
En fararstjórar verða að hafa bein í nefinu til að taka þá ákvörðun að snúa við. Ferðin þarf ekkert að vera ónýt þó svo að það sé gert.Litludeildarferðir ættu helst að vera farnar á haustin og á vorin. Haustin, áður en það verður mikill snjór, samt kannski smá snjór. Og á vorin þegar flestir vegir eru auðir og jöklar jafnvel færir óbreyttum bílum, sem gerist nú helst á vorin. Ekki satt?
Kveðja
Þengill
20.01.2009 at 16:45 #638322Hjartanlega sammála síðasta ræðumanni.
20.01.2009 at 17:23 #638324Sælir.
Þengill og Gunnar Það er lámark að menn viti um hvað þeir eru að tala þegar þeir leggast í að gagnrína hlutina.
Það er greinilegt að þið hafið ekki filgst nóu vel með arburðarrásinni til að mynda ykkur retta skoðun á þessu.
Ég ætla ekki að fara að deila við ikkur hérna á netinu en ég krefst þess að þið komið á opið hús á fimmtudag og talið við mig svo að þið getið leiðrétt skrifin og beðist afsökunar á því sem mig varðar í þeim.
Kv. Stefán Baldvinsson R266. (Fararstjóri)
20.01.2009 at 17:45 #638326Því miður verð ég í Kaupmannahöfn.
Ég veit alveg nákvæmlega um hvað ég er að tala.
Og ég er ekki að segja neitt við þig sem kostar það að ég þurfi að biðjast afsökunar. Ég er ekki að tala illa um þig eða segja eitthvað ljótt um þig. Ég er bara að gagnrýna. Og ef menn þola það ekki þá er þeim ekki viðbjargandi. Allir hafa gott af smá gagnrýni. Það á að bæta fólk.Og eins og ég sagði fyrr þá er þetta ekki algjörlega uppúr mínum kolli.
Ef ég væri ekki að fara úr landi þá hugsa ég að ég myndi glaður koma og rökræða þetta við þig/ykkur.
En ég kannski tek það til baka að litladeildin eigi helst að fara á haustin og vorin. Auðvitað er hægt að ferðast allann ársins hring. Það þarf bara að velja leiðirnar betur með tilliti til færðar fyrir óbreytta bíla.
Kveðja
Þengill
20.01.2009 at 17:55 #638328Ég veit reyndar ekki hvernig hlutirnir voru nákvæmlega hjá fremsta hópnum sem þú varst með, en fyrir utan það er ég sammála þessari gagnrýni hjá Þengil. Það sem snýr að mér í þessari ferð er að ég var á minnsta bílnum (vitara á 30") sem kemst nú þónokkuð meira en stærri bílar en þetta var of mikið af því góða. Ef að Gunni Gunn og Bjarni Suðurnesjamenn hefðu ekki komið og hjálpað okkur, hver hefði þá gert það??
Annað: Hvað er að því að gagnrýna svona ferðir sem eru "skipulagðar" af Klúbbnum?? Ef enginn gagnrýnir, þá halda þeir sem skipuleggja og stýra svona ferðum að allt hafi verið í lagi og vel heppnað.
kv.Gunnar Sæm
20.01.2009 at 18:13 #638330Allir hafa gott af uppbyggilegri gagnrýni en ef ske kynni að Þengill hafi verið að tala um mig og Gunna Gunn þá er kannski best að tvö atriði komi fram:
1. Við vorum ekki þarna á ferð sem fararstjórar eða á vegum 4×4 klúbbsins, né héldum við því nokkru sinni fram að við værum fararstjórar.
2. Við vorum einfaldlega að rúnta um svæðið og heyrðum af fólki í vandræðum, við ákváðum að skoða ástandið og veita þá hjálp sem við gátum og fólk vildi þiggja. Enginn var neyddur til að þiggja þá aðstoð sem við veittum og fólki var algerlega frjálst að brjótast út úr hópnum ef það svo kaus, sem það og gerði þegar við komum framhjá vörðunni og færðin var orðin viðráðanleg fyrir bílana sem voru þarna á ferð.Ég vona að þið komið fram með uppbyggilega umræðu byggða á staðreyndum sem þjóna þeim tilgangi að gera 4×4 að enn betri klúbb sem skemmtilegt er að vera í
Ég kemst því miður ekki heldur á spjallfundinn en vona að það verði jafn gaman á honum og var í ferðinni sem við Gunni slysuðumst til að lenda í
Skemmtið ykkur vel.
20.01.2009 at 18:33 #638332Það er allt í lagi að gagnrína en hún verður að vera réttmæt og á rökum reist.
Af hverju var ég aftastur?
Ámeðan ég var að tala við Trausta á takómuni fór Svanut áfram með hópinn til þess að láta hann ekki bíða á meðan ég var að kinna mér leiðina og fá upplýsingar um hana hjá Trausta. Til að kinna mér út í hvað við bærum að fara. (það er ekki góð fararstjórn).
Ég hafði ekki miklar áhiggjur af hópnum þar sem var nó af 38" bílum Hins vegar hafði ég meiri áhiggjur af hinum sem á eftir komu og fullvissaði mig um að það væru nóu margir til að aðstoða þá Ef það hefði ekki verið hefði ég reint að fá einhvern með mér til að snúa við og hjálpa þein. (það er ekki góð fararstjórn)
Hitt er annað að það er engu minni ábirgð að vera aftastur en fremstur og eftirfari heldur hópnum saman þnnig að hann dreifi sér ekki alltof mikið.
Ég þekki þessa leið ekki 100% en til að vega það upp bar ég mig saman við Sverrir sem er þrautkunnugur þarna og eins og áður var sagt fékk ég leiðar lýsingu hjá Trausta (þetta er allveg afleit fararstjórn)
Hlut verk fararstjóra er kanski ekki að draga bíla heldur að filgast með að hlutirnir geri sig og koma inn þegar þess er þörf og hlutirnir eru ekki að janga upp.
Ég vona að þetta skýri hlutina svolítið fyrir ikkur þannig að það sem kallað var gagnríni var eitthvað allt annað
Kv.S.B.
20.01.2009 at 19:59 #638334Leiðarval.. það er erfitt að velja leið sem hentar bílum frá 30" til 35" Og gera öllum til hæfis. Nema þá helst með því að keyra allaleiðina daginn áður. Sem er auðvitað kostnaður bæði í tíma og vinnu.
Þetta er nú gert til þess að sem flestir nái að skemmta sér og reyna bílana í ófærum.
Ekki get ég metið hvort hefði átt að snúa við eða ekki. En ég efast ekki um þekkjandi þessar ferðir og þá sem koma að þeim að enginn hætta hefur verið á ferðum.
Ég ætlaði að dóla á eftir hópnum en komst ekki í þessa ferð.
Það er líka ca rétt að geta þess að þeir sem eru "fararstjórar" í svona ferðum eru bara að gera það af áhuga og á sinn eigin kostnað.ca þarf að skipta þessum hópum meira niður 30-32"
og svo 33-35"
20.01.2009 at 20:05 #638336Bjarni, ég var ekki að tala um þig eða Gunna Gunn. Man ekki einu sinni eftir því að hafa séð Tacomuna þína. En þú hefur sennilega komið í hópinn eftir að við vorum farnir framúr honum. Ertu ekki annars á Tacomu?
Ég held ég sé að koma fram með uppbyggilega gagnrýni. Svona kom þetta mér, og fleirum, fyrir sjónir.
Hið besta mál að þú, Stefán, hafir kynnt þér leiðina og þessháttar, en ekki heyrðist múkk um það í stöðinni. Kannski hef ég ekki heyrt það og heldur ekki hinir sem eru á sömu skoðun og ég.
Í svona ferð er hlutverk fararstjóra akkúrat það að draga bíla upp og hjálpa litlu bílunum og óvönum mönnum. Fararstjórar eiga að vera þeir sem eru með mestu reynsluna og á best útbúnu bílunum. Þá eru það þeir sem óvana fólkið treystir á.
Auðvitað má svosem rökræða það á allan hátt.
Og svosem má rökræða þetta allt saman fram og til baka.
En það sem komið er fram breytir ekki skoðun minni.——-
Þegar búið var að aka í ca.11 tíma vorum við búin að vera stopp í 5 tíma og 40mín og á ferðinni í 5 tíma og 40mín, samkvæmt GPS hjá einhverjum í hópnum sem ég man ekki hver var.
Að vísu vorum við á þremur bílum sem nenntum ekki að bíða þegar voru eftir ca. 600-700m í Tjaldafell. Og ákváðum að fara þangað inneftir og keyra svo í átt að Jökli og Slunkaríki. Vorum við einhverja 2 tíma að leika okkur á þeirri leið. Þegar við náðum hópnum aftur þá var hann komin ca. 300m framhjá afleggjaranum að Tjaldafelli allir óbreyttu bílarnir fastir á víð og dreif í brekku.En þetta var alltsaman mjög gaman og ég og minn kóari skemmtum okkur mjög vel og ég mjög ánægður með Cherokeeinn hvað hann komst. Festi mig einu sinni, því ég lennti í förum eftir 44" LC sem var í drætti hjá Land Rover. Þau voru aðeins of djúp fyrir 36".
En nú er ég búinn að koma mínum og annara gagnrýni á framfæri. Ég mun örugglega reyna að koma aftur í svona ferð, en ég vona að betur verði staðið að henni þá.
Kveðja
Þengill
20.01.2009 at 20:18 #638338Sukka á 33 t vanur bílstjóri fer lengra en Óvanur á 37 t Patról
kv,,, MHN
20.01.2009 at 20:18 #638340Það er venjan að séu 2 fararstjórar í ferð og annar er fremstur og hinn er aftastur
Og þeir sem eru á stæridekkjum en 35 t ættu að getað vali sér ferðir við sitt hæfi
frekar en ferðast með litludeild og röfla svo eftir á. Að vísu eru þeir sem standa
fyrir ferðum offtast á stæri dekkjum en hinir, ég veit hvernig er að vera í spotta
á litlum bíl og vera ekki sáttur svo að, ég lagði þeim littla og keifti stæri bíl 35 – 38 t
að vísu ekki farið neina ferð enþá. Óvanur á 38 t fer ekki lengra en 35 t miðað við
sambærilegan bíl, Bílstjórinn er 70 % og Bílinn er 25% og 5% Heppni. þeir sem
eru á stæri dekkjum 35 + til 44t ættu bara hafa gaman að getað hjálpað til og
lært af eigin mistökum og annara sem verða í svona ferðum.kv,,, MHN
20.01.2009 at 20:27 #638342Sæl öll sem voruð í ferðinni. Ég þakka fyrir þær gagnrýnisraddir sem hafa komið fram og einnig þakkir og ánægjuraddir til farastjóra og ferðafélaga.
Ykkur til upplýsingar var strax í gær boðað til fundar, sem haldinn verður í vikunni með fararstjórum, Litlunefnd og stjórn ferðaklúbbsins. Það er eðlilegur framgagsmáti þegar dagsferðir á vegum Litlunefndarinnar verða svona langar. Þar munum við fara yfir ferðina og hugleiða hvort hægt er að gera hlutina betur.
Vel þegið er að fá athugasemdir, hugmyndir og upplýsingar varðandi ferðina frá þátttakendum. Það má senda á mig beint í tölvupósti. Því verður komið á framfæri á fundinum af mér.
Með kveðju,
Ólafur, formaður Litlunefndar
20.01.2009 at 20:32 #638344Brilliant, gott að heyra.
Kveðja
Þengill
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.