FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Litlunefndarferðin fréttir

by Kristján Kristjánsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Ferðir › Litlunefndarferðin fréttir

This topic contains 47 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Bæring J. Björgvinsson Bæring J. Björgvinsson 16 years, 4 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 17.01.2009 at 09:59 #203578
    Profile photo of Kristján Kristjánsson
    Kristján Kristjánsson
    Participant

    Góðan daginn.
    Um kl. 9 lagði stór hópur jeppafólks af stað frá Select Vesturlandsvegi í Litlunefndarferðina. Hópurinn ætlaði að safnast saman við Þjónustumiðstöðina á Þingvöllum en þaðan átti að fara Kaldadalinn.
    Meira síðar

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 47 total)
1 2 3 →
  • Author
    Replies
  • 17.01.2009 at 10:20 #638266
    Profile photo of Magnús Guðmundsson
    Magnús Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 141
    • Svör: 1565

    Þetaa er heill hellingur af jeppum eða alls 37 stk. Þau eru núna í þessum skrifuðum orðum að leggja af stað frá Þingvöllum en þar átti að dreifa samskiptatækjum á milli samskiptalausra bía, samstilla úr og þar fram eftir götunum. Ekki er hægt að segja að litlanefndin hafi valið veðurskárstu leiðina fyrir bíltúrinn því þau eru í dimmum éljum og þó nokkrum vindi, en hér á Reykjanesinu og austur við Þórsmörk er alveg ágætis veður. Þeir hljóta að plumma sig af þessu og eiga væntanlega ánægjulegan dag fyrir höndum. Heyri aftur í þeim í hádeginu.

    Frétti ég af því að Benni Fordmaður og nokkrir aðrir hefðu verið á Select kl. 0900, en þeir eru að fara með 54" Fordinn í jómfrúartúr.
    Til gamans má geta þess að efri þakbrún á 33" Mussonum hans Loga Más nær ekki jafnhátt og efri brún á pallinum á Fordinum !!!

    Kv. Magnús G.





    17.01.2009 at 13:29 #638268
    Profile photo of Kristján Kristjánsson
    Kristján Kristjánsson
    Participant
    • Umræður: 13
    • Svör: 166

    Ég var að heyra í Stebba fararstjóra. Hópurinn er á línuveginum við afleggjarann að Skjaldbreiður.
    Það var að heyra á honum að hópurinn skemmti sér vel því að færðin var erfið alla vega fyrir minna breyttu bílanna. Talsvert var um festur.
    Hætt var við að fara Kaldadalinn því að þar var mikill púðursnjór og töldu fararstjórarnir að færið væri of erfitt fyrir minni bílanna þar sem hópurinn er samsettur af bílum frá 30“ til 38“. Var því haldið austur línuveginn.
    Kveðja frá einum sem situr heima vegna vinnu og öfundar þá sem eru á fjöllum.





    17.01.2009 at 15:25 #638270
    Profile photo of Magnús Guðmundsson
    Magnús Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 141
    • Svör: 1565

    Gaman að heyra það. Ég hef ekki náð sambandi við þau síðan í morgun.

    Kv. Annar sem er fjarverandi vegna vinnu, en langaði mikið á fjöll:





    17.01.2009 at 17:54 #638272
    Profile photo of Ólafur Magnússon
    Ólafur Magnússon
    Participant
    • Umræður: 122
    • Svör: 1299

    Ég heyrði í Lauga rétt í þessu. Hópurinn var norðan og austan við Hlöðufell í mjög góðu veðri, stilltu og björtu.

    Það gengur ágætlega hjá meginþorra hópsins, en einhver var búinn að affelga og átti erfitt með að halda lofti í dekkinu.

    Að öðru leiti engin vandkvæði og góður dagur á fjöllum.

    Meira síðar.

    Kv. Óli





    17.01.2009 at 18:43 #638274
    Profile photo of Ólafur Magnússon
    Ólafur Magnússon
    Participant
    • Umræður: 122
    • Svör: 1299

    Ég var að frétta af því að þeim hefur tekist að koma dekkjamálum í lag og halda dekkin nú lofti.

    Miðað við það sem ég hef heyrt, þá mun hópurinn verða seinni til byggða en áætlað var. Það er engin ástæða til að hafa áhyggjur af því, slíkt er alvanalegt í ferðum sem þessum. Færið er nokkuð þungt en hópnum miðar þó áfram, hægt er örugglega.

    Ég mun heyra í hópnum síðar í kvöld og setja þá inn nýjar fréttir.

    Kv. Óli





    17.01.2009 at 21:30 #638276
    Profile photo of Ólafur Magnússon
    Ólafur Magnússon
    Participant
    • Umræður: 122
    • Svör: 1299

    Skv. Lauga er hópurinn enn við Hlöðufell í mjög þungu færi. Laugi er með síðustu mönnum en Stebbi trúður fer fremstur og er nokkuð langt á undan með megnið af hópnum.

    Þeir tóku þá ákvörðun að fara niður með Hlöðufelli og áætla að fara Gjábakkaveg og koma niður á Lyngdalsheiði. Það er nokkuð langt eftir því færið er þannig að menn komast ekki nema í mesta lagi á 10-15km hraða.

    Það hefur verið eitthvað um minniháttar bilanir og eitthvað dekkjavesen, en eftir því sem ég komst næst er allt í góðu og engin ástæða til að hafa áhyggjur.

    Ég verð í sambandi við þá aftur eftir 1-2 klst og set þá inn nýja frétt.

    Kv. Óli





    17.01.2009 at 22:21 #638278
    Profile photo of Ólafur Magnússon
    Ólafur Magnússon
    Participant
    • Umræður: 122
    • Svör: 1299

    Ég náði í Stebba forystubílstjóra og skv. því sem hann sagði var hans hópur að komast niður á Gjábakkaveg. Ég náði honum í GSM, en sambandið slitnaði áður en ég fékk allar fréttir.

    Hópur Lauga, sem er minna en helmingur bílanna er að nuddast áfram við Hlöðufellið.

    Ég reikna með að hægt sé að ná á mörgum í GSM fljótlega, og bendi aðstandendum á það. Annars verð ég áfram í sambandi við hópinn og set inn fréttir jafnóðum og eitthvað er að frétta.

    kv. Óli





    17.01.2009 at 23:52 #638280
    Profile photo of Ólafur Magnússon
    Ólafur Magnússon
    Participant
    • Umræður: 122
    • Svör: 1299

    Var að heyra bæði í Stebba og Lauga.

    Stebbi átti örstutt eftir að Gjábakkavegi (Lyngdalsheiðarvegi) og fyrstu bílar komnir til Þingvalla. Er það stærstur hluti hópsins.

    Laugi var í hópi sem var kominn nokkuð framhjá skálanum undir Hlöðufelli og hafði hann sjálfur keyrt ofaní djúpa gjótu en taldi að bíllinn hefði sloppið og hann sjálfur sloppið að mestu. Logi Már og Stefanía voru öftust ásamt 3 öðrum bílum og voru þau í brasi og var þannig komið að 2 þessara bíla voru í spotta og spurning með framhaldið. Ef þetta verður svona erfitt áfram, verða þessir tveir skildir eftir við skálann undir Hlöðufelli og sóttir á morgun, en ég veit vonandi meira um það síðar í nótt.

    Niðurstaðan er þó sú að flestir eru komnir til byggða, allir eru heilir á húfi og allt gengur, þótt hægt fari.

    Meira síðar,
    Kv. Óli





    18.01.2009 at 01:06 #638282
    Profile photo of Helena Sigurbergsdóttir
    Helena Sigurbergsdóttir
    Member
    • Umræður: 115
    • Svör: 2416

    Hvað þarf til að þessir menn læri ?
    kv Lella





    18.01.2009 at 01:14 #638284
    Profile photo of Ólafur Magnússon
    Ólafur Magnússon
    Participant
    • Umræður: 122
    • Svör: 1299

    Laugi og hans hópur er nú kominn á malbik og á heimleið. Einn úr hópnum hans á 41 eða 42“ patrol snéri við til að hjálpa Loga og Stefaníu með síðustu bílana. Svo það virðist allt vera að ganga upp.

    Laugi var mjög ánægður með ferðina, góður andi í hópnum, allir að hjálpa öllum og mikil upplifun fyrir þá sem eru að stíga fyrstu skref í vetrarferðum. Eina sem hann hafði áhyggjur af var að sófariddararnir væru að fara á taugum ….

    Ég stoppa nú og þar sem ég verð netsambandslaus í fyrramálið og fram eftir degi, reikna ég með að einhverjir aðrir setji inn fréttir af því hvernig fór. Svo verður gaman að heyra ferðasöguna og sjá myndir úr ferðinni.

    Kv. Óli

    Ps. Lella, læra menn ekki alltaf betur og betur að það er unaðslegt að vera á fjöllum 😉





    18.01.2009 at 04:32 #638286
    Profile photo of Bjarni Ellert Ísleifsson
    Bjarni Ellert Ísleifsson
    Participant
    • Umræður: 11
    • Svör: 120

    Jæja ég er allavegana kominn heim. Við Gunni Gunn slysuðumst inn í hópinn á línuveginum og fylgdum nokkrum bílum niður að vörðu. Gunni sneri við til að hjálpa síðustu grúbbunni niður. Hann er á 44" Patrol. Ég endaði með að fara fastur í lága drifinu heim á minni 38" Tacomu… skemmtilegt ævintýri sem endaði að ég held ágætlega :) Ég náði sambandi síðast við Gunna þegar hann var að koma að Hlöðufelli og hann sagði að það glitti í ljósin á síðasta hópnum, veit ekki hvernig ástandið var á hópnum þar sem hann var ekki komin að þeim.





    18.01.2009 at 04:57 #638288
    Profile photo of Bjarni Ellert Ísleifsson
    Bjarni Ellert Ísleifsson
    Participant
    • Umræður: 11
    • Svör: 120

    Var að heyra í Gunna Gunn í GSM, hann var að koma að vörðunni og allir heilir á húfi í þokkalegu formi :). Tveir bílar skildir eftir upp í Hlöðufelli og fólkið ferjað niður í þeim bílum sem komust niður með Gunna.

    Allt fer vel sem endar vel… læt aðra um að skella inn frekari fréttum um björgunarleiðangur bílanna sem voru skildir eftir. Endilega póstið á mig myndum ef einhver er með myndir af mér og/eða Tacomunni minni… var allt of latur við að taka myndir, var meira í að teyma liðið niður 😉 hehehe… maður er með svefngalsa hérna, best að koma sér í bólið :)





    18.01.2009 at 11:44 #638290
    Profile photo of Javier Tellaeche Campamelos
    Javier Tellaeche Campamelos
    Participant
    • Umræður: 6
    • Svör: 86

    Well, quite an experience :)
    Far from an easy óbreytt cars trip, but unbelievable … very good group, amazing landscape and fair weather for January.
    We were 3 spaniards in a patrol 35", one of us is having his birthday today and he already told me that this is one of the birthdays he will remember :)
    We got an intensive course on driving over rubber (air is for chicken), extreme repairs (yep, I manage to get the tyre OFF the wheel) and extreme patience (you guys didn’t leave us behind).
    I want to use the occasion to single out Grimur on his galloper and the guys with the suzuki … we’d still be on the middle of nowhere if it wasn’t for them :), and in general everybody’s attitude … I can’t wait to have another trip with a slightly better weather … until then take care.





    18.01.2009 at 12:37 #638292
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 3059

    Litlunefndarferðirnar eru að verða aðal uppákomuferðirnar. Bara gaman af þessu.

    Góðar stundir





    18.01.2009 at 12:44 #638294
    Profile photo of Páll Halldór Halldórsson
    Páll Halldór Halldórsson
    Member
    • Umræður: 37
    • Svör: 609

    Góðan dagin. Já þetta sýnir að það þarf ekki að fara langt til að ná í fjör…. og auðvitað fá menn jafnmikið út úr því að fara í svona hóp, eins og að fara á jökul með stóru bílunum.

    Eru menn farnir að sækja þessa tvo bíla ? Kannski að maður skelli sér með ? Sól og blíða.. og þá þori ég ;o/

    Kv
    Palli





    18.01.2009 at 13:17 #638296
    Profile photo of Hörður Aðils Vilhelmsson
    Hörður Aðils Vilhelmsson
    Participant
    • Umræður: 37
    • Svör: 288

    Þetta hefur verið svaka ferð, tæplega sólarhrings ferð, mikið fjör, mikið gaman greinilega.

    En já ég segi það með Palla, er búið að ná í þessa bíla, væri fínt að taka smá rúnt í sólinni.





    18.01.2009 at 13:21 #638298
    Profile photo of Bæring J. Björgvinsson
    Bæring J. Björgvinsson
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 1919

    ég man þegar ég var á 35" og djöfulli var það gaman… þá var þetta tjallenge, og maður lennti í raunverulegri hættu af því að maður var = ekki nógu vel búinn.
    .
    .
    ég vorna að ég geti einhverntíman fljótlega flotið með í svona ferð, því að ánægju stuðullinn í þessum ferðum hlýtur að vera rosalega hár.





    18.01.2009 at 13:21 #638300
    Profile photo of Bæring J. Björgvinsson
    Bæring J. Björgvinsson
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 1919

    2x póstar





    18.01.2009 at 15:13 #638302
    Profile photo of Einar Sigurður Kristjánsson
    Einar Sigurður Kristjánsson
    Participant
    • Umræður: 13
    • Svör: 105

    Ég var í þessari ferð, mjög gaman og frábært veður en komst að því að 33" 120 Krús er ekki til stórræðanna í púðri. Endaði í hópnum sem Bjarni og Gunni Trúður tóku að sér og fékk alveg að kynnast spottunum þeirra.
    Takk fyrir mig.





    18.01.2009 at 17:48 #638304
    Profile photo of Evert Stefán Jensson
    Evert Stefán Jensson
    Participant
    • Umræður: 2
    • Svör: 76

    Þetta var stórkostleg ferð, sem átti að taka svona c.a 10 tíma en varð á endanum um 18 tímar. Ég kom niður með Tóta Hilux og Magga Willys í afturdrifinu. það kom í ljós að 33" er í það minnsta undir Hilux nema góður spotti sé með í för. samt þurfti ég ekki að þiggja spottan eins oft og ég hefði haldið. Það var líka magnað að sjá hvað willysin fór í afturdrifinu einu. Takk fyrir mig





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 47 total)
1 2 3 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.