This topic contains 41 replies, has 1 voice, and was last updated by Davíð Karl Davíðsson 17 years, 12 months ago.
-
CreatorTopic
-
23.01.2007 at 20:08 #199474
Sælir félagar, er ekki komið neitt plan á litlunefnarferðina 27 janúar?
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
25.01.2007 at 13:58 #576834
Jæja gott að það verði stoppað í lekann, maður var farinn að halda að þetta væri LandRover…
En ætli vinir séu ekki vinum verstir…
25.01.2007 at 19:21 #576836er ekki málið að gera bara frábæra ferð úr þessu við komum nú 31" musso á jökul í fyrra í lala færi og rav í jahh harðfenni reyndar 😀 *hóstMHNhóst* no hard feelings en ég hef fulla trú á að við getum kíkt eitthvað í snjó enda verður eitthvað að "fullorðnum"bílum þarna
Kv Davíð R-2856 aka kennari:D
25.01.2007 at 19:46 #576838Litlanefnd http://litladeildin.a47.net/users.php?m … 4cac730db2
Litladeildin
http://litladeildin.a47.netÞar sem auglýst er að nefndarmenn svari fyrirspurnum á spjallsvæði Litludeildarinnar. Datt mér í hug að logga mig þar inn. Ég verð að segja það að það gekk frekar illa og virðist ég ekki finna út hvað er lykilorðið mitt. Gæti einhver skýrt út fyrir mér hvað að ofantöldu er lykil orð. Svo kannski að öðru. Af hverju notar Litlanefndin ekki spjall f4x4.is til samskipta líkt og flestar deildir eru farnar að gera, ég hélt að það dragi fleiri að og nefndinni þar sem mun fleiri lesa spjall f4x4.is en lokað spjall Litlunefndar
25.01.2007 at 20:24 #576840
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Er komið á hreint hvert skal fara hvenar og kl hvað ? Mig dauðlangar að fara eitthvað
Kv Hjalti
25.01.2007 at 20:29 #576842Ofsi !!! prufaðu að sleppa lykilorðinu…….
25.01.2007 at 20:38 #576844ég er búinn að prófa allra útfærslur af þessu, en ekkert gengur.
25.01.2007 at 21:10 #576846Ég var að reina að ný skrá mig, ég var beðinn um notendanafn og póstnúmer. Ég gerði þetta og þá kom alltaf upp að póstfang sé ekki þekkt.
Ég bý útá landi tímabundið en hef hug á að reina komast í ferð með liltudeild.
kv
Þórður Ingi
25.01.2007 at 21:35 #576848Aðeins nefndarmenn, þ.e.a.s. nefndarmenn Litlunefndar þurfa að gefa upp lykilorð, aðrir þurfa aðeins að velja sér notendanafn.
Kv, Óli
25.01.2007 at 21:37 #576850Það borgar sig að lesa pistlana áður en maður fer að baula,En svona til að hressa þig við þá kemur fram í pistli Kjartans að nefndarmenn ættla að vera á spjallþræðinum á föstudagskvöldinu ekki fyrr,en hins vegar mátt þú prufa að skrifa bara nafnið þitt og það á að vera nóg til að fá aðgang.
Hvað varðar það að hvers vegna við þurfum að vera með sér spjall en ekki vera inni á 4×4 spjallinu,þá er það einfalt,okkur í nefndinni fannst það vera tilraunarinnar virðia að vera með rauntímaspjall þar sem áhugasamir gætu spurt og fengið svör strax en ekki bíða í eitthvern x tíma eftir að fá svör.
En lestu pistlana fyrst Jón minn og spurðu svo,gæti fækkað spurningunum.
Klakinn sem er Rottugóður TrúðurAnnars bíð ég spentur eftir þér á Litludeildarnefndarrauntímaspjallþræðinum
25.01.2007 at 21:41 #576852gæti verið að þig vanti [url=http://www.java.com/en/:1ny1q7yv][b:1ny1q7yv]JAVA[/b:1ny1q7yv][/url:1ny1q7yv]
26.01.2007 at 09:08 #576854Verð bara að láta þetta flakka. Ofsinn spyr afhverju er ekki hægt að nota spjallið á 4×4 og fær það svar að það sé ekki í rauntíma. Þetta er bara ekki rétt, um leið og svar hefur verið póstað þá kemur það upp á síðunni. Hversu lengi þú þarft að bíða eftir að sjá það fer eftir því hvað þú endurhleður (refresh) síðuna oft. Ef sumir þræðirnir eru skoðaðir þá sést það vel að það líður verulega stutt á milli svara.
Svo er annað í þessu sem ég get ekki skilið, afhverju í ósköpunum er ekki hægt að ákveða með nokkurra daga fyrirvara hvert á að fara. Að bjóða fólki upp á það að fá ekkert að vita fyrr en á síðustu stundu finnst mér vera töluverð óvirðing við tíma þess. Með þessari aðferð þá þarf fólk að vera búið að gera bílana klára og kaupa nesti án þess að fá að vita hvert það er að fara og án þess að vera búið að gera upp við sig hvort það ætlar með. Ferðin á morgun er gott dæmi, ef þessar "vísbendingar" sem komu á vefinn hér í vikunni eftir að fólk var farið að þrábiðja um vitneskju eru nærri lagi þá er verið að tala um að fara "kannski" á sama stað eða sömu leið og var farin í haust. Nú þeir sem fóru með í haust eru kannski ekki allir ginkeyptir fyrir því en langar með ef það á að fara eitthvað annað. Þessir hinir sömu verða þá að gera allt klárt, kaupa nesti og bíða svo við spjallið á litlunefndarsíðunni í kvöld til að komast að því hvort þeir eru að fara úr bænum í fyrramálið…..
Þarf ekki aðeins að skoða þessa aðferðafræði?
26.01.2007 at 09:39 #576856Ég bara trúi því ekki Barbara að tæknilegasinnuð manneskja eins og þú sjáir ekki muninn á statískri vefsíðu eins og þessari og "rauntímaspjalli" þar sem nýjum "færslum" er ýtt til allra sem eru tengdir það augnablikið en er ekki aðgengilegt þeim sem koma síðar… spjall Litludeildarinn er ekkert annað en gamla [url=http://en.wikipedia.org/wiki/Internet_Relay_Chat:2h0aelfk]irkið[/url:2h0aelfk] í fansí-client.
Varðandi "birtar ferðaáætlanir". Þó það sé fyrirvari um breytingar munu þá alltaf verða einhverjir sem vilja fara á ÞANN stað og fóru sérstaklega í ferðina út af ÞEIM stað. Þeir munu svo verða fúlir EF áætlunin breytist. Ég hef hins vegar ágætan skilning á því að fólk vilji vita hvert það er að fara en skiptir ekki meira máli að FARA eitthvert en að fara ekki neitt?
Ég skil samt alveg sjónarmiðið að vilja vita hvert maður er að fara… en ég ætti kannski ekki að segja mikið finnst alltof gaman að breyta áætlun til að geta tjáð mig um svona mál 😉
26.01.2007 at 09:52 #576858kl hvað er netspjallið í kvöl.
kv
Þórður
26.01.2007 at 12:58 #576860Jahh ég verð að viðurkenna að "aðferðafræðin" sé svoldið spes en þrátt fyrir að ég viti ekki hvert skal halda veit ég að ég er allavega að fara með 3 bíla á fjöll í fyrramálið og hef ég fulla trú á Lauga og Kjartani.
en athuga verður að færð veður og fleira setur strik í reikninginn og verður að hafa það svoldið að leiðarljósi, því jú ekki förum við með 31" meðalþungann jeppa í eitthvað krapasull sem aðeins 38" og stærri eiga eitthvað erindi í en hinsvegar þá erum við búin að fá svona sirka á hvaða slóðir við ætlum og við vitum að öllu jöfnu að við fáum að jeppast aðeins og spreyta okkur svo höldum góða skapinu og bíðum aðeins lengur
Kv Davíð Þolinmóði R-2856
26.01.2007 at 13:05 #576862Ferðaplanið á morgun er ekki það sama og var í októberferðinni.
-Þingvellir/Kaldidalur/Langjökull
-Þingvellir/Línuvegur/væntalega Skálpanes/Langjökull
-Skjaldbreið
Ekkert af þessu var farið í haustferðinni þó svo Línuvegurinn hafi þá verið keyrður að hluta.Varðandi spjallið þá er hugmyndin að vera þar frá kl. 21-23 og lengur ef þörf er á
Kveðja,
Hrafnhildur
26.01.2007 at 14:24 #576864‘eg játa að stundum verð ég afskaplega hissa þegar ég les pósta hérna á vefnum og finnst skrítið hvað skríbentar eru að gera lítið af því að setja sig inn í málin,Barbara er gott dæmi um það í sínum síðasta pistli og mun ég gera heiðarlega tilraun til að svara henni.
Litlanefnd er að fara með lítið eða óbreytta bíla í ferðir og miða allar sínar ferðaáættlanir við það,fréttir af færð síðastliðnar vikur hafa verið á þá vegu að lítið breyttum eða óbreyttum bílum hefur ekki verið fært á þessar hefðbundnu slóðir og frekar en að afboða ferðina höfum við beðið fram á síðustu stundu með að ákveða ferðina,enþá höfum við ekki fengið fréttir af færð sem neinu nemur þrátt fyrir fyrirspurnir og við gætum þess vegna endað í Árbúðum.
Dagsferð er akkurat það sem orðið segir dagsferð og ættu allir sem vilja koma með að gera sér grein fyrir því að sama nesti og sami búnaður er hvort sem farið verður á Lyngdalsheiði eða Jökul,svo það að láta vita að það verður haldin ferð í samræmi við plan ætti að gera flestum grein fyrir því að það þarf nesti og búnað í bílana sem hentar til fjallaferða.
Það að fara á sömu staði þá vil ég benda viðkomandi á að í hverri ferð eru nýliðar í sinni fyrstu ferð og við þá eru ferðinar miðaðar við,ekki þá sem eru búnnir að vera ferðast eitt eða fleirri ár,þeir ættu að geta ferðast á eigin vegum eða með öðrum sem eru að fara í meira krefjandi ferðir,sem er einnig tilgangur Litlunefndar að koma fólki í kynni við aðra sem eru í þessu sporti og ferðast að eigin vilja.
Hvað varðar athugasemdir vegna spjallsins á litludeildarsíðunni ætti kerfisfræðingur að vita betur en svo að setja þetta fram og ég tel þetta atriði ekki svara vert.
En það er gott að félagar hafi áhuga á störfum Litlunefndar og vænti ég þess að þá verði ekki skortur á framboði til nefndarstarfa í vor og skora ég hér með á þá sem hafa hér hæst að gefa kost á sér í nefndina það kemur til með að vanta 3 allavega.
Kv Klakinn
26.01.2007 at 15:49 #576866Ég hyggst fara með á morgun ef ég næ frammdrifinu inn í kvöld (brotinn öxull) ætti ekki að vera of mikið vesen, við ætlum tveir ég á 36" 4Runner og Doktorinn ætlar á 38" Discovery (myndir í albúmi) Báðir á kannski fullstórum bílum fyrir þessa ferð, en eins og Klakinn nefnir þá er ég að fara til að kynnast fólki, kynnast ´"nýja" bínum mínum og bara komast í snjó, ég hef t.d ekki notið þeirrar lukku að komast á þetta svæði í vetur og hlakkar mikið til!
Ég hyggst nú ekki taka með mér nesti hehe enda er það nú ekki stór hluti af skreppitúr uppá langjökul eða nágrenni hans..
Nú ef þetta gengur rosalega hægt fyrir sig á morgun brunum við bara áfram..
Kv Benni Súkkrules aka Toyrúles
26.01.2007 at 16:12 #576868
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
hvert er ferðinni haldið hvenar og kl hvað ??
26.01.2007 at 16:26 #576870Mæting er við Select Vesturlandsvegi Kl. 8:30 og brottför kl. 9:00 Eins og stendur ofar í þræðinum!!
Og ef ég skil það rétt þá bara farið á þingvelli og skaflast eitthvað þar í kring
26.01.2007 at 22:03 #576872Ef einhverjar spurningar eru vegna ferðarinnar á morgun þá er um að gera að kíkja á spjallinu á litludeildarsíðunni.
Kveðja,
Hrafnhildur
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.