This topic contains 33 replies, has 1 voice, and was last updated by Ólafur Magnússon 15 years ago.
-
Topic
-
Góða kvöldið
Eins og komið hefur fram í dagatalinu hér á síðunni er næsta Litlunefndarferð laugardaginn 16. janúar n.k. Þessi ferð hefur fengið vinnuheitið „Langjökull 2010, taka 1“.
Við ætlum að reyna að komast upp á hábunguna ofan Jaka, en leiðarval að Jaka verður ákveðið þegar nær dregur ferðinni og vitað hvernig veður og færð þróast.
Skráningar eru ekki hafnar enn, en slíkt verður auglýst sérstaklega þegar nær dregur.
Takið frá laugardaginn 16. janúar n.k. og fimmtudagskvöldið 14. janúar fyrir kynningarkvöld vegna ferðarinnar.
Kv. Óli, Litlunefnd
You must be logged in to reply to this topic.