This topic contains 26 replies, has 1 voice, and was last updated by Stefanía Guðjónsdóttir 14 years, 11 months ago.
-
Topic
-
Eins og fram kemur í dagatalinu hér á síðunni er næsta Litlunefndarferð laugardaginn 20. febrúar n.k.
Um þesar mundir er erfitt að finna skemmtilegar leiðir á snjó án þess að stefna á jökla eða fara til útlanda. Við höfum hinsvegar ákveðið að taka góðan bíltúr á þessum degi og stefnum á að fara dagsferð í Kerlingafjöll, í þeirri von að á leiðinni þangað verði búið að snjóa eitthvað áður en kemur að ferðadeginum. Þar á svæðinu er líka að finna útúrdúra sem hægt er að skoða ef færð og tími gefst til.
Skráningar eru ekki hafnar enn, en slíkt verður auglýst sérstaklega þegar nær dregur.
Takið frá laugardaginn 20. febrúar n.k. og fimmtudagskvöldið 18. febrúar fyrir kynningarkvöld vegna ferðarinnar.
Kv. Óli, Litlunefnd
You must be logged in to reply to this topic.