This topic contains 16 replies, has 1 voice, and was last updated by Bjarni Þór Pálsson 15 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
16.01.2010 at 11:50 #209955
Góðan dag. Litlanefndin lagði af stað í ferð um níuleytiðí morgun. 55 bílar lögðu af stað frá Select á Ártúnsholti og var haldið sem leið lá í Húsafell um malbikið og stefnan síðan tekin á Langjökul. Þegar ég heyrði í þeim áðan voru allir komnir upp úr Húsafelli í átt að Jaka og voru menn búnir að létta á bæjarloftinu í dekkjunum, Kristján aðalfarastjóri var þá kominn upp að Jaka og kannaði aðstæður. Engin vandræði hafa komið upp ennþá og mikil samskifti hafa verið á talstöðvarrásinni. Ég kem svo inn aftur með fréttir um eittleytið.
Fréttaritarinn.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
16.01.2010 at 11:56 #677260
á hvaða rás er hópurinn
16.01.2010 at 12:01 #677262Rás 47
16.01.2010 at 12:13 #677264Var að heyra í Óla farastjóra og eru allir bíla nú komnir á jökulinn, verið er að hleypa betur úr dekkjum og hreinsa þau og menn að byrja að spreyta sig á snjónum sem er neðst í jöklinum. Þeir sem voru komnir lengst voru komnir í um 900 metra hæð en flestir voru í nokkuð stórum hóp neðst og gekk misvel að feta sig gegnum snjóinn.
Fréttaritarinn.
16.01.2010 at 12:43 #677266Logi Már…
Mér finnst nú þú sem fréttaritari gleyma að fjalla um eitt af því sem skiptir mestu máli í svona ferðum og það er… HVERNIG ER VEÐRIÐ. Ég held nú reyndar alltaf að 101 rvk sé nafli alheimsins og ef það rignir á réttláta eins og mig þá hljóti að rigna líka á rangláta. Þurfa þeir kút og kork? Það eru nú kannski einhverjir með snorkel. Kannski sleppur þetta til enda smá vatnshalli á jöklinum. Kannski er svo mikill snjór á jöklinum að þeir sökkva svo djúpt að þeir þurfi að koma upp öðru hverju til að anda og þá skiptir veðrið engu máli…
Er bara að spöglera…
16.01.2010 at 13:14 #677268Heyrði í einum rétt áðan, hann var þá í 800m hæð og þar voru -6 gráður og hríð, semsagt ekta fjör

16.01.2010 at 13:19 #677270Var að heyra í Óla fararstjóra. Hópurinn mjakast nú upp jökulinn í slæmu skyggni og það snjóar og sést lítið út frá bílunum og færið að þyngjast. Kristján aðalfararstjóri var kominn upp á hábungu ásamt nokkrum öðrum og bíður þar eftir hinum en þar sem útsýni er nánast ekkert hefur verið tekin ákvörðun um að halda niður á við aftur þegar allir eru komnir upp enda markmiði ferðarinnar þá náð. Allt hefur samt gengið á besta veg og ekkert um vandræði sem orð er á gerandi.
Fréttaritarinn.
16.01.2010 at 14:42 #677272Vá hvað þetta hljómar spennandi. Fullt af jeppum út um allt, snjókoma og slæmt skyggni. Vonandi kemur staðalbúnaðurinn skófla og spotti í góða þarfir annars er ekkert gaman að þessu. Muna bara að telja svo ofan af jöklinum… alla vega patrolana þeir eiga það til að vera til dragast aftur úr.
16.01.2010 at 15:11 #677274Fengu patrolar að fara með ,það þíðir heim eftir miðnætti ææ þetta er bara svona með þessa bíla þeir eru véla vana og hægeingir í öllum gírum en traustir til að sofa í þeir hafa plássið til þess sem geri þá svona vinsæla .
kv,,,, MHN
16.01.2010 at 15:13 #677276Þá eru allir komnir niður af jöklinum og að Jaka, ferðinni hefur verið formlega slitið og þáttakendur eru byrjaðir að týnast til byggða. Einhverjir eru þó ennþá að leika sér í snjónum í jökuljaðrinum þó að það sé hálfgert skítaveður þarna uppfrá. Heyrði af einni affelgun á uppleiðinni, einhverjir þurftu spottann eins og gerist og gengur en að öðru leyti vandræðalaus ferð og allir sáttir og bara gaman. Fréttaritarinn lætur hér með af störfum og þakkar fyrir sig.
16.01.2010 at 15:19 #677278Þegar maður les skrifin hjá Stef, þá fara að rifjast upp gamli frasar sem voru töluvert notaðir fyrir nokkrum misserum.
Armchair Mountaineer var og er góður frasi, sem var seinna þýddur yfir á íslensku og útlegst á okkar ilhýra sem "sófariddari", þótt bein þýðing væri frekar "armstólafjallamaður" eða "þægindastólafjallamaður"
Skilgreining á "sófariddara" er þannig að viðkomandi fer aldrei á fjöll sjálfur, en hefur þeimum meira vit á öllu og getur gefið endalaus ráð um hvernig á að gera hlutina, að sjalfsögðu sitjandi heima við tölvuna í 22 gráðu hita. Sófariddara eru að mestu útdauðir á f4x4.is, en þeir veittu mér oft mikla gleði fyrir nokkrum árum
Allir sem fara á fjöll eiga skilið Thule þegar heim er komið
Góðar stundir
16.01.2010 at 19:15 #677280Þá er fólk líklega flest komið til síns heima eftir ágæta ferð á jökulinn. Þrátt fyrir lítið skyggni og snjókomu á jöklinum komust næstum allir bílarnir upp á hábunguna. Færið var fremur gott, sumstaðar var jökullinn alveg ber, en neðst niður undir jöklröndina var smávegis snjór og svo voru skaflar ofarlega þegar nálgaðist hábunguna.
Á jöklinum var aðeins keyrt eftir gps og eitthvað voru sumir að vandræðast með gps tækin sín, en það kennir okkur að æfa okkur í notkun þeirra þannig að vitað sé hvernig á að nota þau þegar á reynir.
Við komum í bæinn um Kaldadalinn á stærri bílunum en litlu bílarnir fóru malbikið í bæinn. Kaldidalur var nokkuð blautur og krapi norðan til, en snjólaus og drulla í honum sunnantil. Ekki mjög erfitt að fara hann samt á 35" og stærri bílum.
Ég þakka frábærum fararstjórum okkar fyrir sitt framlag og þátttakendum fyrir þáttökuna, en þetta er söguleg ferð, því auk þess að marka 7 ára afmæli Litlunefndarinnar er þetta fjölmennasta ferð nefndarinnar frá upphafi.
Ég þakka líka Loga Má fyrir góðan og ábyrgan fréttaflutning sem er það sem við viljum sjá í tengslum við ferðir Litlunefndar

kv. Óli, Litlunefnd
16.01.2010 at 19:38 #677282Ég er kominn til byggða og bara yndislegur dagur að baki. Þetta var hin skemmtilegasta ferð og vil ég þakka fararstjórum og samferðamönnum fyrir góðan dag og mikla skemmtun

16.01.2010 at 21:20 #677284við fórum 2 bílar kaldadalinn uppað jökli og til baka , þegar við fórum uppeftir þá var allveg nokkuð um snjó, en þegar við fórum til baka þá var þetta allt orðið blautt og vatn flæðandi utum allt.
en ferðinni okkar var ekki lokið þar því að við kiktum inná línuveg semað var bara nánast eitt stórt stöðuvatn,
skjaldbreiðin var mjög blaut og þung fórum nokkuð hátt en þá gaf sig eitt kerti og þá var ákveðið að fara heimen rosalega gaman að sjá allan þennan fjölda af bílum í þessari ferð hefði mátt vera betra veður en það verður bara næst…
16.01.2010 at 22:09 #677286hvenær er stefnt í næstu ferð?
17.01.2010 at 12:02 #677288Við fjölskyldan þökkum fyrir skemmtilega ferð á jökul og ekki var Kaldidalur verri. Hlökkum til næstu ferðar, sem samkv. dagatali 4X4 verður 20. feb.

Takk fyrir okkur.
Kv. Hans & co.Myndir [url:v2p6irni]http://f4x4.is/index.php?option=com_jfusion&Itemid=235&g2_itemId=273097[/url:v2p6irni]
[img:v2p6irni]http://f4x4.is/index.php?option=com_jfusion&Itemid=235&g2_itemId=273109[/img:v2p6irni]
18.01.2010 at 20:46 #677290Sælinú,
Ég vildi þakka kærlega fyrir stórskemmtilega ferð er smitaði undirritaðan endanlega af jeppabakteríuni sem og kó-dræverum hans í þessari ferð.
Takk kærlega fyrir frábært starf fararstjórar og vonast ég til að komast aftur með.
Kv. Bjarni Þór
Grábrúnn Isuzu Trooper 32"
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
