This topic contains 3 replies, has 1 voice, and was last updated by Smári Rúnar Hjálmtýsson 14 years, 10 months ago.
-
Topic
-
Góðan dag. Í morgun var lagt af stað í enn eina Litlunefndarferðina, í þetta skiftið var fléttað saman ferð og ratleik og gefnir upp gps punktar sem þátttakendur leita uppi. Þrjátíu og tveir bílar voru skráðir til ferðar en afföl munu hafa verið sex þannig að tuttugu og sex bílar lögðu af stað frá Select um níuleytið í morgun. Fysta stefna ver tekin á Þingvöll og leituðu þátttakendur uppi punkta á svæðinu og gekk vel. Stefnan var síðan tekin á Uxahryggi og þóttust þá einhverjir sjá hvert förinni væri heitið og straujuðu upp á Kladadal en áttuðu sig svo síðan á því að þangað var förinni alls ekki heitið og snéru þá frá villu síns vegar og óku niður Uxahryggjaleið svo sem gps punktarnir lögðu fyrir þá að gera. Þegar þetta er skrifað eru einhverjir komnir niður að Hraunfossum og síðustu bílar eru við Deildartunguhver. Allt hefur gegnið vel og engar bilanir hafa hrjáð menn svo vitað sé um og er frétta síðan að vænta af hópunum seinna í dag.
Fréttaritarinn.
You must be logged in to reply to this topic.